Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Björn Mohr, SMØMDG

 

 

 

 

 

 

 

 

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í CQ World-Wide SSB keppninni um þessa helgi, 27.-28. október. Alls munu fjórir leyfishafar koma að rekstrinum, einn Íslendingur og þrír Svíar. Stöðin mun taka þátt á öllum böndum í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, fullt afl, einn sendir. Þátttakendur eru: Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, liðsstjóri; Björn Mohr, SMØMDG (einnig 7SØX og SEØX,); Patrik Pihl, SMØMLZ (einnig SGØX); og Ulf H. Tjerneld, SMØNOR (einnig SFØX).

Allir hafa reynslu af þátttöku í alþjóðlegum keppnum, auk þess sem þeir Jón og Björn voru báðir þátttakendur í DX-leiðangrinum til JX5O í fyrra. Björn hefur þar að auki farið í DX-leiðangra til JW (2009) og DU (2011). Svíarnir eru allir Stokkhólmsbúar og eru væntanlegir til landsins síðar í dag (fimmtudag).

Stjórn Í.R.A. óskar hópnum góðs gengis og hvetur aðra leyfishafa til þátttöku í keppninni.

 

Patrik Pihl SMØMLZ (SGØX)

Ulf H. Tjerneld SMØNOR (SFØX).

CQ World-Wide SSB keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide fer fram á öllum böndum, þ.e. 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Í keppninni eru skilaboðin: RS + CQ svæði (e. zone), t.d. 59-40.

Þátttaka var mjög góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 11 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 3. sæti yfir heiminn; bronsverðlaunin. Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á tali og eru þátttakendur tugir þúsunda um allan heim. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í keppninni.

Sjá keppnisreglur hér: http://www.cqww.com/rules.htm

Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

Guðmundur Löve, TF3GL.

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er komið að úrslitum og afhendingu verðlauna og viðurkenninga í VHF leikunum 2012 og TF útileikunum 2012. Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.

Guðmundur Löve TF3GL umsjónarmaður VHF leikanna mun kunngjöra úrslit í 1. VHF leikunum og veita verðlaun. Síðan mun Bjarni Sverrisson TF3GB umsjónarmaður TF útileikanna kunngjöra útslit í 32. útileikunum og veita verðlaun.

Félagar, mætum stundvíslega!

Stjórn Í.R.A.

CQ World-Wide RTTY keppnin 2012 fer fram um helgina og hefst laugardaginn 29. september. Keppnin er 48 klst. keppni, hefst á miðnætti á laugardag og lýkur tveimur sólarhringum síðar. Þetta er ein af helstu alþjóðlegum RTTY keppnum í heiminum og gera spár ráð fyrir að allt að 20 þúsund radíóamatörar muni taka þátt; en sá fjöldi skilar reyndar ekki allur keppnisdagbókum.

Reglur eru um flest líkar þeim sem gilda í CW og SSB keppnum CQ tímaritsins, en eru þó í nokkrum meginatriðum ólíkar. Sem dæmi, fer RTTY keppnin ekki fram á 160 metrum. Einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar reglur keppninnar eru á þessari vefslóð: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm

Þess má geta til viðbótar, að CQ gerir þær kröfur í öllum keppnum á þeirra vegum frá og með október í ár, að skila beri gögnum til keppnisnefndar innan 5 sólarhringa eftir að keppni lýkur. Samkvæmt því er síðasti skila dagur í CQ WW RTTY keppninni 2012 þann 5. október n.k.

Stefán Arndal TF3SA náði góðum árangri í keppninni frá félagsstöðinni TF3W. Ljósm.: TF3JA.

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) eru komnar fyrir fjórar TF stöðvar sem tóku þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) keppninnar 15.-16. september. Stöðvarnar eru: TF2CW, TF3DC, TF3GB og TF3W.

Þrátt fyrir frekar leiðinleg skilyrði á köflum sögðu allir þátttakendur að keppnin hafi verið mjög skemmtileg. Sem dæmi um skilyrðin, má nefna að engin stöðvanna hafði sambönd á 10 metra bandinu. Þá upplifðu menn heldur ekki þyrpingu (e. pile-up) vestan hafs frá að þessu sinni og TF3GB hafði t.d. einvörðungu sambönd á 40, 20 og 15 metrum.

Miðað við stöðuna í dag (18. september) eru þeir TF2CW og TF3W í 5. og 14. sæti í sínum keppnisflokki, og TF3GB í 16. sæti og TF3DC í 5. sæti í sínum keppnisflokkum – yfir Norðurlöndin. Hafa þarf í huga, að þessi staða er breytingum háð þar til lokafrestur til að skila dagbókum er úti þann 30. september n.k.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Upplýsingar

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF2CW

919.116

2.051

4.624

198

TF3CW virkjaði stöð TF2LL
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl

TF3W

673.036

1.633

3.913

172

TF3SA virkjaði félagsstöð Í.R.A.
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF3GB

135.280

628

1.424

95

Einmenningsflokkur, 15 metrar, lágafl

TF3DC

25.650

300

675

38

Þátttökustöðvar hafa tvær vikur til að skila inn fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar Scandinavian Activity Contest og er hægt að fylgjast með niðurstöðum eftir því sem þær berast á vefslóðinni: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW&region=73&claimed=1

Þess má geta, að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun virkja félagsstöð Í.R.A., TF3W, í SSB-hluta Scandinavian Activity keppninnar sem haldinn verður eftir þrjár vikur, eða helgina 13.-14. október n.k.

