,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. JÚLÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. júlí fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Mikið var rætt um tæki og búnað, m.a. nýju K4D stöðina frá Elecraft, en hugsanlega er eintak á leiðinni til landsins á næstu vikum. Einnig var rætt um stóru heimastöðvarnar frá FlexRadio, Icom, Kenwood og Yaesu. Menn voru ennfremur áhugasamir um TF útileikana sem byrja á hádegi á morgun, laugardag.

Smári Hreinsson, TF8SM færði félaginu töluvert magn af radíódóti sem verður til afhendingar frá og með næsta opnunarkvöldi.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildri léttrigningu í vesturbænum í Reykjavík. Alls 24 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Vilhelm Sigurðsson TF3AWS, Smári Hreinsson TF8SM, Benedikt Sveinsson TF3T, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Sigurður Óskar Óskarsson TF3WIN.
Síðar um kvöldið. Frá vinstri: Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Benedikt Sveinsson TF3T (standandi). Við borðið: Mathías Hagvaag TF3MH, Valtýr Einarsson TF3VG, Jón E. Guðmunsson TF8KW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Smári TF8SM færði félaginu töluvert af radíódóti sem átti eftir að raða þegar myndin var tekin. Frá vinstri: Jón E. Guðmundsson TF8KW og Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 − 4 =