,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 2. Maí 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:55.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF3NE, TF3UA og TF3EQ

Fundarritari: TF3LL

Dagskrá

1. Fundarsetning og dagskrá.

Formaður TF3JB setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.

Tillaga að dagskrá:

 1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
 2. Fundargerð 1. fundar stjórnar frá 4.4. lögð fram.
 3. Erindi – innkomin og send.

(a) 6. apríl; sendur tölvupóstur til NRRL um fulltrúa ÍRA við hátíðarhöldin í Noregi í tilefni 90 ára afmælis félagsins.

(b) 13. apríl; sendur tölvupóstur til PFS með jákvæðri umsögn um br. kallmerkisins TF3RNN í TF3RN.

(c) 16. apríl; pöntuð ný DXCC viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA (símtal).

 1. Innheimta félagsgjalda.
 2. CQ TF, útgáfuáætlun 2018-19.
 3. Erindi til PFS vegna 6 og 4 metra banda.
 4. Starfsáætlun, drög-II.
 5. Námskeið til amatörprófs.
 6. Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög lögð fram til kynningar.
 7. Önnur mál.
 8. Næsti fundur stjórnar.
 9. Fundarslit.

Til skýringar. Áður en gengið var til dagskrár, lagði formaður fram stutta samantekt, stjórnarmönnum til upplýsingar um það helsta sem gerst hafði á milli stjórnarfunda sem hann hafði yfirlit um. Efnis-atriði þessi eru birt sem aftanmálsgrein við fundargerðina.

2. Fundargerð 1. fundar frá 4.4.2018 lögð fram.

Fundargerð 1. fundar frá 4.4. samþykkt án athugasemda.

3. Erindi – Innkomin og útsend.

(a) Formaður, TF3JB, rifjaði upp að á síðasta fundi (4.4.2018) hafi verið samþykkt að senda ekki fulltrúa frá félaginu til að sækja kvöldverðarboð NRRL í tilefni 90 ára afmælis félagsins þann 14. Apríl – enda fyrirvari skammur og kostnaður ekki réttlætanlegur. Formaður sagðist hins vegar hafa frétt tveimur dögum eftir stjórnarfundinn, að einn okkar félagsmanna væri á förum til Noregs og myndi heimsækja NRRL í tilefni afmælisins. Jónas sagðist þá hafa kannað, hvort TF3KB (sem er sá sem hér um ræðir) væri hugsanlega tilbúinn til að vera sem fulltrúi ÍRA í kvöldverðinum. Var það auðsótt mál og í framhaldi var sendur tölvupóstur til NRRL með þessum upplýsingum. Norðmennirnir staðfestu þetta fyrirkomulag þann 10. apríl. Formaður lagði fram bréfaskriftir vegna þessara samskipta á fundinum. Allnokkur umræða varð um málið og voru tveir stjórnarmenn ekki sáttir við að TF3KB hafði verið kynntur gagnvart NRRL sem fulltrúi ÍRA. Formaður sagði það koma sér á óvart að Kristján hefði ekki stuðning allra í þessum efnum. Aðeins hafi verið um að ræða að vera fulltrúi félagsins í þessari matarveislu – engin ræða hafi verið flutt og viðkomandi hafi ekki verið beðinn fyrir nein skilaboð utan heillaóska, sem komið var á framfæri við embættismenn NRRL.

(b) Formaður skýrði frá og lagði fram gögn um innsenda jákvæða umsögn til PFS þann 13.3.2018 með breytingu á kallmerki Árna Freys Rúnarssonar, TF8RNN í TF8RN.

(c) Formaður skýrði frá pöntun í nafni félagsins í símtali til ARRL þann 1.5. um nýjar DXCC og WAS viðurkenningar fyrir TF3IRA í stað þeirra sem félagið fékk á árunum 2011 og 2012. Þessi innrömmuðu viðurkenningarskjöl voru orðið mikið upplituð og letur um það bil að hverfa, eftir að hafa hangið frá þeim tíma á vesturvegg í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Afar vel var tekið í erindi félagsins og mun ARRL senda félaginu, án kostnaðar, ný viðurkenningaskjöl. Formaður skýrði jafnframt frá því að sami félagi og hafi gefið innrömmun viðurkenninganna fyrir 6 árum, hafi boðist til að taka að sér og standa straum af kostnaði við endurinnrömmun þeirra.