Morshluti Scandinavian Activity Contest, SAC keppninnar 2012 fer fram um þarnæstu helgi, þ.e. 15.-16. september. Keppnin hefst kl. 12:00 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma sólarhring síðar.

Sex keppnisflokkar eru í boði fyrir stöðvar á Norðurlöndunum, og má velja um að keppa á öllum böndum, lágafli, háafli, QRP eða á einu bandi. Sérstakur keppnisflokkur er í boði fyrir radíóamatöra sem hafa verið leyfishafar innan við þrjú ár.

Sjá keppnisreglur: http://sactest.net/blog/rules/

Úrslit í morshluta SAC keppninnar 2011: http://sactest.net/blog/result/region_results.php?&mode=CW&region=73

Islands On The Air eða IOTA keppnin 2012 verður haldin um þarnæstu helgi, þ.e. 28.-29. júlí n.k. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma á sunnudag. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við leyfishafa á eyjum sem hafa IOTA-númer gefa margfaldara.

Þátttakendur hér á landi gefa upp QSO númer sem hefst á 001 + IOTA númer; t.d. EU-71 ef leyfishafi er staddur í Vestmanna eyjum, EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við Ísland og EU-021 ef menn eru staddir á fastalandinu (þ.m.t. í Reykjavík).

Keppnin fer fram 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í einmenningsriðli, er val um að keppa á morsi, tali eða blöndu hvoru tveggja (e. mixed mode). Þá geta menn valið um keppnisriðil eftir aflflokkum, þ.e. 5W, 100W eða 1000W. Loks má velja um að keppa með eða án aðstoðar (t.d. án auka viðtækis o.s.frv.). Skila þarf keppnisdagbókum fyir 19. ágúst n.k. til RSGB.

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð: http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2012/riota.shtml

Sjá upplýsingar um stöðvar sem tilkynnt hafa um þátttöku (ekki skylda): http://www.ng3k.com/misc/iota2012.html

Í maíhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2011. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur í fjórum keppnisflokkum.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 689,274 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,083 QSO, 164 DXCC einingar (e. entities); 55 svæði (e. zones) og 74 fylki/ríki í Bandaríkjunum og Kanada.

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, var einnig með mjög góðan árangur eða 676,506 stig.Hann keppti einnig á öllum böndum, en með 100W í hámarks útgangsafl. Jón Gunnar var í raun með fleiri QSO heldur en Ársæll, en færri margfaldara.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

DXCC

Svæði

US/VE

Skýringar

Öll bönd TF3HP*

19,565

116

57

19

15

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF8TTY

2,772

41

31

10

3

Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO*

689,274

1083

164

55

74

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3IG

41,402

190

77

31

19

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3PPN*

676,506

1187

145

47

82

Mest 100W útgangsafl, aðstoð

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.


Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

CQ World-Wide WPX keppnin á SSB fer fram helgina 24.-25. mars næstkomandi.Keppnin hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23.59. Keppt er á öllum böndum, þ.e. 1.8 til 28 MHz. Í einmenningskeppninni (e. single operator) eru alls 7 keppnisriðlar í boði.

Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er unnt (TF1, TF2 o.s.frv.). Í WPX keppnunum er gerður greinarmunur á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig og QSO á 7, 3.5 og 1.8 MHz gefa 6 stig.

Þótt um sé að ræða tveggja sólarhringa keppni er vakin athygli á að keppendur í einmenningsflokkum þurfa að taka sér 12 klst. hvíld að lágmarki (sjá nánar í reglum). Í þessari keppni er notað raðnúmer sambanda á eftir kóða fyrir læsileika og styrk, t.d. 59-001. Þegar náð er 1000 samböndum er haldið áfram, þ.e. 1001 o.s.frv. (en ekki byrjað á ný á 001).

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

Heimasíða keppninnar, vefslóð: http://www.cqwpx.com/

Reglur keppninnar, vefslóð: http://www.cqwpx.com/rules_2012.pdf

Stöðvar sem kynnt hafa um þátttöku, vefslóð: http://www.ng3k.com/misc/wpxs2012.html

Undirbúningur fyrir þátttöku TF3W í RDXC keppninni 2011 í félagsaðstöðu Í.R.A. Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Benedikt Sveinsson TF3CY, Stefán Arndal TF3SA og Sigurður R. Jakobsson TF3CW. Ljósm.: Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.

19. alþjóðlega RDXC keppnin verður haldin á vegum SSR helgina 17.-18. mars n.k. Í boði eru 10 keppnisriðlar á öllum böndum, 160m-10m. Keppnin er „sólarhringskeppni” sem hefst á hádegi laugardaginn 17. mars. Heimilt er að keppa á morsi, tali eða báðum tegundum útgeislunar (e. mixed). Skipst er á RS(T) og raðnúmeri sem hefst á 001, en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er til 1. apríl n.k. Nánari upplýsingar um keppnina má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

TF3W var QRV í keppninni 2011 frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Þátttaka var bæði á morsi og tali. Heildarárangur var tæpar 2,3 milljónir stiga eða 1783 QSO sem tryggði 35. sæti yfir heiminn í „MOST” flokki stöðva utan Rússlands. Þátttakendur voru: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Óskar Sverrisson, TF3DC; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Stefán Arndal, TF3SA; Sveinn Guðmundsson, TF3T; og Yngvi Harðarson, TF3Y.