Entries by TF3JB

,

NÝ ÍSLENSK KALLMERKI

Þátttakendur sem stóðust próf Póst- og fjarskiptastofnunar þann 14. desember s.l., eru allir komnir með kallmerki. Listinn er í stafrófsröð: Árni Helgason, TF4AH, Patreksfirði. Björgvin Víglundsson, TF3BOI, Reykjavík. Eiður K. Magnússon, TF1EM, Reykjavík. Gunnar B. Pálsson, TF2BE, Reykjavík. Pétur Ólafur Einarsson, TF3POE, Reykjavík. Sigurður Kolbeinsson, TF8TN, Reykjavík. Sveinn Aðalsteinsson, TF1SA, Reykjavík. Þorsteinn Björnsson, TF4TB, Kópavogi. […]

,

SKELJANES 9. JANÚAR, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 9. janúar. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag, flokkar innkomnar QSL sendingar og gerir klár fyrir opnun á fimmtudagskvöld. Þá ætlar Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS, að koma með Zastone Z218 25W 2M/70CM bílstöðina sína og hafa til sýnis […]

,

NÝTT CQ TF 26. JANÚAR

Gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir góð samskipti á liðnum árum. Nú styttist í janúarhefti CQ TF. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 12. janúar n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – TF3SB, ritstjóri […]

,

ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2019 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 19. desember og var það síðasta opnunarkvöld okkar í Skeljanesi á þessu ári. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 9. janúar 2020. Í boði var rjómaterta frá Reyni bakara í Kópavogi, stundum kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Brauðterta með rækjusalati frá veisluþjónustu Jóa Fel, hátíðakleinur frá Kökugerð HP á […]

,

TF3YOTA QRV Á Es’hail/Oscar 100

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, setti TF3YOTA í loftið frá fjarskiptaherbegi TF3IRA í Skeljanesi 19. desember. Fyrst á 14 MHz og þegar skilyrði hurfu á því bandi skipti hún yfir á gervihnattastöð félagsins til fjarskipta um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, aðstoðaði Elínu og birti m.a. skemmtilegt myndskeið af fjarskiptunum á Facebook. […]

,

KORTASTOFA HREINSAR ÚT UM ÁRAMÓT

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2020. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2019/20 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2020. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]

,

NÖFN ÞEIRRA SEM NÁÐU PRÓFI

Alls náðu átta einstaklingar prófi til amatörleyfis sem haldið var á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar, laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík. Þeir eru: Árni Helgason, Patreksfirði. Björgvin Víglundsson, Reykjavík. Eiður K. Magnússon, Reykjavík. Gunnar B. Pálsson, Reykjavík. Pétur Ólafur Einarsson, Reykjavík. Sigurður Kolbeinsson, Reykjavík. Sveinn Aðalsteinsson, Reykjavík. Þorsteinn Björnsson, Kópavogi. Stjórn ÍRA óskar þeim […]

,

Góðar umræður á sunnudegi

Fjórða og síðasta sunnudagsopnun á vetrardagskrá félagsins var í boði sunnudaginn 15. desember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um helstu niðurstöður radíótíðniráðstefnu Alþjóða fjarskipta-sambandsins ITU, WRC-19, sem lauk þann 22. nóvember s.l. Farið var sérstaklega yfir samþykkt ráðstefnunnar um 50 MHz bandið. Hún er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 […]