4. Innheimta félagsgjalda.

Gjaldkeri ÍRA, TF3EK, lýsti því að nú færi innheimta félagsgjalda í gang. Alls verða 166 rukkaðir um  félagsgjald, en heiðursfélagar eru undanþegnir gjaldi.

Aðspurður um fjárhæð gjalds á yfirstandandi námskeiði félagsins til amatörprófs sagði Einar það vera 20.000 krónur fyrir utanfélagsmenn og 15.000 krónur fyrir félagsmenn. Aðspurður um sjóðseign félagsins svaraði Einar því til að um 1100 þúsund krónur væru í sjóði. Aðspurður um eindaga félagsgjalda svaraði hann því til að hann væri 1. júlí n.k.

5. CQ TF, útgáfuáætlun 2018/19.

Formaður skýrði frá því að 1. tbl. CQ TF hafi komið út á tilsettum tíma, þann 29. apríl. Viðtökur hafi í einu orði sagt verið frábærar – sem fram hafi komið í öllum samskiptum, þ.á.m. manna á milli, í símtölum, í tölvupóstum og á Facebook. Viðtökurnar bendi ótvírætt til að það sé áhugi og þörf fyrir útgáfu félagsblaðs, en 5 ár eru frá því CQ TF kom síðast gefið út. Jónas lagði fram eftirfarandi tillögu að útgáfuáætlun á starfsárinu 2018/19:

 1. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. apríl. Frestur til innsendingar efnis: 8.4.-19.4.
 2. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. júlí. Frestur til innsendingar efnis: 5.7.-16.7.
 3. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 7. október. Frestur til innsendingar efnis: 11.9.-22.9.
 4. tbl. 2019, útkomudagur sunnudagur 6. janúar. Frestur til innsendingar efnis: 16.-28.12.

 

Stjórnin samþakkti áætlunina fyrir sitt leiti og þakkar ritstjóra, uppsetningarmanni svo og þeim félagsmönnum sem láta efni af hendi rakna til blaðsins. Menn voru á einu mái um að þetta væri frábært framtak.

6. Erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna 50 og 70 MHz tíðnisviða.

Formaður kynnti minnisblöð um 50 MHz og 70 MHz tíðnisviðin hér á landi og í nágrannalöndum.

Í minnisblaði um 6 metrana kemur m.a. fram, að danskir radíóamatörar hafa þegar heimild til að nota allt að 1kW. Í Noregi eru taldar yfirgnæfandi líkur á að samskonar heimild verði veitt að loknu umsagnarferli, m.a. um aukið afl, sem lýkur í dag, þann 2. maí. Í minnisblaði um 4 metrana kemur m.a. fram, að bandið sé ekki „eiginlegt“ amatörband, þ.e. við vinnum samkvæmt sérheimild PFS, þar sem hver leyfishafi þarf að sækja um heimild og árlega um endurnýjun, óski hann þess. Reynsla íslenskra leyfishafa hefur í alla staði verið ánægjuleg. Þó hefur skyggt á notkun að helsta kalltíðnin á bandinu er 70.200 MHz – þar sem tíðniheimild okkar endar. Þetta veldur og hefur valdið augljósum erfiðleikum í DX samskiptum.

Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 50 MHz bandið var samþykkt efnislega en með þeirri breytingu, að beðið verði samþykktar norskra stjórnvalda áður en erindi verður sent til PFS.

að er tillaga stjórnar ÍRA, að Íslenskir radíóamatörar fái sömu aflheimild á 6 metrum og dönsk stjórnvöld heimila sínum radíóamatörum, og sem norsk stjórnvöld hafa í hyggju að veita sínum radíóamatörum á 6 metra bandinu, þ.e. fullt afl, 1kW. Í annan stað, að aðgangur verði heimilaður ríkjandi í stað víkjandi eins og nú er.

Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 70 MHz bandið var samþykkt efnislega og hún verði látin fylgjast að með þeirri fyrri, þegar þar að kemur.

