,

Mbl: Gervitungl til auglýsingaútsendinga

Swatch-úraframleiðandinn hefur sammælst við rússnesku geimferðastofnunina um að nýta gervitungl til auglýsingaútsendinga utan úr geimnum. Swatch hyggst nýta gervitunglið til að auglýsa gervihnattaboðtæki sem fyrirtækið kallar Beepbox, en einnig til að kynna “Nettíma”, sem fyrirtækið vill að komi í stað tímabelta. Radíóamatörar hafa mótmælt þessu tiltæki harðlega.

Samkvæmt yfirlýsingu Swatch mun gervitunglið senda út á tíðninni 145.800 til 146.000 MHz, en að sögn amatöranna spillir það útsendingartíðni þeirra, en að auki þykir þeim það hin mesta goðgá að amatöratíðni sé nýtt fyrir auglýsingar.

Swatch-stjórar hafa gefið tunglinu nafnið Beatnik, sem hugsað er sem orðaleikur á Sputnik og einnig til að undirstrika gervihnattaboðtækin og nýja tímaeiningu Swatch, beat eða slög, sem nota á í hinum nýja Nettíma.

Gervitunglið, sem hét áður RS-19, var upphaflega ætlað fyrir tilrauna- og menningarstarfsemi og var skotið með ferju í geimstöðina MÍR 2. apríl. sl. Það er á stærð við fótbolta og getur geymt og sent tíu auglýsingar eða skilaboð, hverja um tíu sekúndur að lengd. Nýjar upplýsingar eru sendar upp í tunglið einu sinni á sólarhring. Tunglið gengur í um mánuð, en það gengur fyrir rafhlöðum. Þegar ákveðið verður að koma því á braut mun geimfari í MÍR opna lúgu á geimstöðinni og kasta því út.

Á heimasíðu Swatch er hægt að koma til fyrirtækisins skilaboðum sem verða send upp í gervitunglið til útsendinga um heim allan ef þau fela í sér auglýsingatexta tengdan fyrirtækinu. Einnig sendir gervitunglið frá sér HTML-texta sem hægt verður að sjá á heimasíðu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 1 =