,

TF ÚTILEIKUNUM LOKIÐ

TF útileikunum 2022 lauk á hádegi í gær, mánudag 1. ágúst. Viðburðurinn gekk með ágætum í þokkalega góðum skilyrðum.

Yfir 20 TF kallmerki voru í loftinu um allt  land á 160, 60, 80 og 40 metrum. Reglur voru uppfærðar fyrir leikana í ár og fólst meginbreytingin í því að stytta tímabilið úr 3 í 2 sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Menn eru sammála um að breytingin hafi komið vel út.

Vefslóð á heimasíðu fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar  Þar má slá inn upplýsingar úr dagbókum. Gögnum má einnig skila á eyðublaði á vefnum (sbr. fyrri pósta) og skila í tölvupósti á ira@ira.is  Gögn þurfa að berast fyrir miðnætti 8. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir gott utanumhald og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Stjórn ÍRA.

TF3IRA notaði ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins í útileikunum. Myndin er af IC-7610. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =