Andrés Þórarinsson TF3AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“.

Andrés opnaði kvöldið með fljúgandi góðum inngangi í máli og myndum um jeppa og fjallabíla utan alfaraleiðar og bestan loftnetsbúnað til fjarskipta innanlands á lágu böndunum, 80, 60 og 40 metrum. Síðan fór hann yfir loftnetafræðina og mismunandi gerðir bílneta og hvernig má sem best útbúa þau með tilliti til hámarksárangurs. Loftnet í resónans er málið því nýtni t.d. á 80 metrum væri iðulega mjög lág, eða 2-3%.

Hann skýrði ennfremur að það væri mikilvægt að hafa í huga að skipta á milli banda eftir skilyrðum til að hámarka styrk merkis yfir lengri vegalengdir; sem væri skynsamara en að auka aflið. Þá þyrfti að gera sér grein fyrir, að stundum gætu aðstæður verið slíkar í háloftunum að það væru hreint engin skilyrði til fjarskipta.

Eftir kaffihlé kallaði Andrés til sjálfboðaliða sem voru fengnir til að skipta um tíðnir á bílloftneti í fullri lengd (þ.e. stilkur, spóla og toppur) sem hafði verið komið fyrir í salnum. Andrés leiðbeindi og mátti greinilega sjá á loftnetsgreini hve auðvelt það er í raun að eigintíðnistilla loftnet þessarar gerðar.

Í lokin var klappað vel og lengi og er Andrési þakkað gott og fróðlegt erindi. Alls voru 27 félagar í húsi og 1 gestur þetta frábæra fimmtudagskvöld.


Nokkru áður en Andrés flutti erindi sitt á fimmtudagskvöld, mætti Sigurður Harðarson TF3WS í Skeljanes með fullan jeppa af margskonar radíódóti. Þetta dót verður boðið félagsmönnum frítt n.k. fimmtudag, 8. nóvember.

Andrés Þórarinsson TF3AM kynnir ferðaloftnet á stuttbylgjuböndm í Skeljanesi 1. nóvember. Ljósmynd: TF3JB.

Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Georg Magnússon TF2LL, Smári Hreinsson TF8SM, Þórður Adolfsson TF3DT, Einar Kjartansson TF3EK, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF8AWS, Stefán Arndal TF3SA, Höskuldur Elíasson TF3RF og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: TF3JB.

Bak í myndavél: Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Ársæll Óskarsson TF3AO. Í hinum enda: Höskuldur Elíasson TF3RF, Jón Björnsson TF3PW, Óskar Sverrisson TF3DC og Andrés Þórarinsson TF3AM. Ljósmynd: TF3JB.

Ársæll Óskarsson TF3AO, Höskuldur Elíasson TF3RF, Þórður Adolfsson TF3DT, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Elín Sigurðardóttir TF2LQ, Andrés Þórarinsson TF3AM og Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Ljósmynd: TF3DC.

Andrés Þórarinsson TF3AM, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Jón Björnsson TF3PW, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Þórður Adolfsson TF3DT og Höskuldur Elíasson TF3RF. Ljósmynd: TF3JB.

Radíódótið að mestu komið inn úr bílnum. Á mynd: Andrés Þórarinsson TF3AM, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Sigurður Harðarson TF3WS. Ljósmynd: TF3JB.

Næsti liður á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi eru sófaumræður á sunnudegi.

Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 4. nóvember og er yfirskriftin: “Reglugerðarumhverfi radíóamatöra á Íslandi í 70 ár og WRC-19”.

Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffiveitingar.

Um sunnudagsopnanir.
Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á þann veg að um sé að ræða fyrirkomulag menntandi umræðu á messutíma sem er hugsuð afslöppuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í leðursófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni leiðir umfjöllun og svarar spurningum.

Jónas Bjarnason TF3JB og Olli Rissanen OHØXX í Skeljanesi 8. september s.l. Ljósmynd: Yngvi Harðarson TF3Y.

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið i fimmtudaginn 1. nóvember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF3AM í Skeljanes og nefnist erindi hans „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.


Andrés Þórarinsson TF3AM. Myndin var tekin af Andrési þegar hann flutti erindi á vetrardagskrá ÍRA um tilraunir af uppsetningu á krosstvípólum við sumarhús sitt í Grímsnesi, sbr. mynd frá myndvarpa í bakgrunni. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A.

Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var hve mikill gæðamunur getur verið á milli einstakra stöðva hvað varðar „hreinleika“ sendis (yfir- og undirsveiflur).

Samkvæmt því sem m.a. kom fram virðast kínverskir framleiðendur ekki vanda sig nægjanlega vel við smíðarnar. TF3LM mun gera grein fyrir niðurstöðunum í næsta tölublaði CQ TF.

Ágæt mæting var í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld og góðar kaffiveitingar. Bestu þakkir til Jóns fyrir vandað og áhugavert erindi.

Heimir Konráðsson TF1EIN, Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón G. Guðmundsson TF3LM.


Jón G. Guðmundsson TF3LM útskýrir niðurstöðurnar. Aðrir á mynd: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS.

Ljósmyndir: TF3JB.


CQ World Wide SSB keppnin 2018 verður haldin 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag.

CQ WW fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur).

Þátttaka var góð frá okkur í fyrra (2017); þá sendu 11 TF kallmerki inn keppnisdagbækur: TF2LL, TF2MSN, TF3AO, TF3CW, TF3DC, TF3DT, TF3JB, TF3SG, TF3T, TF3W og TF8KY, auk TF1VS sem sendi inn viðmiðunardagbók.

70 ár eru liðin frá fyrstu keppninni sem haldin var árið 1948. Þá voru 2 íslenskir leyfishafar á meðal þátttakenda í talhlutanum, þeir Einar Pálsson, TF3EA og Sigurður Finnbogason, TF3SF.

Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm

Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/

Jón G. Guðmundsson, TF3LM, heimsækir okkur í Skeljanes fimmtudaginn 25. október.

Hann segir m.a. frá niðurstöðum mælinga á yfirsveiflum VHF/UHF stöðva sem gerðar voru nokkra laugardaga í sumar í félagsaðstöðunni.

Félagsmenn fjölmennið, dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:30. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Jón G. Guðmundsson TF3LM við vinnu utanhúss í Skeljanesi þann 29. september s.l. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Merja „Memma“ Koivaara, OH1EG, heimsótti ÍRA 20. október ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT. Memma er formaður Suomen Radioamatooriliitto, SRAL, systurfélags ÍRA í Finnlandi.

Þær mæðgur komu einmitt í Skeljanes síðdegis laugardaginn 20. október, þegar JOTA viðburðurinn stóð sem hæst og voru yfir sig hrifnar af því hve mikið var um að vera.

TF3JB og OH1EG áttu góðan fund, ræddu sameiginleg málefni og hagsmuni félaganna, m.a. WRC-19. Memma þakkaði móttökurnar og bað fyrir kveðjur til félagsmanna.

Skeljanesi 20. október. Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD og Merja “Memma” Koivaara, OH1EG, formaður SRAL. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Líf og fjör var í Skeljanesi laugardaginn 20. október þegar skátar fjölmenntu á staðinn. Tilefnið var JOTA „Jamboree-On-The-Air“. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra.

Skilyrði til fjarskipta voru ágæt enda voru höfð sambönd um allan heim, þ.á.m. við Ástralíu.

Samhliða því að virkja kallmerkið TF3JAM, var boðið upp á smíðar úr einföldum íhlutum, auk þess sem eldri skátar höfðu sambönd um JOTI „Jamboree-Over-The-Internet“.

Verkefnið var undir stjórn radíóskátanna Völu Drafnar Hauksdóttur TF3VD, Elínar Sigurðardóttur TF2EQ og Árna Freys Rúnarssonar TF8RN.

Samanlagður fjöldi þátttakenda og félagsmanna á staðnum var yfir 40 talsins. Viðburðurinn fór fram frá kl. 9 árdegis til kl. 19 síðdegis.

Vinsælt var hjá yngri hópnum að lóða saman einföld og hagnýt verkefni undir leiðsögn.

Mathías Hagvaag TF3MH settist við borðið með kaffibollann og var fljótlega farinn að gefa góð ráð og leiðbeina.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN virkjuðu kallmerkið TF3JAM í fjarskiptaherbergi félagsins.

Þegar fréttist af samböndum vð Hawai og Ástralíu, vildu allir fara í loftið og tala við aðra skáta hinum megin á hnettinum

Stund á milli stríða. Arnlaugur Guðmundsson, Vala Dröfn TF3VD og Árni Freyr TF8RN fá sér hressingu. Á myndinni má sjá örbylgjuofninn sem var notaður við tilraunir og voru m.a. “soðin” egg í bland við álpappír. Þetta var mjög vinsælt atriði hjá krökkunum.

Eldri hópurinn kom sér fyrir í sófasettinu og hafði m.a. JOTI sambönd.

Óskar Sverrisson TF3DC varaformaður ÍRA afhenti Völu Dröfn TF3VD eintak af 3. tbl. CQ TF 2018, en mynd af henni og Önnu TF3VB prýddi forsíðuna.

Anna Henriksdóttir, TF3VB, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. október og sagði ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur, TF3VD, með YL-leiðangri til eyjunnar Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst.

Þær stöllur voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu kallmerkið TM65YL (IOTA EU-064). Hópurinn hafði alls yfir 5000 QSO þrátt fyrir óhagstæð skilyrði á böndunum.

Anna sagði frá ferðinni í máli og myndum. Henni tókst afburða vel upp og fengu viðstaddir góða innsýn í heim kvenamatöra, franska menningu og amatör radíó í Frakklandi.

Var lengi klappað í lok erindisins eftir greið svör við spurningum félagsmanna. Vala Dröfn, TF3VD átti ekki heimagengt að þessu sinni. Mæting var góð og hvert sæti setið. Alls voru 29 félagar í húsi og 1 erlendur gestur þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Anna Henriksdóttir TF3VB sagði okkur ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur TF3VD til Frakklands í ágúst s.l. Á myndinni má sjá Bjarna Sverrisson TF3GB, Ölvir Sveinsson TF3WZ, Höskuld Eíasson TF3RF, Stefán Arndal TF3SA og Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.


Anna Henriksdóttir TF3VB og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB ritstjóri CQ TF ræða málin. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

Skátar koma í Skeljanes laugardaginn 20. október. Húsið verður opið frá kl. 10 árdegis.

Það er JOTA „Jamboree-On-The-Air“ viðburðurinn sem verður haldinn í 61. sinn þessa helgi.

JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Búist er við þátttöku um einnar milljónar skáta og 25 þúsund radíóamatöra í a.m.k. 150 þjóðlöndum.

Þær Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD annast verkefnið.