,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Fundarritari: TF3JA

Dagskrá

1. Verklagsreglur

TF3JA lagði fram tillögu Einars, TF3EK, að umsagnar-verklagsreglum fyrir stjórn íRA. Eftirfarandi viðmið notaði Einar við mótun umsagnar-verklagsreglna stjórnar ÍRA um kallmerki og í framhaldi af þessum markmiðun ákvað stjórn ÍRA eftirfarandi verklagsreglur þar til annað yrði ákveðið.

Fundarmenn sættust á þessa niðurstöðu en í upphafi kom fram í málflutningi TF3DC að hann vildi heldur halda fyrirliggjandi viðmiðum um úthlutun einsbókstafs viðskeyta og stytta geymslutíma áður notaðra kallmerkja í tíu ár. Fleiri voru á þeirri skoðun að geymslutími áður notaðra kallmerkja mætti ekki vera of langur.

2. Markmið verklagsreglna

Markmið verklagsreglna fyrir umsagnir um kallmerki, TF3EK.

  • Kallmerki er fyrst og fremst auðkenni.
  • Virkir amatörar fái forgang að þjálum kallmerkjum sem er auðvelt að heyra og muna.
  • Sem fæst eftirsóknarverð kallmerki séu lítið eða ekki notuð.
  • Draga úr því að leyfishafar séu að skipta um kallmerki.
  • Ef eftirspurn reynist meiri en framboð, þá ráðist forgangur af virkni.
  • Verklagsreglur séu einfaldar og gagnsæar.
  • Kallmerki skulu ekki notuð til að umbuna fyrir frammistöðu eða langlífi.
3. Verklagsreglur við umsagnir um kallmerki
  1. Leyfishafar sem þess óska geta fengið tímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti til þriggja ára.
  2. Leyfishafar með 200 staðfest cq wpx forskeyti á LOTW geta fengið ótímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti.
  3. Stjórn ÍRA getur mælt með ótímabundnu kallmerki með eins bókstafs viðskeyti á grundvelli annara upplýsinga um virkni.
  4. Þeir sem eru fyrir með tveggja eða þriggja stafa viðskeyti í kallmerki geta haldið því og verið þá með tvö virk kallmerki.
  5. Tölustafurinn 0 er frátekinn fyrir tímabundin kallmerki vegna sérstakra atburða eða keppnishópa.
  6. Tímabundin kallmerki eru laus aftur til úthlutunar að liðnum 6 árum, ótímabundin kallmerki að liðnum 20 árum.
4. Umsóknir um kallmerki

Stjórn mælir með umsókn TF3HP og umsókn TF3ARI um einsstafs kallmerki en felur formanni að kanna hjá Ara hvort hann væri til i að velja annan tölustaf, Ari óskar eftir kallmerkinu TF1A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =