50 MHZ TÍÐNISVIÐIÐ BYRJAÐ AÐ LIFNA
Heimir Konráðsson TF1EIN var QRV á 6 metrum í hádeginu í dag, 5. maí. Hann var þá nýbúinn að setja upp nýtt sambyggt stefnuvirkt loftnet fyrir 50 MHz og 70 MHz, þegar skilyrðin opnuðust á 6 metrum niður til Evrópu.
Loftnetið er 9 elementa Yagi frá EAntenna, gerð 5070-OWA9. Það er 4 el. á 6 m. og 5 el. á 4 m. Ávinningur: Annars vegar 9,13 dBi og hins vegar 10,26 dBi. Bóma: 3,55 m. og þyngd: 7 kg.
Sambönd Heimis á 6 metrunum í dag veita vísbendingu um að „DX vertíðin“ sé að hefjast á 50 MHz, en 70 MHz byrja gjarnan að opnast síðar.
.
Ljósmynd: Heimir Konráðsson TF1EIN.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!