Frá vinstri: TF3AO, TF3SA, TF3PPN (með afabarnið), TF3IGN og TF3GS.

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 m há loftnetsstöng fest á kerru sem daga má hvert á land sem er. Eftir hádegið fóru þeir TF3GS og TF3JA síðan upp á Skálafell og skiptu um loftnet á TF3RPA sem þar með er QRV á ný. Vel heppnuð sunnudagsopnum og gott skipulag. Takk TF3SG!

TF3G, TF3SG og TF3JA skoða 16 metra hátt ferðaloftnetið (fyrir utan félagsaðstöðu Í.R.A.).

TF3SNN vinnur við frágang 2 metra Yagi loftnetsins (sem hefur 10 dB ávinning).

TF3AO vinnur við frágang 70 cm Yagi loftnetsins (sem hefur 15 dB ávinning).

Nú í vetur verður samkvæmt vetrardagskrá opið í ÍRA á sunnudagsmorgnum og er gert ráð fyrir að byrja núna á sunnudag 6. desember kl. 10.00 með loftnetspælingum.

73

Guðmundur, TF3SG

Hópurinn sem tók þátt í CQWW CW-keppnini um helgina frá stöð Þorvaldar, TF4X, í Otradal náði glæsilegum árangri eða 3,354,380 punkta heildarárangri. Brúttó QSO-fjöldi var 4525 (nettó 4438), 108 svæði (zones) og 349 DXCC einingar (entities). Þar með er 29 ára gamalt Íslandsmet sem sett var frá TF3IRA í nóvember 1980 slegið – og með yfirburðum en árangurinn þá var 3004 QSO; 2,169,760 punkta heildarárangur; 85 svæði og 231 DXCC einingar.

Hópurinn samanstóð af TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M. Þess má geta til fróðleiks, að bæði TF3KX og TF3YH voru í keppnishópnum sem settið metið frá TF3IRA árið 1980.

Til hamingju strákar!

Sjá nánar frásögn á heimasíðu Þorvaldar, TF4M: http://tf4m.com/archives/1343

TF2JB

Jón Þóroddur TF3JA heldur ótrauður áfram þessa viku að senda morsæfingar þessa viku á 3,710 MHz.  Einnig er Axel Sölvasson TF3AX  með morskennslu í félagsheimili ÍRA fimmtudaga kl. 19.00.

73

Guðmundur, TF3SG

Morse-æfing verður send út frá TF3IRA í fyrramálið klukkan 10, frí í kvöld.
73 de TF3JA

Ágætu félagar!

Nýtt töluvpóstfang hefur verið tekið í notkun fyrir þá sem vilja hafa samband við félagið. Það er tf3ira@gmail.com og verður í notkun til bráðabirgða uns ira@ira.is kemst í lag.

73 de TF2JB.

Undanfarin þrjú kvöld hefur Morse-hópurinn verið með CW-tilraunaútsendingu á 3712 kHz. Sent er frá TF3IRA og byrjað klukkan 9:30 á kvöldin. Í gærkvöldi var sendur út fyrsti hluti texta sem finna má á á WIKIPEDIA-vefnum: http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Red_Riding_Hood og verður því haldið áfram í kvöld.
Æfingatextarnir verða settir inn á heimasíðu hópsins og þar geta þeir sem nota tækifærið og æfa sig sett inn textann sem þeir náðu. Og nú er um að gera að setja sinn texta/árangur sem fyrst eftir að æfingunni lýkur því vel líklegt er að einhver verðlaun verði í boði fyrir þann sem fyrstur setur inn réttastan texta. Heimasíða hópsins er í veftrénu undir “hvað er amatörradíó”.

Í kvöld mun Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA hefja QTC sendingar á morsi á 3710 kHz.  Sendingarnar hefjast kl. 21.30 og standa í um 30 mínútur.  Textinn sem sendur verður mun vera aðgengilegur á netinu og eru menn beðnir að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Í.R.A. og póstlista.  Í fyrstu mun vera sent út á hverju kvöldi í eina viku á sama tíma.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3JA – Jón Þóroddur Jónsson

Morse-æfingasendingar hafa verið undanfarin tvö kvöld og til stendur að reyna að bæta við sendingu á samfelldum texta og um að gera að reyna að lesa þann texta beint í höfuðið eins og það er kallað.
73 de TF3JA

Á næsta fimmtudag 26. nóvember, mun Kristján Benediktsson, TF3KB halda erindi í félagsheimili Í.R.A. og gera grein fyrir skipulagi alþjóðasamtaka amatöra IARU, hinna ýmsu svæðissamtaka eins og IARU svæði 1 og norrænu samtökunum NRAU, og aðild Í.R.A. að þessu starfi.  Gert er ráð fyrir að erindi Kristjáns hefjist upp úr kl. 20.15.  Það er margt spennandi að gerast í samtökum amatöra erlendis.  Kristján er manna fróðastur og getur miðlað af áratuga reynslu sinni af samskiptum sínum við félaga erlendis.