Það er tillaga stjórnar ÍRA, að íslenskir radíóamatörar fái sömu heimildir og norsk stjórnvöld veita sínum radíóamatörum á 4 metra bandinu, þ.e. tíðnisviðið 59,9 til 70,5 MHz sem og heimild til að nota 1kW í EME og MS vinnu.

Formaður gat þess að lokum, að 50 MHz bandið væri hvorki notað í opinberri þágu hér á landi lengur né til útsendinga RUV. Fram kom í umræðum, að óformlegar viðræður hafi átt sér stað við PFS um þessi mál. Þegar spurt var um minnisblöð vegna slíkra viðræðna varð fátt um svör.

7. Starfsáætlun, drög-II.

Varaformaður ÍRA, TF3DC, kynnti framhaldstillögu frá síðasta fundi um starfsáætlun 2018/19. Áætlunin er alls í níu liðum: (1) Rekstur; (2) samskipti; (3) félagsaðstaðan; (4) félagsstöðin TF3IRA; (5) vetrardagskrá 2018/19; (6) miðlar; (7) námskeið; (8) endurvarpar / stafvarpar / radíóvitar og (9) tíðnimál og og önnur réttindi radíóamatöra. Framlögð drög voru samþykkt. Starfsáætlunin verður til kynningar í 2. tbl. CQ TF.

8. Námskeið til amatörprófs.

Fram kom að yfirstandandi námskeið til amatörprófs er á áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni, TF3PW, væri heppilegt að sækja um að próf verði haldið þann 26. maí n.k. Samþykkt að fela formanni að fara þess á leit við PFS þegar erindi hefur borist frá prófnefnd.

9. Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög lögð fram til kynningar.

Varaformaður kynnti framlögð gögn. Bæði eru upprunalega frá árinu 2011 en formaður hefur haldið áfram að betrumbæta texta upp á síðkastið. Óskar sagðist velta fyrir sér hvort heppilegt væri að birta þetta efni með starfsáætlun.

Stjórnarmenn þökkuðu áhugavert efni og voru sammála um að vinna það áfram. TF2EQ nefndi, að t.d. megi bæta við ýmsum upplýsingum í ávarpsbréfið, svo sem um tíðnisvið  radíóamatöra, Facebook upplýsingum o.fl.

10. Önnur mál.

(a) TF2EA spurði um teljara á heimasíðu ÍRA, hvort hægt væri að sjá hversu margir litu þar inn og opni CQ TF. Ákveðið var að vísa þessari spurningu til Ölvis, TF3WZ, vefstjóra ira.is.

 

(b) TF2EQ benti á að þægilegt væri að hafa PDF skjal CQ TF sett þannig upp, að hægt væri að opna greinar beint úr efnisyfirliti.

 

(c) TF2EQ spurði um flóamarkað félagsins og svaraði formaður því til að stefnt væri að því að halda flóamarkað í vetur.

 

(d) Rætt var um (vísi að) smíðaaðstöðu og taldi TF2LL að slíkt heyrði sögunni til. TF3UA var ekki á sama máli og sagði að hefð væri fyrir slíku og fleiri fundarmenn tóku undir það.

 

(e) TF2EQ minntist á að það vantaði kynningarefni frá ÍRA til þess að láta liggja frammi á ýmsum stöðum eins og t.d. í Háskóla Íslands.

 

(f) TF2EQ sagðist þeirrar skoðunar að það þyrfti að prenta út nokkur eintök af CQ TF sem send yrðu til Þjóðarbókhlöðu og á fleiri staði. TF3DC tekur að sé að kanna með kostnað við að framleiða nokkur eintök af blaðinu. Einnig þyrftu að liggja frammi eintök í félagsaðstöðunni. Upp kom sú hugmynd að setja upp upplýsingaskjá þar sem hægt væri að fletta upp í blaðinu og öðru því sem tengist félaginu.

 

(g) Varaformaður, TF3DC, spurði um breytingu á texta uppkasts að aðalfundargerð, sem formaður TF3JB gerði samkvæmt beiðni frá TF3AM ritara síðasta aðalfundar. Formaður sagði, að Andrés hafi beðið sig um að lesa uppkastið yfir. Fyrst hafi hann ekki gert athugasemdir þar sem hann hafi aðallega leitað að prentvillum og slíku. Hins vegar, þegar nær dró útkomu CQ TF hafi hann farið yfir eigin punkta frá fundinum og séð að texti var ónákvæmur. Hann hafi þá haft samband við Andrés sem hafi samþykkt að heimila honum breytingu á hluta textans og hafi hann verið færður til betri vegar. Formaður benti á, að uppkastið að fundargerð aðalfundar hafi verið birt í CQ TF blaðinu sem kom út þann 29. apríl s.l. Samkvæmt ákvæði í 23. gr. laga félagsins sé opið fyrir félagsmenn sem sátu fundinn að gera athugasemdir innan sex mánaða.

 

(h) Allnokkur almenn umræða varð um félagsstöðina, TF3IRA í kjölfar þess að formaður sagði það sína skoðun að rekstur félagsstöðvar væri hluti af kjarnastarfssemi félagsins – og eitt af mikilvægum hlutverkum hennar væri t.d. að stuðla að kynningu áhugamálsins. Í framhaldi spurði TF3EK hvort félagsstöðin skuli ekki vera bundin í lög félagsins? Formaður þakkaði Einari áhugavert sjónarmið og varpaði hugmynd hans til fundarmanna. Umræður urðu þó ekki um lagaþáttinn.

 

(i) Ritari, TF2LL, spurði um neyðarfjarskipti. Formaður vísaði á neyðarfjarskiptastefnu félagsins sem fram kom í skýrslu starfshóps félagsins um málefnið á félagsfundi þann 12. maí 2013. Neyðar-fjarskiptastefnan var í framhaldi kynnt var á aðalfundi ÍRA 18. maí 2013. Skýrslan er birt á bls. 153-154 í Ársskýrslu ÍRA 2012-2013. Hún er vistuð á heimasíðu félagsins á netinu. Vefslóðin er: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

11. Samþykkt að boða til næsta fundar stjórnarinnar fyrri hluta júní n.k.
12. Fleira ekki rætt og formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:55.

 

Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.

Það helsta á milli stjórnarfunda…

 – til kynningar 2.5.2018

 

Líkt og fram kemur á undan fundargerðinni, kynnti formaður það helsta sem gerst hafði á milli fundanna 4. apríl og 2. maí – stjórnarmönnum til upplýsingar. Hugmyndin með þessari nýbreytni var að nefna atriði sem snerta störf félagsins en sem myndu ella ekki rata inn á dagskrá stjórnarfundar.

 

 1. NOKKUR ATRIÐI Á MILLI STJÓRNARFUNDA

 

 1. Útveggur á hægri hlið við inngang í húsið í Skeljanesi málaður (sjá 1. tbl. CQ TF, bls. 41).
 2. Skúrað, þrifið og lagað til í fjarskiptaherbergi á 2. hæð.
 3. Samið við TF3-Ø33 um sérþrif á gólfi í sal og flutning á drasli í Sorpu.
 4. Sófasett er komið í salinn til bráðabirgða (í annarra eigu en okkar).
 5. Einnota kaffibollar útvegaðir „Insulated Hot Cups“ samkvæmt ábendingu frá TF8KY.
 6. Heimild fengin (í góðri sátt) til enduruppsetningar hvítu myndspjalda félagsins í sal.
 7. Heimild fengin (í góðri sátt) til nýtingar geymslu inn af sal (beint á móti útgangshurð á lóð).
 8. Vinnu er lokið við uppfærslu á sérsíðu CQ TF á heimasíðu.
 9. Vinna er komin áleiðis við uppfærslu þess hluta heimasíðunnar sem er á ensku.
 10. Fjórir af námskeiði í forsjá TF3PW mættu árdegis á laugardag (28.4.) í fjarskiptakynningu.

 

 

 1. innsetningar á heimasíðu í aprílmánuði (alls níu):

 

 1. apríl – Afhending verðlauna í páskaleikunum.
 2. apríl – Úrslit í Páskaleikum 2018.
 3. apríl – CQ TF kemur út á ný.
 4. apríl – Yahoo póstlisti fluttur.
 5. apríl – Efni í CQ TF.
 6. apríl – Alþjóðadagur radíóamatöra.
 7. apríl – Lokað í Skeljanesi.
 8. apríl – Þakkir frá ritstjóra.
 9. apríl – CQ TF er komið út.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + eleven =