,

ÚTILEIKARNIR HÁLFNAÐIR

TF útileikarnir eru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudag. Virkni hefur verið góð og skilyrði ágæt um allt land. Leikunum lýkur á morgun (mánudag) á hádegi.

Uppfærðar reglur hafa komið vel út, en megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda.

Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í gær, laugardag á 40, 60, 80 og 160 metrum. Góð sambönd náðust m.a. við Kristján TF4WD á Sauðárkróki, Andrés TF1AM í Þingvallasveit, Einar TF3EK á Svalbarðseyri, Ólaf Örn TF1OL fyrir utan Stykkishólm – auk margra góðra samanda við aðra leyfishafa sem voru staddir nær.

Loftnetið okkar á 160 metrum kom vel út. Það var notað á 160, 60 og 80M en Hustler 5-BTV stangarnetið á 40M. Ekkert CW samband var haft frá Skeljanesi að þessu sinni.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins voru notaðar í TF útileikunum.
Jónas Bjarnason TF3JB við hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptabergi félagsins í Skeljanesi.
Erling Guðnason TF3E vð hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi.
Meðal félagsmanna sem litu við í Skeljanesi í gær (laugardag): Erling Guðnason TF3E, Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF3JB nr. 1, 3 og 4. TF3KB nr. 2.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + 19 =