http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-05-09 09:15:202022-05-09 09:15:22OPIÐ Í SKELJANESI 12. MAÍ
APRS-IS kerfið hefur verið í uppbyggingu um nokkurra ára skeið. Í fyrrasumar kom nýr APRS stafvarpi til sögunnar þann 8. ágúst; TF1SS-1 á Úlfljótsfjalli, auk þess sem unnið var við loftnet og búnað TF8APA á Þorbirni og TF3IRA-1Ø í Skeljanesi.
Það er APRS hópurinn sem vann að þessu verkefni líkt og fyrri ár. Það eru einkum þeir Magnús Ragnarsson TF1MT, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA, Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en ÍRA hefur kostað hluta af búnaði úr félagssjóði, m.a. Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi.
Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um búnaðinn.
Þakkir til APRS hópsins fyrir góð störf að þessu áhugaverða verkefni.
Stjórn ÍRA.
QRG (MHz)
STAÐUR
KALLMERKI
TEGUND
HNIT
EIGANDI
144.800
Búrfell, 669 m. yfir sjó
TF1APA
Stafvarpi
IP04cb
TF1MT
144.800
Reynisfjall, 340 m. yfir sjó
TF1APB
Stafvarpi
HP93lw
APRS hópurinn
144.800
Landeyjar
TF1MT-1
Stafvarpi/gátt
HP93wo
TF1MT
144.800
Reykjavík (Skeljanes)
TF3IRA-1Ø
Stafvarpi/gátt
HP94ad
ÍRA
144.800
Reykjavík (Hraunbær)
TF3RPF
Stafvarpi
HP94cc
TF3JA
144.800
Akureyri (Kjarnaskógur)
TF5SS
Stafvarpi/gátt
IP05wp
APRS hópurinn
144.800
Þorbjarnarfell, 244 m. yfir sjó
TF8APA
Stafvarpi
HP83su
ÍRA
144.800
Úlfljótsfjall, 248 m. yfir sjó
TF2SS-1
Stafvarpi
IP14ej
APRS hópurinn
Þessi skúr er á Úlfljótsfjalli, í 248 m. hæð yfir sjávarmáli. Hann hýsir APRS búnað TF1SS-1. Staðsetning er með útsýni er til allra átta. Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-05-07 13:13:022022-05-07 13:15:35Stafvarpar og internetgáttir
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. maí.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Ómar Magnússon, TF3WK (OZ1OM) sem er á landinu um þessar mundir. Hann sýndi okkur m.a. Chamelion ferðaloftnet sem hann hefur notað með ágætum árangri undanfarið, m.a. frá Mývatni. Ómar er búsettur í Odense í Danmörku.
Ágæt skilyrði voru á HF böndunum og var félagsstöðin virkjuð samtímis á 20 metrum (TF3WK) og á 40 metrum (TF3VG).
Vel heppnað fimmtudagskvöld í vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 15 félagar í húsi.
Stjórn ÍRA.
Mathías Hagvaag TF3MH, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Ómar Magnússon TF3WK/OZ1OM og Valtýr Einarsson TF3VG.Ómar sýndi okkur Chamelion ferðaloftnetið sem er gert fyrir öll bönd frá 160-6 metra, auk VHF og UHF. Margskonar aukabúnaðar fylgir með netinu, m.a. 18m langur vír sem gefur góða útkomu á lægri böndunum. Ómar í sambandi við félagana í Odense frá TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-05-06 10:06:452022-05-06 10:39:32FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 5. MAÍ
CQ World Wide DX keppnin á morsi fór fram helgina 27.-28. nóvember 2021. Alls bárust 8.613 dagbækur til keppnisnefndar samanborið við 9.107 dagbækur í SSB hluta keppninnar. Heildarniðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins.
