,

NÝR RADÍÓVITI Á 40 MHZ

Nýr radíóviti, EI1CAH, varð virkur 17. maí á 40.016 MHz á 8 metra bandi. Hann sendir út á morsi og PI4 (Pharuslgnis4) stafrænni tegund útgeislunar (MGM). Sendiafl er 25W og loftnet er láréttur tvípóll. QTH er skammt frá Galway á Vestur-Írlandi.

Í fróðlegri grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS, í 1. tbl. CQ TF 2021, bls. 41, um radíóvita á 40 MHz, er m.a. gerð grein fyrir þremur vitum í sviðinu, en 9. febrúar s.l. bættist 4. vitinn við, S55ZMS í Slóveníu, og nú EI1CAH sem er sá 5. frá vesturströnd Írlands. Þessir radíóvitar eru QRV í dag:

EI1CAH – 40.016 MHz (Galway Írlandi).
EI1KNH – 40.013 MHz (Cork Írlandi).
S55ZMS – 40.670 MHz (Murska Sobota Slóveníu).
OZ7IGY – 40.071 MHz (Jystrup Danmörku).
ZS6WAB – 40.675 MHz (Polokwane S-Afríku).

Vefslóð á upplýsingar um EI1CAH:
https://ei7gl.blogspot.com/2021/05/new-40-mhz-propagation-beacon-in-west.html

Vefslóð á grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/01/cqtf_35arg_2021_01tbl.pdf

Reiknuð útbreiðsla fyrir merki frá radíóvitanum EI1CAH sem er staðsettur skammt frá Galway á vesturströnd Írlands.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 2 =