Entries by Ölvir Sveinsson

,

Flóamarkaður 11. júní milli 11 og 16

Flóamarkaður verður haldinn Sunnudaginn 11. júní næstkomandi í Skeljanesi frá klukkan 11 til 16. Svanur, TF3AB, ásamt Ölvir, TF3WZ, munu halda utan um herlegheitin. Endilega sendið Svani tölvupóst með fyrirspurnum. Allir velkomnir í kaffi og að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta til að kíkja með tól og tæki sem áhugi er á að selja eða skipta.

,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar Skeljanesi, 11. maí 2017. Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:45. Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO. Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ og TF8KY. Fundarritari: TF3WZ Dagskrá 1. Amatörleyfi Daggeirs Stjórn felur formanni að vinna í málinu. […]

,

Skólabíll með Gufunesstöð

Með þessum fór ég í skólann í ófá ár. Oft í slæmu veðri eða mikilli ófærð var hnoðast áfram í þessum Rússa útbúnum dílsel vél úr Datshun. Alvöru olíumiðstöð hélt á manni sjóðhita. Þó CB stöðvar hefði verið út um allt þá þótti manni rosalega merkilegt að sjá þessa risa stöð sem var plantað ofan […]

,

4. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar Skeljanesi, 23. mars 2017. Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00. Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO. Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ og TF8KY. Fundarritari: TF3WZ Dagskrá 1. Ný stjórn og verkaskipting Ný stjórn tekur við með […]

,

Aðalfundur ÍRA 2017 haldinn í Skeljanesi

Aðalfundur ÍRA var haldinn í Skeljanesi í dag. Fjölmargir sóttu fundinn og voru hin ýmsu mál rædd. Haraldur Þórðarson, TF8HP, stýrði fundi. Jón Þóroddur Jónsson formaður, TF3JA, stiklaði á stóru yfir liðið ár félagsins. Margir tóku til máls bæði með yfirferð á tilteknum málum sem og ábendingar frá fundargestum um málefni sem betur máttu fara. […]

,

Ný heimasíða íslenskra radíóamatöra

Ný heimasíða er komin í loftið eins og sjá má. Mikið af efni hefur þegar verið flutt af gömlu heimasíðu félagsins. En mikið verk er eftir og er verið að vinna í því statt og stöðugt að flytja upplýsingar yfir á nýju síðuna. Allar ábendingar eru vel þegnar bæði um efni sem vantar og tillögur […]