Entries by Ölvir Sveinsson

Mbl: “Ég er konungur hér um slóðir”

MEÐAL þeirra sem samhryggst hafa Jórdönum vegna fráfalls Husseins Jórdan- íukonungs eru radíóamatörar víðs vegar um heiminn, en konungurinn var um langt árabil virkur radíóamatör. Vitað er um fáeina íslenska radíóamatöra sem komust í samband við konunginn í krafti þessa sameiginlega áhugamáls þeirra. Einn þeirra er Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur og radíóamatör. “Þetta var óvenjulegt, ekki […]

,

Mbl: Gervitungl til auglýsingaútsendinga

Swatch-úraframleiðandinn hefur sammælst við rússnesku geimferðastofnunina um að nýta gervitungl til auglýsingaútsendinga utan úr geimnum. Swatch hyggst nýta gervitunglið til að auglýsa gervihnattaboðtæki sem fyrirtækið kallar Beepbox, en einnig til að kynna “Nettíma”, sem fyrirtækið vill að komi í stað tímabelta. Radíóamatörar hafa mótmælt þessu tiltæki harðlega. Samkvæmt yfirlýsingu Swatch mun gervitunglið senda út á […]

,

Mbl: Radíóamatörar

FÉLAGIÐ Íslenskir radíóamatörar var stofnað 14. ágúst 1946 og var því frá upphafi ætlað það hlutverk að kynna og efla radíókunnáttu Íslendinga og stuðla þannig að tækniframförum og hvetja ungt fólk til að taka þátt í tæknivæðingu þjóðarinnar. Radíóamatörar Fjarskipti Radíóamatörar hafa strangar siðareglur um samskipti sín á milli, segir Haraldur Þórðarson , og eru […]

,

MBL: Radíóamatörar og neyðarfjarskipti

17. MAÍ ár hvert er haldinn hátíðlegur Alþjóðafjarskiptadagurinn, en þennan dag fyrir 132 árum var stofnað Alþjóðafjarskiptasambandið (International Telecommunication Union). Þema þessa árs er: Neyðarfjarskipti. Lögð er áhersla á hve mikilvægur hlekkur í öllu hjálparstarfi er, að fjarskipti séu í lagi. Félag íslenskra radíóamatöra, skammstafað ÍRA, var stofnað 1946. Íslenskir radíóamatörar hafa, segja Ársæll Óskarsson […]

,

MBL: “Radíóamatör? Hvað er nú það?”

  Um 700 þúsund manns um allan heim stunda þetta tómstundagaman þ.á.m. Hússein Jórdaníukonung. Að undanförnu hafa radioamatörar eða útvarpsáhugamenn komið nokkuð fram í fréttum, m.a. í sambandi við jarðhræringarnar í Mývatnssveit. Til þess að fá nánari vitneskju um starfsemi þeirra hafði Morgunblaðið stutt viðtal við Kristinn Andersen menntaskólanema sem er áhugamaður á þessu sviði. […]