,

VILHJÁLMUR TF3VS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS verður með erindið „Möguleikar radíóamatöra til smíða á eigin búnaði“ í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 22. nóvember kl. 20:30.

Vilhjálmur ræðir þá fjölbreyttu möguleika sem radíóamatörum bjóðast í dag í heimasmíðum, án þess (eins og hann segir sjálfur) að þurfa að hafa heilt radíóverkstæði í bílskúrnum.

Hann nefnir þá miklu breidd sem býðst í þeim efnum eða í raun allt frá því að smíða nútíma sendistöð yfir í einföld hljóðkortatengi.

Vilhjálmur kemur með tillögur og tekur með sér sýnishorn af eigin smíðum.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS verður með erindi í Skeljanesi þann 22. nóvember um möguleika radíóamatöra til smíða á eigin búnaði. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + fourteen =