,

Skráningu lýkur á föstudag

Myndin sýnir hluta nemenda er sátu próf til amatörleyfis fyrir tveimur árum í Fjölbrautaskólanum í Hafnarfirði.

Skráningu í próf til amatörleyfis lýkur föstudaginn 16. mars næstkomandi. Áhugasamir geta skráð nafn sitt á “ira hjá ira.is”. Fyrirspurnum má jafnframt beina á sama töluvpóstfang. Hugmyndin er, að bjóða upp á próf í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi laugardaginn 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist.

Fáist næg þátttaka, mun félagið bjóða upp á sérstakt kynningarkvöld námsefnis. Komi fram áhugi á þeim fundi, kemur til greina að boðið verði upp á dæmatíma og yfirferð eldri prófa, nemendum til undirbúnings.

Áformað er að bjóða upp á næsta reglulegt námskeið til amatörprófs á hausti komanda og er miðað við að kennsla hefjist í þriðju viku septembermánaðar.


A.m.k. í einu tilviki, virðist sem staðfestingarpóstur um skráningu hafi ekki borist frá félaginu. Félagið mun því senda út í dag, sunnudaginn 11. mars, tölvupóst til allra sem þegar eru skráðir. Hafi menn ekki fengið slíkan tölvupóst kl. 18:00 í dag, eru þeir vinsamlegast beðnir að senda nýja skráningu á ira hjá ira.is

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − nine =