Entries by TF3JB

,

GREIN UM AMATÖR RADÍÓ

GREIN UM AMATÖR RADÍÓ Nýlega kom út tímaritið Raflost sem er ársrit VÍR, félags verkfræði- og tölvuverkfræðinema við Háskóla Íslands 2021. Meðal efnis í blaðinu er greinin „Amatör Radíó“ eftir þá Kristinn Andersen, TF3KX og Sæmund E. Þorsteinsson, TF3UA. Þeir félagar gera áhugamálinu góð skil. Umfjöllunin skiptist eftirfarandi: Upphaf amatör radíós; merkja-tegundir; leyfi fyrir amatör […]

,

LOFTNETSVINNA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ vann í dag (6. október) að undirbúningi enduruppsetningar 160 metra loftnets TF3IRA, sem upphaflega var sett upp 26. júní s.l., en slitnaði svo niður í roki í ágústmánuði. Í gær tók hann niður gömlu festinguna og setti upp 5 metra hátt vatnsrör (á þakinu fyrir utan fjarskiptaherbergið á 2. hæð). Í dag […]

,

VERÐHÆKKANIR FRAMUNDAN

Stærsta vefverslun fyrir radíóamatöra í Evrópu, WiMO í Þýskalandi hefur upplýst að ICOM hafi tilkynnt 5% verðhækkun frá verksmiðju eftir miðjan þennan mánuð (október). Á netinu tala menn um að ekki sé víst að þessi verðhækkun komi fram í verði hjá stærri seljendum, en ekkert er þó víst í þeim efnum. Menn segja líka að […]

,

GÓÐ SKILYRÐI Á HF BÖNDUM

Skilyrðin á HF byrjuðu að batna upp úr miðjum síðasta mánuði (september) og hafa verið góð síðustu daga. Í morgun (5. október) voru böndin t.d. vel opin alveg upp á 24 MHz. Í byrjun október eru tæp 2 ár frá því við vorum á botni 11 ára sólblettasveiflunnar, þannig að búast má við batnandi skilyrðum. […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 7. OKTÓBER

. Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. október frá kl. 20 til 22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra frá systurfélögum ÍRA liggja frammi, m.a. á norðurlanda-málum, ensku, þýsku, frönsku og ítölsku. Enn er töluvert af radíódóti í boði og þótt […]

SAC SSB KEPPNIN 9.-10. OKTÓBER

63. Scandinavian Activity keppnin (SAC) – SSB hluti – verður haldin um næstu helgi, 9.-10. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á […]

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2021

35. CQ WW RTTY DX keppnin fór fram 25.-26. september 2021. Frestur til að skila dagbókum til keppnisstjórnar rann út á miðnætti 1. október. Dagbókum var skilað inn fyrir alls átta TF kallmerki vegna þátttöku í keppninni í fjórum keppnisflokkum. TF1AM – einmenningsflokkur – háafl. TF2CT – einmenningsflokkur – háafl.TF3IRA – einmenningsflokkur – háafl.TF3AO – […]

,

AF VIÐTÆKJUM YFIR VEFINN

KiwiSDR vitæki TF3GZ á Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz) varð QRV á ný í gær (30. september). Viðtækið hafði verið úti í um vikutíma þar sem rafmagnið hafði slegið út. Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar sem er búsettur þar á staðnum sem gangsetti tækið. Vefslóðir á KiwiSDR viðtækin þrjú sem í dag eru virk yfir netið: Raufarhöfn: […]

,

FJARNÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 28. september að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast 4. október n.k. og ljúka með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins þrír skráðu sig og greiddu námskeiðsgjald. Þeir fá nú endurgreitt. Næsta námskeið verður í boði í febrúar til maí 2022. Athugað verður […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en 30. september n.k. Nýja blaðið kemur út sunnudaginn 17. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni […]