,

RDXC, Russian DX keppnin 2012

Undirbúningur fyrir þátttöku TF3W í RDXC keppninni 2011 í félagsaðstöðu Í.R.A. Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Benedikt Sveinsson TF3CY, Stefán Arndal TF3SA og Sigurður R. Jakobsson TF3CW. Ljósm.: Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.

19. alþjóðlega RDXC keppnin verður haldin á vegum SSR helgina 17.-18. mars n.k. Í boði eru 10 keppnisriðlar á öllum böndum, 160m-10m. Keppnin er „sólarhringskeppni” sem hefst á hádegi laugardaginn 17. mars. Heimilt er að keppa á morsi, tali eða báðum tegundum útgeislunar (e. mixed). Skipst er á RS(T) og raðnúmeri sem hefst á 001, en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er til 1. apríl n.k. Nánari upplýsingar um keppnina má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

TF3W var QRV í keppninni 2011 frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Þátttaka var bæði á morsi og tali. Heildarárangur var tæpar 2,3 milljónir stiga eða 1783 QSO sem tryggði 35. sæti yfir heiminn í „MOST” flokki stöðva utan Rússlands. Þátttakendur voru: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Óskar Sverrisson, TF3DC; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Stefán Arndal, TF3SA; Sveinn Guðmundsson, TF3T; og Yngvi Harðarson, TF3Y.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 1 =