High Frequency Active Auroral Research Program, HAARP loftnetin nálægt Gakona, Alaska voru gangsett 2007. HARRP loftnetin eru aðalhluti viðamikils verkefnis í háaflsradíóeðlisfræðilegum rannsóknum. Herinn telur ekki réttlætanlegt að leggja til þess lengur það fjármagn sem verkefnið kostar á hverju ári, nú er kominn tími til að snúa sér að öðrum nútímalegri verkefnum segir talsmaður hersins. HAARP loftnetasamstæðan kostaði 300 milljónir dollara og árlegur rekstrarkostnaður er um fimm milljónir dollara eða 600 milljónir íslenskra króna.
Á tímabili gekk sú saga um heiminn að með þessu mannvirki ætluðu Bandaríkjamenn að stjórna jónosferunni og þannig jafnvel stjórna veðurfari á jörðinni. En einn vísindamannanna sem unnið hafa við verkefnið segir að það væri álíka hugmynd eins og að ætla sér að stjórna Kyrrahafinu með því að henda út í það litlum steini.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-05-21 17:01:102017-07-24 17:01:56Bandaríski flugherinn undirbýr að taka niður öll HAARP loftnetin fyrir lok sumars
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-05-16 16:58:192017-07-24 16:58:51Aðalfundur ÍRA, 17 maí klukkan 13:00 í Faxafeni 12
Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi.
Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að ÍRA fengi leyfi til að byggja á Vatnsendahæðinni milli gömlu langbylgjumastranna.
Lengst, vel fram yfir miðnætti, sátu TF3SG, TF3KB, TF3TB og TF3JA og ræddu um IARU Region 1 fund sem hugsanlega mætti halda á Íslandi á árinu 2017. Evrópa, Afrika, Mið-Austurlönd og Norður-Asía tilheyra IARU svæði 1. Næsti fundur er í Varna í Búlgaríu í september á þessu ári.
Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að kemur í Skeljanes í kvöld og segir frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum á undanförnum árum og er virkilega áhugavert og aðdáunarvert hversu færir þeir eru. Flestir ef ekki allir í hópnum eru radíóamatörar og eru með búnað til HF fjarskipta á amatörböndum. Kynningin hefst klukkan 8:15.
Kallmerkið verður TF3RU sendir út APRS á 434.550 MHz
Við höfum fjóra tímaramma:
6:45
7:45
8:45
16:45
Allt á UTC.
Video straumar verða á http://bifrostaurora.org http://www.siminn.is/mjolnir/
73 de TF2SUT – Samúel
TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu.
Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi á undan WPX CW keppninni. Í tilefni af afmælinu eru vegleg verðlaun í boði og keppt er í mörgum flokkum sem eykur líkindin á að ná til verðlaunasætis.
Lauslega þýddur póstur frá Mindis LY4L:
Kæri félagi,
Veistu af mörgum keppnum fyrir fimmtíu ára og eldri? ein slík er Baltic keppnin, með mikla virkni á 80 metrum. Með nokkurra klukkutíma þátttöku á laugardagskvöld og nótt áttu gott tækifæri til að ná í einhvern af hinum mörgu minjagripum í tilefni af fimmtíu ára afmæli Baltic keppninnar.
Til viðbótar venjulegum verðlaunum hefur Lithuanian Radio Sport Federation gefið sérstök 50 ára Baltic keppnis verðlaun og minjagripi fyrir þáttakendur sem hafa:
– 100 QSO samanlagt við LY, YL og ES stöðvar;
– 50 QSO við LY stöðvar;
– 500 QSO;
– 50 QSO við LY, 50 QSO við YL stöðvar og 50 QSO við ES stöðvar;
– til þeirra sem eru nákvæmlega 50 ára, hvorki meira né minna og ná flestum QSOum;
– sem ná besta síðasta klukkutíma skorinu eða flestum QSOum á síðasta klukkutíma keppninnar.
Vona að sem flestir taki þátt um næstu helgi frá klukkan 21 á laugardagskvöldinu og alla 5 klukkutímana.
… keppnin er tilvalið tækifæri til allskonar loftnetatilrauna og útiveru í góða veðrinu..sumarið er að koma og ekki seinna vænna að hita upp fyrir útileikana, 80 metrarnir eru sérstaklega velnýttir í þessari keppni og gott tækifæri til að ná nýjum löndum og svæðum..
Áætlað er eldflaugaskot á vegum Bifröst Aurora Project og Háskólans Í Reykjavík næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Heimasmíðaðri eldflaug verður skotið upp af gömlum frönskum eldflaugapalli sem byggður var á Mýrdalssandi 1964. Í flauginni verða ýmis mælitæki og fjarrita/fjarmælingasendir ásamt UHF APRS-sendi á 434,550 MHz. Kallmerkið verður TF3RU. Nákvæmari tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur og veðurspáin fer að verða öruggari/stöðugri.
TF3OM skrifar 19. mars 2008 eftirfarandi á bloggið sitt:
Það kemur mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja í 440 km hæð eða um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land.
Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d’Etudes Spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið 1965 settu þeir upp búðir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíðunnar var þarna á staðnum á vegum Almannavarna ríkisins, sem auðvitað var bara yfirskin til að fá leyfi til að komast í návígi við þennan einstæða atburð, og hafði tækifæri til að njóta geimskotanna, enda vantaði ekki áhugann. Myndavélin var auðvitað með í för.
Tilgangur geimskotanna var að rannsaka Van Allen beltið, en þar sem það kemst næst jörðu við heimskautin myndast oft norðurljós. Rafagnir sólvindsins festast í Van Allen beltinu, þjóta fram ag aftur milli segulskauta jarðar, og mynda norðurljós þegar þær rekast á loftagnir í háloftunum, segir í flestum kennslubókum. Nú á tímum er reyndar talið að atburðarásin sé töluvert flóknari. Ísland hentaði vel til þessara rannsókna frönsku vísindamannanna vegna legu sinnar nærri norðurljósabeltinu, og væntanlega einnig vegna eyðisandanna á Suðurlandi og opna hafinu þar fyrir sunnan.
Núna á fimmtudaginn fimmtánda maí ætlar Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að koma í Skeljanes og segja frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum á undanförnum árum og er virkilega áhugavert og aðdáunarvert hversu færir þeir eru. Flestir ef ekki allir í hópnum eru radíóamatörar og eru með búnað til HF fjarskipta á öllum amatörböndum. Ingólfur ætlar að mæta klukkan átta á fimmtudagskvöld og kynningin hefst klukkan 8:15. Ef þið hafið áhuga á sjá og heyra hvernig á að gera hlutina þá er tilvalið að koma og fræðast af Ingólfi.
Nokkrir erlendu radíóamatöranna mættu aftur í Skeljanesið í morgun til að fara í loftið og hafa sambönd við félaga sína erlendis.
En eftir hádegið var hin eiginlega IYL-ráðstefna og þar voru haldin fjögrur erindi.
Sólveig Þorvaldsdóttir ráðgjafi í alþjóða björgunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavara ríkisins ræddi um hamfarir almennt og mikilvægi fjarskipta og upplýsinga við björgun.
Ingólfur Haraldsson radíóamatör, starfsmaður 112 var með tvær kynningar, fyrst sagði hann frá Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og frá verkefnum sem þeir hafa tekið að sér á undanförnum tíu árum frá stofnun hópsins og síðara erindið fjallaði um Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og TETRA.
Að lokum komu tvær ungar konur, Hrefna Sif og Saga, nemendur í vélaverkfræði í HÍ og sögðu frá smíði rafdrifins kappakstursbíls.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-05-11 16:26:382017-07-24 16:30:29IYL-ráðstefnan var í dag í húsi VFÍ
Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir við ÍRA-félaga sem mættu í Skeljanesið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til og dagurinn varð mjög skemmtilegur. Veðrið lék við okkur og fóru sumir í stutta göngutúra út frá Skeljanesinu meðan þeir biðu eftir að komast í stöðina.
Til að auka enn á ánæguna í gær í góða veðrinu tókst einum erlenda amatörnum að snúa SteppIR loftnetinu meira en heilan hring og við það slitnuðu bæði kóaxinn og stýrikaballinn. En þessi uppákoma varð til þess að gera daginn að alvöru amatörsamveru og eins og hendi væri veifað kom TF3CY, kleif mastrið og gerði við. Líkleg skýring á þessu sem ekki á að geta komið fyrir því eins og með RR á Alfa mótorstýringin ekki að geta bilað og hugbúnaðurinn að koma í veg fyrir heilan snúning sem ekki virkaði í gær.
Seinni partinn settust flestir úr hópnum niður í setustofunni og svöruðu tveimur spurningum hver á eftir öðrum, hvers vegna varð ég radíóamatör og hvernig er hægt að fjölga virkum radíóamatörum. Ýmis sjónarmið komu fram og verulega áhugavert var að heyra hve sögurnar af upphafinu voru mismunandi og kannski verður sagt nánar frá því hér á síðunni eftir komandi aðalfund um næstu helgi.
Berlega kom í ljós að aðalsmerki radíóamatöra er hversu fjölbreytt áhugamálið er. Sumir eru CW-menn aðrir SSB og þriðji hópurin fæst við APRS, EME, WSPR og þannig mætti lengi telja.
Ánægulegt var að þó nokkrir íslenskir radíóamatörar, TF3DX, TF3SA, TF3GD, TF3HP, TF3MHN, TF3SG, TF3CY, TF3GL og TF3JA lögðu leið sína í Skeljanesið til að hitta erlendu karlamatörana eiga með þeim skemmtilega stund og njóta veitinganna, kex, kaffi, gos, ítalskar púlsur og brauð með ýmsu áleggi sem boðið var uppá. Þeir sem ekki komu misstu af miklu því þessir kallar höfu margar reynslusögur að segja okkur.
TF3VS og TF3GW voru í sérstökum verkefnum tengdum vinnustofu kvenamatöranna.
neðsta myndin var tekin á föstudeginum þar sem harðar CW konur ætluðu ekki að sleppa lyklinum
TF3TNT að koma fyrir nýju loftneti á TF1RPB í toppi masturs í Bláfjöllum. Nokkrir eldhugar lögðu leið sína í fjöllin í gær til að koma upp loftneti við TF1RPB og fyrstu prófanir virðast benda til vel yfir 10 db aukningar á merkisstyrk í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-05-09 17:05:532017-07-24 17:06:46TF1RPB fær nýtt loftnet og nýjan kóax
Bandaríski flugherinn undirbýr að taka niður öll HAARP loftnetin fyrir lok sumars
High Frequency Active Auroral Research Program, HAARP loftnetin nálægt Gakona, Alaska voru gangsett 2007. HARRP loftnetin eru aðalhluti viðamikils verkefnis í háaflsradíóeðlisfræðilegum rannsóknum. Herinn telur ekki réttlætanlegt að leggja til þess lengur það fjármagn sem verkefnið kostar á hverju ári, nú er kominn tími til að snúa sér að öðrum nútímalegri verkefnum segir talsmaður hersins. HAARP loftnetasamstæðan kostaði 300 milljónir dollara og árlegur rekstrarkostnaður er um fimm milljónir dollara eða 600 milljónir íslenskra króna.
Á tímabili gekk sú saga um heiminn að með þessu mannvirki ætluðu Bandaríkjamenn að stjórna jónosferunni og þannig jafnvel stjórna veðurfari á jörðinni. En einn vísindamannanna sem unnið hafa við verkefnið segir að það væri álíka hugmynd eins og að ætla sér að stjórna Kyrrahafinu með því að henda út í það litlum steini.
Aðalfundur ÍRA 2014
Haraldur Þórðarson, TF3HP var í dag kjörinn formaður ÍRA á aðalfundi sem haldinn var í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12.
Aðrir í stjórn voru kjörnir Óskar Sverrisson, TF3DC, Bjarni Sverrisson, TF3GB, Kristinn Andersen, TF3KX, Guðmundur Sveinsson, TF3SG
Varamenn voru kjörnir Þór Þórisson, TF3GW og Benedikt Guðnason, TF3TNT.
Haraldur Þórðarson, TF3HP
Við þetta tækifæri færir Guðmundur Sveinsson, TF3SG nýkjörinni stjórn heillaóskir
Aðalfundur ÍRA, 17 maí klukkan 13:00 í Faxafeni 12
Ágæti félagsmaður!
Aðalfundur ÍRA 2014
Aðalfundur ÍRA fer fram
Laugardaginn 17. maí 2014
Í sal Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12
Fundurinn hefst klukkan 13:00.
Dagskrá fundar:
F.h. stjórnar ÍRA.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
formaður ÍRA
Skeljanes í gærkvöldi
Ingólfur Haraldsson kynnti Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á velsóttu fimmtudagskvöldi hjá ÍRA, rúmlega tuttugu félagar komu og hlustuðu á frásögn og sáu myndir af Ingólfi og félögum á Haiti og Grænlandi.

Nokkrir félagar sátu lengi áfram í Skeljanesi og ræddu um ýmiskonar HF loftnet sem virðast fallin í gleymsku eins og til dæmis “curtain antenna” sem TF3WO stakk upp á að ÍRA fengi leyfi til að byggja á Vatnsendahæðinni milli gömlu langbylgjumastranna.
Ávinningur loftnetsins gæti verið allt að 20 db á 14 MHz undir lágu útgeislunarhorni. http://hfradio.org/ace-hf/ace-hf-antenna_is_key.html
Lengst, vel fram yfir miðnætti, sátu TF3SG, TF3KB, TF3TB og TF3JA og ræddu um IARU Region 1 fund sem hugsanlega mætti halda á Íslandi á árinu 2017. Evrópa, Afrika, Mið-Austurlönd og Norður-Asía tilheyra IARU svæði 1. Næsti fundur er í Varna í Búlgaríu í september á þessu ári.
Munið Björgunarsveit Hafnarfjarðar í kvöld
Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að kemur í Skeljanes í kvöld og segir frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum á undanförnum árum og er virkilega áhugavert og aðdáunarvert hversu færir þeir eru. Flestir ef ekki allir í hópnum eru radíóamatörar og eru með búnað til HF fjarskipta á amatörböndum. Kynningin hefst klukkan 8:15.
Eldfaugin á mjolnir.ru.is
Kallmerkið verður TF3RU sendir út APRS á 434.550 MHz
Við höfum fjóra tímaramma:
6:45
7:45
8:45
16:45
Allt á UTC.
Video straumar verða á
http://bifrostaurora.org
http://www.siminn.is/mjolnir/
73 de TF2SUT – Samúel
Baltic CW/SSB keppnin um helgina
TF3Y var rétt áðan að setja inná írapóstinn upplýsingar um Baltic-keppnina sem fer fram um næstu helgi. Eitt af aðalsmerkjum radíóamatöra er að vera góður keppnismaður og taka þátt. Aðalatriðið er ekki að vinna heldur vera með, vera hluti af amatörsamfélaginu.
Baltic keppnin á 50 ára afmæli á þessu ári og er haldin næstu helgi á undan WPX CW keppninni. Í tilefni af afmælinu eru vegleg verðlaun í boði og keppt er í mörgum flokkum sem eykur líkindin á að ná til verðlaunasætis.
Lauslega þýddur póstur frá Mindis LY4L:
Kæri félagi,
Veistu af mörgum keppnum fyrir fimmtíu ára og eldri? ein slík er Baltic keppnin, með mikla virkni á 80 metrum. Með nokkurra klukkutíma þátttöku á laugardagskvöld og nótt áttu gott tækifæri til að ná í einhvern af hinum mörgu minjagripum í tilefni af fimmtíu ára afmæli Baltic keppninnar.
Til viðbótar venjulegum verðlaunum hefur Lithuanian Radio Sport Federation gefið sérstök 50 ára Baltic keppnis verðlaun og minjagripi fyrir þáttakendur sem hafa:
– 100 QSO samanlagt við LY, YL og ES stöðvar;
– 50 QSO við LY stöðvar;
– 500 QSO;
– 50 QSO við LY, 50 QSO við YL stöðvar og 50 QSO við ES stöðvar;
– til þeirra sem eru nákvæmlega 50 ára, hvorki meira né minna og ná flestum QSOum;
– sem ná besta síðasta klukkutíma skorinu eða flestum QSOum á síðasta klukkutíma keppninnar.
Vona að sem flestir taki þátt um næstu helgi frá klukkan 21 á laugardagskvöldinu og alla 5 klukkutímana.
CU um næstu helgi, Baltic keppnisnefndin.
Með bestu 73 kveðju!
Mindis LY4L
…………………………………………………………………………………………..
Nánari upplýsingar um keppnina eru á: http://www.lrsf.lt/bcontest/english/rules_html.htm
og hér er vísun á aðdáendanetsíðu keppninnar: http://ua9qcq.com/en/contestinfo.php?lang=&t_id=145&mo=5&Year=2013
… keppnin er tilvalið tækifæri til allskonar loftnetatilrauna og útiveru í góða veðrinu..sumarið er að koma og ekki seinna vænna að hita upp fyrir útileikana, 80 metrarnir eru sérstaklega velnýttir í þessari keppni og gott tækifæri til að ná nýjum löndum og svæðum..
EU6NN Nina
Eldflaugarskot frá Mýrdalssandi
Áætlað er eldflaugaskot á vegum Bifröst Aurora Project og Háskólans Í Reykjavík næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Heimasmíðaðri eldflaug verður skotið upp af gömlum frönskum eldflaugapalli sem byggður var á Mýrdalssandi 1964. Í flauginni verða ýmis mælitæki og fjarrita/fjarmælingasendir ásamt UHF APRS-sendi á 434,550 MHz. Kallmerkið verður TF3RU. Nákvæmari tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur og veðurspáin fer að verða öruggari/stöðugri.
TF3OM skrifar 19. mars 2008 eftirfarandi á bloggið sitt:
Það kemur mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja í 440 km hæð eða um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land.
Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d’Etudes Spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið 1965 settu þeir upp búðir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíðunnar var þarna á staðnum á vegum Almannavarna ríkisins, sem auðvitað var bara yfirskin til að fá leyfi til að komast í návígi við þennan einstæða atburð, og hafði tækifæri til að njóta geimskotanna, enda vantaði ekki áhugann. Myndavélin var auðvitað með í för.
Tilgangur geimskotanna var að rannsaka Van Allen beltið, en þar sem það kemst næst jörðu við heimskautin myndast oft norðurljós. Rafagnir sólvindsins festast í Van Allen beltinu, þjóta fram ag aftur milli segulskauta jarðar, og mynda norðurljós þegar þær rekast á loftagnir í háloftunum, segir í flestum kennslubókum. Nú á tímum er reyndar talið að atburðarásin sé töluvert flóknari. Ísland hentaði vel til þessara rannsókna frönsku vísindamannanna vegna legu sinnar nærri norðurljósabeltinu, og væntanlega einnig vegna eyðisandanna á Suðurlandi og opna hafinu þar fyrir sunnan.
Upphaf umfjöllunar Ágústar H. Bjarnasonar sem lesa má í heild á http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/
Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Núna á fimmtudaginn fimmtánda maí ætlar Ingólfur Haraldsson radíóamatör og starfsmaður Neyðarlínunnar að koma í Skeljanes og segja frá Fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hópurinn hefur verið til í um áratug og er útbúinn til að sinna með stuttum fyrirvara beiðnum um að koma upp fjarskiptum með ýmsu móti hvar sem er á jarðarkringlunni. Hópurinn hefur tekið þátt í nokkrum slíkum atburðum á undanförnum árum og er virkilega áhugavert og aðdáunarvert hversu færir þeir eru. Flestir ef ekki allir í hópnum eru radíóamatörar og eru með búnað til HF fjarskipta á öllum amatörböndum. Ingólfur ætlar að mæta klukkan átta á fimmtudagskvöld og kynningin hefst klukkan 8:15. Ef þið hafið áhuga á sjá og heyra hvernig á að gera hlutina þá er tilvalið að koma og fræðast af Ingólfi.
heimasíða sveitarinnar er: http://www.spori.is/
http://www.wirelesscommunication.nl/
IYL-ráðstefnan var í dag í húsi VFÍ
Nokkrir erlendu radíóamatöranna mættu aftur í Skeljanesið í morgun til að fara í loftið og hafa sambönd við félaga sína erlendis.
En eftir hádegið var hin eiginlega IYL-ráðstefna og þar voru haldin fjögrur erindi.
Sólveig Þorvaldsdóttir ráðgjafi í alþjóða björgunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavara ríkisins ræddi um hamfarir almennt og mikilvægi fjarskipta og upplýsinga við björgun.
Ingólfur Haraldsson radíóamatör, starfsmaður 112 var með tvær kynningar, fyrst sagði hann frá Fjarskiptahóp Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og frá verkefnum sem þeir hafa tekið að sér á undanförnum tíu árum frá stofnun hópsins og síðara erindið fjallaði um Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og TETRA.
Að lokum komu tvær ungar konur, Hrefna Sif og Saga, nemendur í vélaverkfræði í HÍ og sögðu frá smíði rafdrifins kappakstursbíls.
Fjölmenni í ÍRA í gær
Mikil radíóamatörstemming ríkti í Skeljanesi í gær en þar voru mættir um tíu erlendir karlamatörar, fylgisveinar kvenamatöranna sem eru staddir hér á landi til að taka þátt í alheimsráðstefnu kvenradíóamatöra. Kallarnir skiptust á um að fara í loftið og höfðu skipulagt sjálfir þann tíma sem hver þeirra átti við stöðina. Þess á milli skeggræddu þeir við ÍRA-félaga sem mættu í Skeljanesið og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til og dagurinn varð mjög skemmtilegur. Veðrið lék við okkur og fóru sumir í stutta göngutúra út frá Skeljanesinu meðan þeir biðu eftir að komast í stöðina.
Til að auka enn á ánæguna í gær í góða veðrinu tókst einum erlenda amatörnum að snúa SteppIR loftnetinu meira en heilan hring og við það slitnuðu bæði kóaxinn og stýrikaballinn. En þessi uppákoma varð til þess að gera daginn að alvöru amatörsamveru og eins og hendi væri veifað kom TF3CY, kleif mastrið og gerði við. Líkleg skýring á þessu sem ekki á að geta komið fyrir því eins og með RR á Alfa mótorstýringin ekki að geta bilað og hugbúnaðurinn að koma í veg fyrir heilan snúning sem ekki virkaði í gær.
Seinni partinn settust flestir úr hópnum niður í setustofunni og svöruðu tveimur spurningum hver á eftir öðrum, hvers vegna varð ég radíóamatör og hvernig er hægt að fjölga virkum radíóamatörum. Ýmis sjónarmið komu fram og verulega áhugavert var að heyra hve sögurnar af upphafinu voru mismunandi og kannski verður sagt nánar frá því hér á síðunni eftir komandi aðalfund um næstu helgi.
Berlega kom í ljós að aðalsmerki radíóamatöra er hversu fjölbreytt áhugamálið er. Sumir eru CW-menn aðrir SSB og þriðji hópurin fæst við APRS, EME, WSPR og þannig mætti lengi telja.
Ánægulegt var að þó nokkrir íslenskir radíóamatörar, TF3DX, TF3SA, TF3GD, TF3HP, TF3MHN, TF3SG, TF3CY, TF3GL og TF3JA lögðu leið sína í Skeljanesið til að hitta erlendu karlamatörana eiga með þeim skemmtilega stund og njóta veitinganna, kex, kaffi, gos, ítalskar púlsur og brauð með ýmsu áleggi sem boðið var uppá. Þeir sem ekki komu misstu af miklu því þessir kallar höfu margar reynslusögur að segja okkur.
TF3VS og TF3GW voru í sérstökum verkefnum tengdum vinnustofu kvenamatöranna.
neðsta myndin var tekin á föstudeginum þar sem harðar CW konur ætluðu ekki að sleppa lyklinum
http://www.wirelesscommunication.nl/reference/chaptr03/diffrac.htm
TF1RPB fær nýtt loftnet og nýjan kóax
TF3TNT að koma fyrir nýju loftneti á TF1RPB í toppi masturs í Bláfjöllum. Nokkrir eldhugar lögðu leið sína í fjöllin í gær til að koma upp loftneti við TF1RPB og fyrstu prófanir virðast benda til vel yfir 10 db aukningar á merkisstyrk í Reykjavík.
Myndina tók TF3JON 28. maí 2014