,

ÞRJÁR YOTA KEPPNIR 2021

Vinnuhópur ungra radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 hefur kynnt nýjung í ungmennastarfinu. Um er að ræða sérstakar 12 klst. „YOTA keppnir” sem verða haldnar í maí, júlí og desember ár hvert og eru opnar öllum radíóamatörum.

Fyrsta keppnin verður haldin laugardaginn 22. maí n.k. frá kl. 08:00-19:59 á morsi (CW) og tali (SSB) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Skilaboð eru RS(T) + aldur.  Sambönd innan Evrópu gefa 1 punkt og utan Evrópu 3 punkta. Fjöldi margfaldara ræðst af aldri í samböndunum. Sjá nánar keppnisreglur með því að smella á myndina fyrir neðan.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA, segir að alla hlakki mjög mikið til 22. maí n.k. og hún vonast til að sem flestar TF stöðvar taki þátt. Hún verður sjálf QRV á SSB frá Hollandi þar sem hún hefur fengið úthlutað eigin kallmerki, PA2EQ.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − 9 =