,

10. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. júní 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 22:40.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF3EQ og TF3NE (TF3NE sat seinni hluta fundarinns.)

Fundarritari: TF3LL

Dagskrá

1. Fundarsetning og dagskrá.

Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.

Tillaga að dagskrá

  1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
  2. Fundargerð 2. fundar stjórnar frá 2.5.2018 lögð fram.
  3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.

Mótt. 09.5. / Sent 10.5.; til IARU Svæðis 1 og IARU vegna atkvæðagreiðslu um inngöngu SKNAARS
Sent 14.5. / Mótt. 22.5; til PFS með upplýsingum um TF1VHF radíóvitana á 50 MHz og 70 MHz
Sent 15.5. / Mótt. 17.5.; til PFS með ósk um að stofnunin gangist fyrir prófi til amatörleyfis 26. maí
Sent 17.5. / Erindi til PFS með upplýsingum um aðila sem hafa skráð sig í prófið
Mótt. 17.5. / Sent 17.5.; til PFS um kallmerki klúbbstöðva
Mótt. 17.5. / Sent 07.6.; til PFS v/umsóknar um gagnkvæmnisleyfi fyrir KC9NXL
Mótt. 11/6 / Erindi frá PFS v/útgáfu heimildar til KC9NXL/TF
Kynningarskjal með gagnkvæmnissamningi Íslands og Bandaríkjanna
Mótt. 22.5. / Sent 22.5.; frá IARU Svæði 1 v/beiðni um upplýs. um fj. félagsmanna með leyfi (26.1.2018)
Mótt. 22.5. / Sent 22.5.; frá IARU Svæði 1 v/beiðni um upplýs. um stöðvar- o. notendaleyfi (26.1.2018)
Sent 26.5. / Hamingjuóskir sendar til þeirra sem náðu prófi til amatörleyfis 26.5. ásamt kynningarbréfi
Mótt. 30.5. / Sent 07.6.; frá PFS; Yfirlit yfir umsagnir ÍRA um kallmerki 30.6.-7.6
Mótt. 01.6. / Sent 10.6.; frá IARU Svæði 1; spurningalisti til aðildarlanda að „Recommendation (05)06“
Mótt. 03.6. / Erindi frá IARU Svæði 1; „Spurious emissions from WPT for electric vehicles“ (a) (b)
(a) Lesist með Word skjali: R15-WP1B-C-028311MSW-E Study IARU (sent sérstaklega til stjórnarmanna í tölvupósti).
(b) Lesist með Power Point skjali: WPT for MS-v2brief (sent sérstaklega til stjórnarmanna í tölvupósti).

  1. Yfirlit yfir nýja félagsmenn og ný og breytt kallmerki.
  2. Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.
  3. Próf PFS til amatörleyfis 26.5.2018.
  4. VHF leikar 7.-8. júlí n.k.
  5. Fundur með W6NV 7. júní, minnisblað.
  6. Stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa sem ferðast til landsins.
  7. Skipting verkefna í stjórn.
  8. Önnur mál.
    a. Heimasíða félagsins.
    b. CQ TF, 2. tbl. 2018.
    c. Prentun á CQ TF í takmörkuðu upplagi.
    d. Tíðnimál, 50 MHz og 70 MHz.
    e. Samningur við ORG.
  9. Næsti fundur stjórnar.
  10. Fundarslit.
2. Fundargerð 2. fundar frá 2.5.2018 lögð fram.

TF3EK gerir athugasemd um að ekki hafi komið fram í stjórnarfundargerðinni athugasemd sem hann gerði við verklag síðustu aðalfundargerðar, atriði sem hann telur að skipti máli. Formaður, TF3JB, útskýrði, að verklag það sem vísað sé til sé óbreytt frá því sem þeir TF3AM hafi áður viðhaft sín á milli þegar Andrés hafi ritað fundargerðir aðalfunda (þ.e. í fyrri tíð TF3JB sem formanns). Þá hafi TF3JB lesið yfir fundargerðaruppkast með tilliti til stafsetningarvillna og hvort allt væri til talið. Vinnubrögð nú hafi verið þau sömu. Á milli aðila ríki traust sem byggi á fyrri samvinnu af þessu tagi og sagði formaður, TF3JB, eingöngu heiðarleg félagleg sjónarmið hafa einkennt samvinnu þeirra Andrésar nú líkt og í fyrri tíð – þegar hann var áður í embætti formanns (2009-2013). Hann sagðist bera fullt traust til Andrésar og sagðist ekki vita annað en hann bæri fullt traust til sín. Formaður, TF3JB, kvaðst að lokum vilja undirstrika að samvinna þeirra tveggja hafi nú (líkt og áður) að öllu leyti reynst ánægjuleg – enda skilningur beggja að hagur félagsins skuli ætíð hafður í fyrirrúmi.

Varaformaður, TF3DC, benti á að fundargerðin hafi þegar verið birt í CQ TF og ekki hafi neinar athugasemdir borist og að félagar hafi 6 mánuði til að gera athugasemdir. Formaður, TF3JB, útskýrði hvernig formlegt ferli samþykktar aðalfundargerðar er samkvæmt félagslögum og telur ekki þörf á að stjórn ÍRA eyði tíma í umræður um uppkast að aðalfundargerð sem þegar hefur verið lagt fram.

3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.

Formaður, TF3JB, fór yfir innkomin og útsend erindi frá síðasta stjórnarfundi (sjá yfirlit í tillögu að dagskrá á fyrri blaðsíðu). Hann skýrði afgreiðslu hvers og eins. Vegna fyrirspurnar um radíóvita útskýrði hann, að allir radíóvitar í tíðnisviðum radíóamatöra hér á landi væru skráðir á ábyrgð ÍRA, sem væri vinnufyrirkomulag Póst- og fjarskiptastofnunar.

Þá skýrði formaður frá tilurð gagnkvæmisleyfis til handa KC9NXL. Þegar um er að ræða kallmerki sem er í loftinu frá Íslandi á grunni CEPT – þá er forskeytið TF/ notað á undan erlenda kallmerkinu. Hinsvegar, þegar heimild er gefin út af Póst- og fjarskiptastofnun til handhafa erlends kallmerkis á grundvelli gagnkvæmnisamnings, er erlenda kallmerki notað hér á landi með /TF sem viðskeyti. Aðspurður, sagðist formaður telja að í gildi væru alls 7 gagnkvæmnissamningar sem varða leyfisveitingar til radíóamatöra. Samningarnir gilda að sama skapi fyrir Íslendinga erlendis.

Undir dagskrárliðnum, skýrði TF2EQ frá því, að formaður prófnefndar, TF3DX, ætli að taka saman lista yfir alla próftaka síðastliðin ár. Samþykkt að vísa erindi frá IARU um hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbifreiðir til EMC nefndar félagsins. TF3DC spurði hvort EMC nefnd væri eitthvað að „slá af“, en hann sagðist hafa heyrt að nefndarmenn EMC nefndar væru mjög önnum kafnir í sínum daglegu störfum. Formaður, TF3JB, sagði þær annir þá hafa minnkað þar sem hann vissi ekki til annars en nefndin væri fullstarfandi, en TF3G hefur á ný snúið til starfa í nefndinni eftir erfið veikindi.

4. Yfirlit yfir nýja félagsmenn og ný og breytt kallmerki.

Formaður, TF3JB, kynnti yfirlit yfir nýja félaga í ÍRA sem gerðust félagsmenn á tímabilinu 20.3.-15.5.2018 annarsvegar, og á tímabilinu 16.5-11.6.2018, hinsvegar. Í annan stað kynnti hann lista yfir ný kallmerki og breytt á sama tímabili.

Nýir félagsmenn ÍRA 20.3.-15.15.2018:
Frímann Baldursson, TF1TB, Selfossi.
Hjálmar Ólafsson, TF9-004, Blönduósi.
Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, Reykjavík.
Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, Reykjavík.
Nýir félagsmenn ÍRA 16.5.-11.6.2018:
Haukur Guðmundsson, TF3SK, Reykjavík.
Jón Grétar Borgþórsson, TF5LT, Borgarnesi.
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OK, Kópavogi.
Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, 200 Kópavogi.
Sveinbjörn Guðjohnsen, TF3PIE, Reykjavík.

Kallmerki, breytingar/ný 20.3.-15.15.2018 (í röð eftir kallmerkjum):
TF1VHF – Radíóvitar á 50 og 70 MHz á Álftanesi á Mýrum.
TF8RN – Árni Freyr Rúnarsson, Keflavík (áður TF8RNN).

Kallmerki, breytingar/ný 16.5.-11.6.2018 (í röð eftir kallmerkjum):
TF1OL – Ólafur Örn Ólafsson, Kópavogi.
TF3GR – Huldar Hlynsson, Garðabæ.
TF3PIE – Sveinbjörn Guðjohnsen, Reykjavík.
TF3VE – Sigmundur Karlsson, Reykjavík.
TF3VH – Hinrik Vilhjálmsson, Kópavogi (áður TF3VHN).
TF5LT – Jón Grétar Borgþórsson, Borgarnesi.
TF7DHP – Daggeir Pálsson, Akureyri.

Stjórn ÍRA fagnar nýjum félagsmönnum og býður nýja leyfishafa velkomna í loftið.

5. Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.

Fram kom hjá gjaldkera, TF3EK, að alls 399.750 krónur hafi innheimst til þessa dags (11. júní). Þá hafi 80.000 krónur af námskeiðsgjöldum innheimst. TF3DC spurði hvort rétt sé, að þeir sem ekki hafi greitt námskeiðsgjald (en staðist próf) fái útgefin leyfisbréf? Nokkur umræða varð um þetta atriði, m.a. hvort ætti að taka upp sérstakt próftökugjald. TF3EK benti á að öll vinna við námskeiðin væri gerð í sjálfboðavinnu og svo hafi ætíð verið. TF2EQ ætlar að skoða þetta fram að næsta fundi, hvort æskilegt sé að skipta upp gjöldum í próftöku- og námskeiðsgjöld. Formaður, TF3JB, kvaðst vilja benda á, að próf til amatörleyfis væru haldin af Póst- og fjarskiptastofnun, þótt ÍRA kæmi vissulega að framkvæmd og undirbúningi prófa. Námskeið til undirbúnings prófa væru hins vegar óviðkomandi prófunum sjálfum og á vegum og á ábyrgð félagsins.

6. Próf  PFS til amatörsleyfis 26.05.2018.

Formaður, TF3JB, kynnti úrslit úr prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. maí s.l. Fram kom, að tíu hafi skráð sig til prófs en níu mætt á prófstað. Allir níu sem þreyttu prófið náðu fullnægjandi árangri, 2 til N-leyfis og 7 til G-leyfis. Nöfn aðilanna níu (í stafrófsröð):

Daggeir Pálsson, Akureyri.
Davíð Víðisson, Reykjavík.
Haukur Guðmundsson, Reykjavík.
Hinrik Vilhjálmsson, Kópavogi.
Huldar Hlynsson, Garðabæ.
Jón Grétar Borgþórsson, Borgarnesi.
Ólafur Örn Ólafsson, Kópavogi.
Sigmundur Karlsson, Reykjavík.
Sveinbjörn Guðjohnsen, Reykjavík.
Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðum og reglum um þráðlaus fjarskipti, sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg en einn próftaki þreytti munnleg próf.

Fulltrúar prófnefndar ÍRA á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristinn Andersen, TF3KX; Einar Kjartansson, TF3EK; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Þór Þórisson, TF3GW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúi stjórnar ÍRA á prófstað: Jónas Bjarnason, TF3JB.

Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW, umsjónarmanni námskeiðsins svo og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu. Síðast, en ekki síst, sendir stjórn félagsins innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.

7. VHF leikar 7.-8. júlí n.k.

Formaður, TF3JB, skýrði stjórnarmönnum frá að hann hafi verið í sambandi við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmann VHF/UHF leikanna. Niðurstaða hans sé, eftir að hafa ráðfært sig við helstu áhugamenn um viðburðinn, að leikarnir verði haldnir helgina 7.-8. júlí n.k. Keli ætlar í millitíðinni að endurbæta rafrænu keppnisdagbókina á vefnum, en þar eru sambönd skráð í rauntíma. Stjórnarmenn fögnuðu þessum fréttum. Samþykkt að félagsstöðin, TF3IRA, verði starfrækt í leikunum hliðstætt við starfrækslu í Páskaleikunum 2018.

8. Fundur með W6NV 7. júní; minnisblað.

Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað um fund nokkurra félagsmanna með Oliver Sweningsen, W6NV, í Skeljanesi 7. júní. Málið snýst um fyrirhugaða þátttöku hans og tveggja annarra leyfishafa í IARU HF Radiosport keppninni, sem er sólarhringskeppni. Þeir munu taka þátt frá heimastöð TF2LL í Borgarfirði og óskað hefur verið eftir því að fá að nota kallmerkið TF3HQ. Einnig er fyrirhugað að nota kallmerkið TF2R sem er keppniskallmerki Radíó refanna og hefur verið notað frá heimastöð TF2LL. Georg, TF2LL, verður ábyrgðarmaður fyrir kallmerki félagins, TF3HQ, frá heimastöð sinni. Samþykkt samhljóða.

9. Stofnun upplýsingabanka um möguleg QTH f. erl. leyfishafa sem ferðast til landsins.

Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað. Hugmyndin er, að það gæti verið til þæginda fyrir erlenda leyfishafa sem koma sem ferðamenn til landsins, að geta skoðað lista yfir hvaða gististaðir og hótel bjóða aðstöðu fyrir radíóamatöra – þar sem setja má upp loftnet. Hugmyndin er sett fram ljósi fyrirspurna þessa efnis sem berast á hverju ári og hefur fjölgað eftir að erlendum ferðamönnum tók að fjölga. TF2EQ segist vera tilbúin til að hringja út og kanna málið. Upplýsingarnar yrðu þá aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Í umræðunni kom fram að æskilegt væri að reglugerðin sé aðgengileg á ensku. TF3EK telur að þessu þurfi að koma á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Samþykkt að fela varaformanni, TF3DC, að vera formaður í þriggja manna nefnd sem skoði þetta mál. Óskar velji tvo félagsmenn sér við hið. Nefndin skili af sér til stjórnar fyrir lok september n.k.

10. Skipting verkefna í stjórn.

Formaður, TF3JB, ræddi skiptingu verkefna á framlögðu skjali sem búið var að merkja inn á helstu viðburði í félaginu út ágústmánuð. Hann sagðist telja mikilvægt að a.m.k. 2 stjórnarmenn væru viðstaddir hverju sinni í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöldum. Oft væri aðsókn væri það mikil að full þörf væri á að einn stjórnarmaður væri uppi í fjarskiptaherbergi og einn niðri í sal. Fram fór umræða um það hvernig best væri fyrirkomið að skipuleggja viðveru stjórnarmanna með það að leiðarljósi að nýta tölvutæknina til þess, t.d. Google Calandar o.fl. Formaður, TF3JB, kom inn á að framundan væru VHF/UHF leikar, TF Útileikar og Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin. Spurningin var látin ganga á milli fundarmanna hvort einhver myndi vilja virkja félagsstöðina á þessum viðburðum. Dræmt var um undirtektir og niðurstaða sú að stjórnarmenn munu hugsa málið.

11.  Önnur mál.
  • Heimasíða félagsins. Umræða varð um nýtingu teljara á heimasíðu félagsins. Hversu margir innlendir og erlendir aðilar skoði síðuna. Ennfremur, hvort hægt sé að telja þá sem t.d. hala niður CQ TF. Varaformaður, TF3DC, tekur að sér að hafa samband við TF3WZ, umsjónarmann síðunnar.
  • CQ TF 2. tbl. 2018. Formaður, TF3JB, skýrði frá því að efnisöflun gangi vel og í raun sé komið það mikið efni að ritstjórinn hafi haft á orði að það væri hægt að gefa út aukablað. Þá greindi formaður frá því að meðal efnis í nýja blaðinu væri ágrip af sögu TFA (fyrstu íslensku loftskeytastöðvarinnar)  í tilefni 100 ára afmælis hennar, viðtal við TF3ML og fleira.
  • Prentun á CQ TF í takmörkuðu upplagi. Ritari, TF2LL og varaformaður, TF3DC, skoðuðu prentkostnað á blaðinu. TF3DC sagði að þar sem hann hafi athugað myndi kosta 20 þúsund krónur að prenta 25 eintök í lit (heftuð saman). TF2LL sagði, að þar sem hann kannaði hafi kostnaður við að prenta í lit og gormbinda 50 eintök verið 65 þúsund krónur, án virðisaukaskatts. TF2EQ vakti athygli á, að hægt væri að hlaða blaðinu niður á spjaldtölvu og láta tölvuna liggja frammi í félagsaðstöðunni til að félagar gætu skoðað blaðið. Fram kom, að TF3WZ ætli að færa félaginu öfluga tölvu (notaða) og þá myndi losna um fartölvu (sem nú er í fjarskiptaherbergi TF3IRA) sem mætti síðan færa niður í sal. Umræða varð í framhaldi um, hvort menn myndu frekar lesa blaðið í tölvu eða á pappír. TF3DC sagði að hann myndi vilja senda heiðursfélögum prentað eintak af blaðinu, auk þess að senda blaðið (til dreifingar) á valda staði, eins og til dæmis til fyrirtækisins Íhlutir. Umræða varð um hversu mörg eintök þyrfti að prenta (með tilliti til kostnaðar félagssjóðs) og einnig var minnst á hvort rétt væri að safna auglýsingum, en auglýsingar voru gjarnan í CQ TF hér á árum áður. Í lok umræðunnar dró TF3DC, mjög óvænt, upp úr pússi sínu nokkur prentuð eintök af blaðinu og færði stjórnarmönnum og félaginu að gjöf. Stjórn ÍRA þakkar Óskari, TF3DC, þessa óvæntu og rausnarlegu gjöf.
  • Tíðnimál 50 MHz og 70 MHz. Ekki hafa borist fréttir frá Noregi af framvindu mála þar, sem er forsenda aðgerða ÍRA hvað varðar 50 MHz bandið.
  • Samningur við ORG ehf. Oddur Helgason hefur margítrekað að ÍRA hafi ekki staðið við gert samkomulag um þátttöku í rekstri á sameiginlegu húsnæði. Gjaldkeri, TF3EK, segir að staðið hafi verið við samkomulagið sem hafi verið gert í votta viðurvist þeirra TF3JA og TF3WZ.
  • Undir dagskrárliðnum varð umræða um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna Evrópu-sambandsins. TF2EQ tekur að sér að skoða hvernig þarf að haga þessum málum með tilliti til félagatals, póstfanga o.fl.
12. Næsti fundur stjórnar.

Miðað er við seinnihluta júlí eða byrjun ágúst, með fyrirvara um að fólk sér ekki í sumarfríi.

13. Fundarslit.

Formaður, TF3JB, sleit fundi kl 22:40.

14. Viðauki

Það helsta á milli stjórnarfunda (til kynningar á fundi 11.6.2018)

1 Oddur aðstoðaður með ofnalykil; en hiti komst aftur á húsið eftir 2 vikur þann 8. maí (TF3JB og MH á staðnum) 8.5.
2 Vinnu lokið við uppfærslu á heimasíðu – sérsíða um tíðnisvið undir fyrirsögninni „um félagið“ 11.5.
3 Ritstjóra falið að senda eintak af CQ TF til Landsbókasafns og á Norrænu landsfélögin 11.5.
4 TF3PW kom með nemendur á námskeiði í loftnetakynningu; húsnæði var opnað, kaffibrauð keypt og lagt fram 12.5.
5 TF3-Ø33 skúraði/skrúbbaði gólf í sal. TF3DC, JB og MH færðu húsgögn til & gömul tæki í nýju geymsluna 13.5.
6 Nýr félagi, Frímann Birgir Baldursson, TF1TB, Árbakka 2, 800 Selfossi – færður á félagaskrá á heimasíðu 14.5.
7 Icom IC-7300 stöð sótt og skilað í Skeljanes vegna 60 metra uppfærslu (TF1A annaðist verkefnið) 14.5.
8 Endurútgefnar DXCC (3) og WAS (3) viðurkenningar sóttar pósthús og komið í innrömmun. 15.5.
9 Fundargerð stjórnarfundar  4.4.2018 sett á heimasíðu og hengd upp á tilkynningatöflu í fjarskiptaherbergi 15.5.
10 Icom IC-7610 stöð sótt og skilað í Skeljanes vegna 60 metra uppfærslu (TF1A annaðist verkefnið) 16.5.
11 Húsgögnum endurraðað eftir þrif og tiltekt (13. maí) & myndir hengdar upp á ný í sal (JB og SB á staðnum) 16.5.
12 Nýr félagi, Sigmundur Karlsson, TF3-102, Bakkastöðum 165, 112 Reykjavík – færður á félagaskrá á heimasíðu 16.5.
13 Veggklukka keypt og sett upp í sal (í stað annarrar bilaðrar) í Skeljanesi 18.5.
14 Nýr félagi, Rúnar Þór Valdimarsson, TF3RJ, Álfhólsvegi 142, 200 Kópavegi – færður á félagaskrá á heimasíðu 19.5.
15 Fundur í Skeljanesi með TF3DC varaformanni og TF1A VHF stjóra félagsins 20.5.
16 Viðvera í Háskólanum í Reykjavík vegna prófs til amatörleyfis 26.5.
17 DXCC og WAS viðurkenningar sóttar í innrömmum 6.6.
18 Straumsnúrur fyrir Yaesu FT-7900 og Kenwood TS-2000 stöðvar félagsins afhendar í dag, TF1A keypti erlendis 6.6.

Yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu á milli stjórnarfunda (alls 8):

7. maí – Lokað á uppstigningadag
12. maí – Radíóvitar á 4 og 6 metrum.
15. maí – Nýir félagsmenn og kallmerki.
17. maí – Próf til amatörleyfis 26.maí.
26. maí – Góður árangur í prófi til amatörleyfis.
30. maí – Nöfn þeirra sem náðu prófinu 26. maí.
6. júní – Stjórn ÍRA starfsárið 2018/19.
11. júní – Nýir félagsmenn og kallmerki.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =