ICOM IC-7300 Í FIMM ÁR Á MARKAÐI
Í síðasta mánuði (apríl) voru liðin 5 ár frá því ICOM setti IC-7300 stöðina fyrst á markað. Samkvæmt upplýsingum á netinu er hún nú mest selda HF sendi-/móttökustöðin fyrir radíóamatöra í heiminum í dag. Stöðin er einnig mest selda HF stöðin frá upphafi hér á landi, en a.m.k. 129 eintök af þessari gerð hafa verið keypt til landsins.
Vakin er athygli á nýjustu uppfærslu hugbúnaðar fyrir IC-7300 sem m.a. er kynnt á heimasíðu Richard, KØPIR; „Firmware V1.40“. Þar er ágæt umfjöllun um helstu nýjungar, sem hafa líkað mjög vel.
Vefslóð: https://www.k0pir.us/icom-7300-firmware-v1-40-3-big-improvements/
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!