Keppnisgögn voru send inn fyrir 9 TF kallmerki í 2 keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbóka (check-log). Úrslit í hvorum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):
VIÐMIÐUNARDAGBÆKUR, (check-log): TF3AO, TF3JB og TF3W.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
–
Fyrir áhugasama má benda á fróðlega grein um CQ WW DX keppnina sem birtist í tilefni 70 ára afmælis hennar í 2. tbl. CQ TF 2018. M.a. eru upplýsingar um árangur allra TF kallmerkja í keppninni frá upphafi, SSB og CW (1948-2017). Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf
Stöplaritið sýnir fjölda innsendra keppnisdagbóka í morshluta keppninnar yfir heiminn 1948-2017. Rauðlituðu tölurnar við valda stöpla sýna fjölda innsendra dagbóka það ár. Dæmi: 1948 = 558 dagbækur og 2017 = 8.450 dagbækur. Heimild: CQ tímaritið.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og í ganginum niðri í Skeljanesi
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-05-02 14:32:132022-05-03 20:50:35NÆST OPIÐ Í SKELJANESI 5. MAÍ
Stærsta sýningin í Norður-Ameríku fyrir radíóamatöra, DAYTON HAMVENTION í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum verður haldin 20.-22. maí n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins.
Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi og vísast nánar á ferðavefi á netinu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-05-01 13:22:462022-05-01 13:22:47DAYTON HAMVENTION Á NÝ 2022
Stærsta sýningin í Evrópu fyrir radíóamatöra, HAM RADIO í Friedrichshafen í Þýskalandi verður haldin 24.-26. júní n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins.
Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi, t.d. til Frankfurt (FRA), München (MUC) og Zürich (ZRH), auk þess sem í boði eru tengiflug til Friedrichshafen (FDH), m.a. frá Frankfurt.
A.m.k. 14 íslenskir radíóamatörar (auk maka) heimsóttu sýninguna þegar hún var síðast haldin sumarið 2019. Frásögn frá ferðinni má lesa í 4. tbl. CQ TF 2019; bls. 25-29.
Ástæða er til að benda félagsmönnum í ferðahug á að athuga með pöntun á flugi og gistingu.
Stjórn ÍRA.
Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins (í einum sal af fjórum) sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen, þar sem leyfishafar alls staðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-30 12:20:092022-04-30 12:41:31FRIEDRICHSHAFEN Á NÝ 2022
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. apríl.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Folgers kaffi og bakkelsi. Mikið rætt um páskaleikana nýverð og áhugaverðar umræður um tæki, búnað og tæknina. Margir eru í loftnetahugleiðingum.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 16 félagar í húsi.
Stjórn ÍRA.
Hans KonradKristjánsson TF3FG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þórður Adolfsson TF3DT, Mathías Hagvaag TF3MH og Georg Magnússon TF2LL.Jón G. Guðmundsson TF3LM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ágúst H. Bjarnason TF3OM og Þórður Adolfsson TF3ID.Mathías Hagvaag TF3MH, Georg Magnússon TF2LL, Ársæll Óskarsson TÞF3AO og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Ljósmyndir: Georg Kulp TF3GZ.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-29 10:10:262022-04-29 17:12:53FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. APRÍL
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 21. -27. apríl.
Alls fengu 24 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, RTTY (fjarritun), tali (SSB) og morsi (CW) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:
TF1A FT8 á 15, 17 og 20 metrum. TF1EIN FT8 á 17, 20 og 60 metrum. TF1EM FT8 á 15 og 17 metrum. TF1JI SSB á 60 og 80 metrum. TF1OL/P FT4 á 20 metrum. TF2LL SSB á 60 metrum. TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 12, 15, 17 og 20 metrum. TF3AO RTTY á 20 metrum. TF3DT FT8 á 20 metrum. TF3JB FT8 á 20 metrum. TF3LB CW og FT8 á 15, 20 og 40 metrum. TF3MH FT8 á 15 metrum. TF3PPN FT8 á 20 metrum. TF3T SSB á 12 metrum. TF3VE FT8 á 20 og 60 metrum. TF3VG FT8 á 15 og 17 metrum. TF3WK CW á 20 metrum. TF3XO SSB á 20 og 80 metrum. TF5B FT8 á 15 og 20 metrum. TF6JZ SSB á 17 metrum. TF7DHP SSB á 80 metrum. TF8KY SSB á 20 og 40 metrum. TF8SM SSB á 40 metrum. TF/EA5Q FT8 á 17 og 20 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
Mynd af færanlegri fjarskiptaaðstöðu Ómars Magnússonar TF3WK 27.4.2022 við Mývatn. Ljósmynd: TF3WK.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-28 17:50:032022-04-28 17:51:41VÍSBENDING UM VIRKNI
5. páskaleikar félagsins fóru fram 15.-17. apríl. Alls var 21 kallmerki skráð til leiks en 18 sendu inn dagbókarupplýsingar. Niðurstöður voru eftirfarandi:
1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 88.256 heildarstig. 2. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 85.400 heildarstig. 3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 52.624 heildarstig. 4. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE – 33.332 heildarstig. 5. sæti Ægir Ólafsson, TF2CT – 31.331 heildarstig. 6. sæti Jón Óskarsson, TF1JI – 28.016 heildarstig. 7. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 20.720 heildarstig. 8. sæti Björn Þór Hrafnkelsson, TF8TY – 13.501 heildarstig. 9. sæti Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA – 9.725 heildarstig. 10. sæti Benedikt Sveinsson, TF3T – 8.856 heildarstig. 11. sæti Georg Kulp, TF3GZ – 8.060 heildarstig. 12. sæti Jónas Bjarnason, TF3JB – 5.520 heildarstig. 13. sæti Georg Magnússon, TF2LL – 5.484 heildarstig. 14. sæti Jón Svavarsson, TF3JON – 2.893 heildarstig. 15. sæti Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK – 1.320 heildarstig. 16. sæti Jón Þ. Jónsson, TF3JA – 774 heildarstig. 17. sæti Jóhannes Andri Kjartansson, TF3JE – 15 heildarstig. 18. sæti Kristján Benediktsson, TF3KB – 3 heildarstig.
Hamingjuóskir til TF8KY, TF1AM og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætununum sem og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.
Viðurkenningar í Páskaleikunum eru vandaðir verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin. Myndin er af verðlaunagripunum í fyrra (2021). Ljósmynd: TF3JB.
Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 28. mars er hálfnað á morgun, miðvikudaginn 27. apríl. Þá verður 9. kennslukvöldið og mun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX m.a. fjalla um tíðni, bjögun og yfirsveiflur.
Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Nemendur eru bæði í skólastofu í HR og í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Súðavík, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu.
Miðvikudaginn 18. maí verður síðasta kennslukvöldið, sem er upprifjun auk þess sem farið verður yfir eldri próf.
Í fyrrakvöld (25. mars) var skipt um forrit til notkunar yfir netið, en frá þeim tíma hefur verið notað forritið Zoom í stað Google Meet.
Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-24 18:34:242022-04-24 18:37:24OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 28. APRÍL
OPIÐ Í SKELJANESI 12. MAÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti.
Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og í ganginum niðri í Skeljanesi
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Stafvarpar og internetgáttir
APRS-IS kerfið hefur verið í uppbyggingu um nokkurra ára skeið. Í fyrrasumar kom nýr APRS stafvarpi til sögunnar þann 8. ágúst; TF1SS-1 á Úlfljótsfjalli, auk þess sem unnið var við loftnet og búnað TF8APA á Þorbirni og TF3IRA-1Ø í Skeljanesi.
Það er APRS hópurinn sem vann að þessu verkefni líkt og fyrri ár. Það eru einkum þeir Magnús Ragnarsson TF1MT, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA, Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en ÍRA hefur kostað hluta af búnaði úr félagssjóði, m.a. Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi.
Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um búnaðinn.
Þakkir til APRS hópsins fyrir góð störf að þessu áhugaverða verkefni.
Stjórn ÍRA.
FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 5. MAÍ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. maí.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Ómar Magnússon, TF3WK (OZ1OM) sem er á landinu um þessar mundir. Hann sýndi okkur m.a. Chamelion ferðaloftnet sem hann hefur notað með ágætum árangri undanfarið, m.a. frá Mývatni. Ómar er búsettur í Odense í Danmörku.
Ágæt skilyrði voru á HF böndunum og var félagsstöðin virkjuð samtímis á 20 metrum (TF3WK) og á 40 metrum (TF3VG).
Vel heppnað fimmtudagskvöld í vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 15 félagar í húsi.
Stjórn ÍRA.
CQ WW DX CW KEPPNIN 2021, ÚRSLIT
CQ World Wide DX keppnin á morsi fór fram helgina 27.-28. nóvember 2021. Alls bárust 8.613 dagbækur til keppnisnefndar samanborið við 9.107 dagbækur í SSB hluta keppninnar. Heildarniðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins.
Keppnisgögn voru send inn fyrir 9 TF kallmerki í 2 keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbóka (check-log). Úrslit í hvorum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):
EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL, AÐSTOÐ:
TF3SG (1563Q) E=170 / H=365
TF3DC (178Q) E=477 / H=996
TF1AM (391Q) E=499 / H=1114
EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL:
TF3VS (373Q) E=315 / H=511
TF3EO (325Q) E=421 / H=686
TF8KY (99Q) E= 668 / H=1147
VIÐMIÐUNARDAGBÆKUR, (check-log):
TF3AO, TF3JB og TF3W.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
–
Fyrir áhugasama má benda á fróðlega grein um CQ WW DX keppnina sem birtist í tilefni 70 ára afmælis hennar í 2. tbl. CQ TF 2018. M.a. eru upplýsingar um árangur allra TF kallmerkja í keppninni frá upphafi, SSB og CW (1948-2017). Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf
NÆST OPIÐ Í SKELJANESI 5. MAÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 5. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og í ganginum niðri í Skeljanesi
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
DAYTON HAMVENTION Á NÝ 2022
Stærsta sýningin í Norður-Ameríku fyrir radíóamatöra, DAYTON HAMVENTION í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum verður haldin 20.-22. maí n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins.
Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi og vísast nánar á ferðavefi á netinu.
Frásögn af sýningum fyrir radíóamatöra, þ.á.m. um Dayton Hamvention má lesa í 3. tbl. CQ TF 2018; bls. 33-39. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/10/cqtf_32arg_2018_03tbl.pdf
Ástæða er til að benda félagsmönnum í ferðahug á að athuga með pöntun á flugi og gistingu.
Stjórn ÍRA.
FRIEDRICHSHAFEN Á NÝ 2022
Stærsta sýningin í Evrópu fyrir radíóamatöra, HAM RADIO í Friedrichshafen í Þýskalandi verður haldin 24.-26. júní n.k. Viðburðurinn féll niður s.l. 2 ár vegna faraldursins.
Ýmsir möguleikar bjóðast á flugi frá Íslandi, t.d. til Frankfurt (FRA), München (MUC) og Zürich (ZRH), auk þess sem í boði eru tengiflug til Friedrichshafen (FDH), m.a. frá Frankfurt.
A.m.k. 14 íslenskir radíóamatörar (auk maka) heimsóttu sýninguna þegar hún var síðast haldin sumarið 2019. Frásögn frá ferðinni má lesa í 4. tbl. CQ TF 2019; bls. 25-29.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf
Ástæða er til að benda félagsmönnum í ferðahug á að athuga með pöntun á flugi og gistingu.
Stjórn ÍRA.
FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. APRÍL
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. apríl.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Folgers kaffi og bakkelsi. Mikið rætt um páskaleikana nýverð og áhugaverðar umræður um tæki, búnað og tæknina. Margir eru í loftnetahugleiðingum.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 16 félagar í húsi.
Stjórn ÍRA.
VÍSBENDING UM VIRKNI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 21. -27. apríl.
Alls fengu 24 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, RTTY (fjarritun), tali (SSB) og morsi (CW) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:
TF1A FT8 á 15, 17 og 20 metrum.
TF1EIN FT8 á 17, 20 og 60 metrum.
TF1EM FT8 á 15 og 17 metrum.
TF1JI SSB á 60 og 80 metrum.
TF1OL/P FT4 á 20 metrum.
TF2LL SSB á 60 metrum.
TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 12, 15, 17 og 20 metrum.
TF3AO RTTY á 20 metrum.
TF3DT FT8 á 20 metrum.
TF3JB FT8 á 20 metrum.
TF3LB CW og FT8 á 15, 20 og 40 metrum.
TF3MH FT8 á 15 metrum.
TF3PPN FT8 á 20 metrum.
TF3T SSB á 12 metrum.
TF3VE FT8 á 20 og 60 metrum.
TF3VG FT8 á 15 og 17 metrum.
TF3WK CW á 20 metrum.
TF3XO SSB á 20 og 80 metrum.
TF5B FT8 á 15 og 20 metrum.
TF6JZ SSB á 17 metrum.
TF7DHP SSB á 80 metrum.
TF8KY SSB á 20 og 40 metrum.
TF8SM SSB á 40 metrum.
TF/EA5Q FT8 á 17 og 20 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
PÁSKALEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT
5. páskaleikar félagsins fóru fram 15.-17. apríl. Alls var 21 kallmerki skráð til leiks en 18 sendu inn dagbókarupplýsingar. Niðurstöður voru eftirfarandi:
1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 88.256 heildarstig.
2. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 85.400 heildarstig.
3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 52.624 heildarstig.
4. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE – 33.332 heildarstig.
5. sæti Ægir Ólafsson, TF2CT – 31.331 heildarstig.
6. sæti Jón Óskarsson, TF1JI – 28.016 heildarstig.
7. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 20.720 heildarstig.
8. sæti Björn Þór Hrafnkelsson, TF8TY – 13.501 heildarstig.
9. sæti Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA – 9.725 heildarstig.
10. sæti Benedikt Sveinsson, TF3T – 8.856 heildarstig.
11. sæti Georg Kulp, TF3GZ – 8.060 heildarstig.
12. sæti Jónas Bjarnason, TF3JB – 5.520 heildarstig.
13. sæti Georg Magnússon, TF2LL – 5.484 heildarstig.
14. sæti Jón Svavarsson, TF3JON – 2.893 heildarstig.
15. sæti Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK – 1.320 heildarstig.
16. sæti Jón Þ. Jónsson, TF3JA – 774 heildarstig.
17. sæti Jóhannes Andri Kjartansson, TF3JE – 15 heildarstig.
18. sæti Kristján Benediktsson, TF3KB – 3 heildarstig.
Hamingjuóskir til TF8KY, TF1AM og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætununum sem og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ
Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 28. mars er hálfnað á morgun, miðvikudaginn 27. apríl. Þá verður 9. kennslukvöldið og mun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX m.a. fjalla um tíðni, bjögun og yfirsveiflur.
Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Nemendur eru bæði í skólastofu í HR og í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Súðavík, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu.
Miðvikudaginn 18. maí verður síðasta kennslukvöldið, sem er upprifjun auk þess sem farið verður yfir eldri próf.
Í fyrrakvöld (25. mars) var skipt um forrit til notkunar yfir netið, en frá þeim tíma hefur verið notað forritið Zoom í stað Google Meet.
Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 28. APRÍL
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. apríl kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffi og meðlæti.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.