Entries by TF3JB

,

TF3W verður QRV í CQ WW 160m keppninni

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í morshluta CQ World Wide 160 metra keppninnar sem haldin verður um næstu helgi, 25.-27. janúar. Fyrir liggur þegar þetta er skrifað, að þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG munu virkja stöðina. Að sögn Guðmundar, er ekki ólíklegt að fleiri leyfishafar komi til liðs við þá félaga í keppninni. Notað verður 20 metra hátt færanlegt stangarloftnet TF3SG á […]

,

Sérstakur fimmtudagsfundur 24. janúar n.k.

              Í.R.A. boðar til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 20:30. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Setning fundar. Andrés Þórarinsson TF3AM, varaformaður Í.R.A. 2. Afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012. Guðmundur Löve TF3GL, umsjónarmaður leikanna. 3. VHF og UHF málefni. Inngangserindi (10-15 mín. hvert): Jón Þ. Jónsson […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 16. janúar 2013 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til að nota nýtt tíðnisviðið 472-479 kHz á 630 metra bandi. Heimildin miðast við 5 wött e.i.r.p. og má bandbreidd merkis vera allt að 1 kHz. Heimildin gildir fyrir G-leyfishafa og er á víkjandi grunni (forgangsflokkur 2 í […]

,

WAZ fyrir TF3IRA á leið í innrömmun

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal félagsins (af þremur) barst til félagsins þann 13. desember s.l. Ekki reyndist unnt að koma því í innrömmun þá vegna annríkis á innrömmunarverkstæði félagsins fyrir jólin. Nú hefur verkefnastaðan lagast og er þess að vænta að sækja megi skjalið fljótlega, finna því stað í fjarskiptaherbergi félagsins og negla á vegg, í samráði […]

,

Spjall.ira.is

Eins og kynnt hefur verið á póstlista félagsins, setti TF3CY í gang nýtt spjallsvæði hér á heimasíðunni þann 19. desember s.l. Slóðin er: http//spjall.ira.is Tenging hefur verið gerð virk frá heimasíðunni (dálkur lengst til hægri). Svæðið skiptist annarsvegar í almennt spjall og hinsvegar í sérhæft spjall, samkvæmt eftirfarandi töflu: Almennt spjall Umræður Spjallið Hér má ræða um allt á milli himins […]

,

TF3ZA fer í ferðalag um Afríkulönd

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur lagt upp í sex mánaða bifreiðaferðalag um Afríkulönd. Um er að ræða 16 manna ferðahóp sem ferðast saman og notar uppgerðan 4X4 hertrukk af gerðinni Bedford MK. Hópurinn lét úr höfn með ferjunni Norröna frá Seyðisfirði í gær, miðviku- daginn 9. janúar og er takmarkið að enda ferðina í Cape […]

,

TF Í.R.A. QSL Bureau hreinsar út

Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau (kortastofu) hefur farið fram. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, QSL stjóri útsendra korta segir, að alls hafi farið sendingar á 130 kortastofur hjá landsfélögum radíóamatöra um allan heim í gær, mánudaginn 7. janúar. Að sögn Mathíasar, bíða þó tveir 2 kg. kassar til Þýskalands og Ítalíu sendingar (eftir nokkru viðbótarmagni korta). Þá hafi árið […]

,

ARRL RTTY Roundup frá TF3W gekk vel

Ársæll Óskarsson, TF3AO; Svanur Hjálmarsson, TF3FIN og Haraldur Þórðarson, TF3HP, virkjuðu félags- stöðina TF3W í ARRL Roundup RTTY keppninni helgina 5.- 6. janúar í Skeljanesi. Þeir félagar tóku þátt í fleirmenningsflokki/einn sendir/öll bönd/hámarksafl. Alls náðust 748 QSO og 106 margfaldarar í keppninni, sem gaf 79.288 heildarstig. ARRL RTTY Roundup er alþjóðleg 30 klukkustunda keppni, þar sem þátttaka er heimil […]

,

TF3W verður QRV í ARRL Roundup keppninni

Ársæll Óskarsson, TF3AO og Svanur Hjálmarsson, TF3FIN, munu virkja félagsstöðina TF3W í Skeljanesi í ARRL Roundup RTTY keppninni helgina 5.- 6. janúar n.k. “Roundup” er 30 klst. keppni þar sem þátttakendur mega mest vera QRV í 24 klukkustundir á keppnistímanum. Hún hefst kl. 18:00 á laugardag og lýkur kl. 24:00 á sunnudag. Að sögn Sæla, ráðgera þeir félagar að verða einkum […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin 2012, niðurstöður

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide WPX SSBkeppninni sem fór fram helgina 24.-25. mars 2012. Alls sendu sex TF-stöðvar inn gögn til keppnisnefndar, í fimm keppnisflokkum. Engin met voru slegin að þessu sinni enda skilyrði til fjarskipta afar erfið (einkum fyrri dag keppninnar) sem glögglega kemur fram í meðfylgjandi töflu. Sigurður […]