,

TF3E QRV UM QA-100 GERVITUNGLIÐ

Erling Guðnason TF3E varð QRV um Es‘hail 2 / Oscar 100 gervitunglið í lok apríl. TF3E er fjórða íslenska kallmerkið sem er virkjað til að vinna um gervitunglið, en fyrir eru TF1A, TF3VP og TF3IRA.

Erling notar Adalm-Pluto SDR 10 mW sendi-/viðtæki fyrir 60 MHz til 3,8 GHz. Hann notar tvo RF magnara þar fyrir aftan sem gefa honum út allt að 20W á 2,4 GHz. Hann er með tvö diskloftnet, 40 cm fyrir sendingu og 60 cm fyrir viðtöku.

Erling sagði í dag (4. maí) að hann væri mjög ánægður með búnaðinn sem tryggir honum sambönd allan sólarhringinn við amatörstöðvar um heiminn. Í dag var hann t.d. búinn að hafa sambönd við stöðvar í ZS, VU og 4X, auk Evrópulanda. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A var Erlingi innan handar við frágang og uppsetningu búnaðar. TF3E áformar að uppfæra búnaðinn frekar á næstunni.

Til vinstri: TF3E virkjar TF3IRA um Oscar 100 gervitunglið frá TF3IRA 19. október 2019. Ljósmynd: TF3JB.

Diskloftnetin eru fest fyrir utan gluggan á íbúðinni í Álftamýri í Reykjavík. 60 cm diskurinn (neðri) er fyrir viðtöku og 40 cm diskurinn (efri) er fyrir sendingu. Ljósmynd: TF3E.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 2 =