Entries by TF3JB

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: 1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31). 2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW). […]

,

Vel heppnaðar sunnudagsumræður hjá TF3SB

2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, mætti í sófaumræður og var yfirskriftin: Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum. Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa […]

,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA á laugardegi

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í fjarskiptum um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni, TF3IRA, í Skeljanesi, laugardaginn 17. nóvember. Sambönd náðust í gegnum AMSAT Oscar 7, Fuji Oscar 29 (Jas 2), VUsat Oscar 50 og Saudi Oscar 52. Af þessum fjórum gervihnöttum er sent á þá alla á 70 cm og hlustað á 2 […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3Y

Fimmtudagserindið þann 15. nóvember var í höndum Yngva Harðarsonar, TF3Y, og nefndist: Logbook of the World (LoTW); hvar og hvernig. Yngvi kynnti rækilega hvernig leyfishafar bera sig að við að öðlast skráningu í gagnagrunninn sem getur verið vandasamt, nema að reglum ARRL sé fylgt. Hann sýndi einnig að auðvelt er að hafa fleiri en eina skráningu í grunninum, t.d. fyrir TF3YHN, […]

,

TF3SB verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins

2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 18. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB,mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Lampatækin lifa enn. Hann tekur með sér eintak af Heathkit HW-101 sem var einhver vinsælasta HF amatörstöðin upp úr 1970 um allan heim (þ.m.t. á Íslandi). HW-101’inn verður tengdur við loftnet og gefst mönnum […]

,

Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA á laugardag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram. Þetta er endurtekning á vel heppnuðum viðburði, sem fram fór frá félagsstöðinni þann 20. október s.l. Að þessu sinni verða höfð sambönd bæði á morsi […]

,

TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð

Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri TF3IRA, tengdi nýja Yaesu FT-7900E FM VHF/UHF stöð félagsins fimmtudagskvöldið 8. nóvember s.l., en J-póll loftnet stöðvarinnar var sett upp á ný (eftir viðgerð) nokkru áður. Stöðin er látin skanna tíðnir íslensku endurvarpana á VHF, þ.e. TF1RPB, TF1RPE, TF3RPA, TF3RPC, TF5RPD og TF8RPH, auk þess að skanna kalltíðnirnar 144.500 MHz og 433.500 MHz. Sendiafl […]

,

Glæsilegur árangur TF3CW er á heimsmælikvarða

Alls tóku 7 íslenskar stöðvar þátt í SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, 2. sæti yfir heiminn (silfurverðlaunum) og 1. sæti (gullverðlaunum) yfir Evrópu. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Hann hafði að […]

,

Yngvi, TF3Y, verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, með erindi sitt: „Logbook of the World” (LoTW); hvar og hvernig? Yngvi mun m.a. kynna hvernig leyfishafar bera sig að við að skrá kallmerki sitt inn í gagnagrunninn. Hann mun einnig sýna hvernig farið er að því að senda dagbókargögn til ARRL […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 9. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd heimild til aðgangs að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra á árinu 2013 (sbr. meðfylgjandi töflu). Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur heimild til notkunar nokkurra tíðna á þessu tíðnisviði. G-leyfishöfum er heimilt […]