73

Guðmundur, TF3SG

TF3DX náði Japan á 160 m úr bíl á CW

Góðir félagar!

Veit einhver til þess að haft hafi verið 160 m QSO við Japan héðan úr bíl, eða annað álíka langt?

Undanfarið hef ég loks verið að klára breytingu á bílloftnetinu mínu og smíða til þess gerðan tjúner. Ekki síst til að geta hlustað úr bílnum á 160 m á stöðum þar sem suðið er minna en víðast í Reykjavík og heima hjá mér. Ekki seinna vænna að ná í skottið á þessu einstaka sólblettalágmarki, sem kannski kemur aðeins einu sinni á virkri æfi amatörs.

Ég keyrði út að Gróttu í kvöld til að prófa, og kallaði CQ DX á 1823 kHz CW. Eftir nokkur skipti svaraði JA7FUJ með vel læsilegt merki, ég gaf honum 569 og fékk 559 til baka. Ég sagði honum að ég væri með 100 W og “whip ant”, sem hann kvittaði fyrir.

Á eftir kallaði UA9FGR í Asiatic Russia, annan DX utan Evrópu hafði ég ekki.

Eftir þetta hlustaði ég eftir Japönum sem Evrópa var að hafa samband við, til að fá hugmynd um skilyrðin. Þau voru ekki sérlega góð, aðeins 2 voru með svo góð merki að ég las þá auðveldlega. Aðrir voru misilla læsilegir og marga heyrði ég bara alls ekki þó þeir fengju gott RST í Evrópu. Þegar TF4M kom á bandið kl. 21:30 tók hann 4 QSO, að ég held, við Japan. Ég heyrði engan þeirra. Þó suðið væri nógu daufara þarna úti á nesi en inni í bænum til að gera gæfumuninn fyrir notagildi bandsins, var það samt nóg til að kæfa veik merki.

Loftnetið er sett saman með “byssustingstengi” svo það er lítið mál að skipta á styttri topp fyrir umferðina, og/eða taka út spóluna.

Á 160 m fæ ég út 2,1 – 2,4 A RF eftir því hvaða samsetningu ég nota í stönginni.

73, Villi TF3DX

Takk strákar!
Það er komin staðfesting á tölvupósti, sem ég set hér með, m.a. vegna þess að þýðingin er nokkur gestaþraut sem ég gæti þegið hjálp með! En ég held að það yrði lítið úr okkur ef við þyrftum að spreyta okkur á Japönsku.

Hello.
Thank you for QSO for today. I was able to hear your signal surely, and to confirm it. None of JA seems to have been calling though CQ was put out after of me. I was surprised with mobile of 100W. Moreover, I thought pedeshon of the island with/M because I was.
Please send right or wrong of the photograph because my mail address is OK.
JA7FUJ

73, Villi TF3DX

Verkefnið undirbúið. Frá vinstri: TF3IGN, TF3PPN, TF3AO og TF3SG.

Loksins kom gott veður í Reykjavík og hentugur tími (sunnudaginn 1. nóvember 2009) til að ljúka þeirri vinnu við SteppIR loftnetið sem hófst fyrir réttum 2 mánuðum, þ.e. 30. ágúst s.l. Í dag var straumsnúran fyrir Alfa Spid rótorinn endurnýjuð og hún spennt eftir nýjum burðarstreng í nokkurri fjarlægð frá þeim eldri (en fæðilínan og straumsnúran fyrir SteppIR loftnetið deila áfram eldri burðarstrengnum). Nýtt fyrirkomulag tryggir, að truflanir sem áður voru vegna nálægðar straumsnúranna og fæðilínunnar, hverfa. Hustler 6BTV margbanda loftnetsstöngin var jafnframt yfirfarin. Niðurstaða dagsins: Vel heppnað verk, góður félagsskapur og SteppIR loftnetið nú að fullu nothæft. (TF2JB og Gunnar Svanur Hjálmarsson tóku ljósmyndir).

TF3AO gætir að ástandi 6BTV margbanda loftnetsstangarinnar.

TF3SNN og TF3BG strekkja nýja burðarstrenginn í samvinnu við TF3AO og TF3PPN.

TF3PPN uppi í turninum og TF3SNN í stiga við skorsteininn.

Fræðslukvöld fimmtudag um EZNEC loftnets herminn.
Á fimmtudaginn 29 október mun Guðmundur Löve, TF3GL segja frá og halda fræðsluerindi  um EZNEC forritið.  Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum en óhætt er að segja að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu.  Erindi Guðmundar mun hefjast rétt uppúr kl. 20.00 í félagsheimili ÍRA.

73

Guðmundur, TF3SG