,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2018 – Samráðsfundur með Prófnefnd ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Samráðsfundur stjórnar ÍRA og Prófnefndar ÍRA

Skeljanesi, 6. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK, og TF3DC

Mættir frá Prófnefnd ÍRA: TF3VS, TF3GW, TF3KX og TF3EK

Fundarritari: TF3EK

Dagskrá

1. Munnleg/verkleg próftaka

TF3VS sagði að lítið hefði gerst varðandi hljóðsetningu námsefnis. Hann væri að bíða eftir tölvupósti frá TF5KD, Kristni Daníelsyni. Fundarmenn voru sammála um að TF5KD yrði tengiliður.

2. Upptökupróf

Rætt var almennt um upptökupróf. TF3GW stakk upp á að eldri próf yrðu nýtt sem upptökupróf. Einnig rætt um að koma upp spurningabanka sem nota mætti til útbúa próf sjálfvirkt, eða með lítilli fyrirhöfn.

3. Komandi námskeið

Rætt um námskeið. Fjórir einstaklingar hafa áhuga á að fá námskeið núna. Rætt var um tímalengd námskeiða. Kom fram að æskilegt væri að námskeið tækju ekki marga mánuði.

Tillögur um verklegan þátt eru ennþá í vinnslu.

4. YOTA – Youngsters on the air.

Tvö börn nýlegra leyfishafa hafa áhuga á amatörradíói. TF3JA áformar nota myndir af þeim við kynningu á námskeiði.

5. ELL

Entry Level Licence. Rætt um umsögn IRA til IARU varðandi ELL. Samþykkt að lýsa yfir stuðningi við fyrirliggjandi tillögur.

6. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =