,

ÁNÆGJA MEÐ HRAÐNÁMSKEIÐ í Skeljanesi

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á nýju hraðnámskeiði: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember.

Námskeiðið er hugsað til að hjálpa leyfishöfum sem eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf til að byrja í loftinu. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt allra spurninga og prófað sig áfram með reyndum leiðbeinanda og öðlast öryggi til að fara í loftið.

Að þessu sinni voru þátttakendur þrír. Óskar sagði að það væri þægilegur fjöldi til að menn fái sem mest út úr námskeiðinu – en reiknað er með fjórum að hámarki. Þegar tíðindamann bar að garði um hádegisbilið var verkefnið í fullum gangi, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.

Fyrirkomulag var þannig, að fyrst fengu menn sér kaffi í fundarsal á meðan leiðbeinandi fór yfir grundvallaratriði, s.s. reglugerðina og viðauka hennar, uppsetningu stöðvar og loftnets, tæknileg öryggisatriði, mikilvægi þess að hlusta, skráningu í fjarskiptadagbók o.m.fl.

U.þ.b. hálftíma síðar var síðan farið upp í fjarskiptaherbergi á 2. hæð, stillt á böndin og farið yfir helstu stillingar stöðvarinnar á morsi, tali og FT8 (stafrænni tegund útgeislunar). Rækilega var farið yfir virkan sendisins og tekin sambönd á FT8 – sem gekk mjög vel.

Þegar tíðindamaður yfirgaf staðinn var mikið fjör í fjarskiptaherbergi TF3IRA og menn á einu máli um nytsemi námskeiðsins. Þeir munu síðan mæta aftur á sama stað að viku liðinni og treysta sig enn frekar í fjarskiptum á böndunum.

Nemendur Óskars voru að þessu sinni þeir Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Mathías Hagvaag TF3MH.

Skeljanesi 17. nóvember. Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Mathías Hagvaag TF3MH, Óskar Sverrisson TF3DC og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

Mikill áhugi! Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Óskar Sverrisson TF3DC, Mathías Hagvaag TF3MH og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 5 =