,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 5. JÚNÍ

Námskeið ÍRA til amatörprófs hófst 22. mars s.l. Vegna samkomutakmarkana þurfti fljótlega að fresta kennslu. Hins vegar [að öllu óbreyttu] hefst kennsla aftur mánudaginn 10. maí n.k. samkvæmt uppfærðri dagskrá.

Að beiðni ÍRA, hefur Póst- og fjarskiptastofnun fallist á að fresta prófdegi til laugardagsins 5. júní n.k.

Líkt og verið hefur frá árinu 2013 mun prófið að öllum líkindum fara fram í Háskólanum í Reykjavík, en það verður staðfest þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

Frá setningu námskeiðs ÍRA til amatörprófs í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 22. mars s.l. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × three =