25. Vita- og vitaskipahelgin fer fram eftir tvær vikur – helgina 20.-21. ágúst.
307 skráningar frá 40 þjóðlöndum höfðu borist inn á heimasíðu viðburðarins 7. ágúst.
Enginn íslenskur viti hefur enn verið skráður, en í fyrra (2021) virkjaði Svanur Hjálmarsson, TF3AB kallmerkið TF1IRA frá Knarrarósvita (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Myndin er af Svani Hjálmarssyni, TF3AB þegar hann virkjaði TF1IRA frá Knarrarósvita í fyrra (2021). Hér er hann við tækin sem hann setti upp í fortjaldi við hjólhýsi sitt við vitann. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF3AM.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. júlí til 5. ágúst 2022.
Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 15, 17, 20 og 80 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:
TF1EIN FT8 á 6 metrum. TF1EM FT8 á 6, 17 og 40 metrum. TF1OL/P FT8 á 15, 17 og 20 metrum. TF1VHF/B CW á 6 metrum. TF2CT FT8 á 17 metrum. TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 6, 17 og 20 metrum. TF3D CW á 15, 20, 40 og 80 metrum. TF3JB CW á 6, 15, 17, 20 og 30 metrum. TF3MH FT8 á 10 metrum. TF3PPN FT8 á 20 metrum. TF3SG CW á 6 og 17 metrum. TF3VE FT4 og SSB á 20 og 80 metrum. TF3VS FT4 og FT8 á 17, 20 og 40 metrum. TF4M CW á 30 metrum. TF5B FT8 á 17 og 20 metrum. TF7DHP SSB á 80 metrum. TF8KY SSB á 6 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
Daggeir Pálsson TF7DHP var virkur á tímabilinu á SSB á 80 metrum. Myndin er af glæsilegri fjarskiptaaðstöðu hans á Akureyri. Ljósmynd: TF7DHP.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-06 18:14:362022-08-06 18:14:38VÍSBENDING UM VIRKNI
TF útileikunum 2022 lauk á hádegi í gær, mánudag 1. ágúst. Viðburðurinn gekk með ágætum í þokkalega góðum skilyrðum.
Yfir 20 TF kallmerki voru í loftinu um allt land á 160, 60, 80 og 40 metrum. Reglur voru uppfærðar fyrir leikana í ár og fólst meginbreytingin í því að stytta tímabilið úr 3 í 2 sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Menn eru sammála um að breytingin hafi komið vel út.
Vefslóð á heimasíðu fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Þar má slá inn upplýsingar úr dagbókum. Gögnum má einnig skila á eyðublaði á vefnum (sbr. fyrri pósta) og skila í tölvupósti á ira@ira.is Gögn þurfa að berast fyrir miðnætti 8. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir gott utanumhald og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Stjórn ÍRA.
TF3IRA notaði ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins í útileikunum. Myndin er af IC-7610. Ljósmynd: TF3JB.
TF útileikarnir eru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudag. Virkni hefur verið góð og skilyrði ágæt um allt land. Leikunum lýkur á morgun (mánudag) á hádegi.
Uppfærðar reglur hafa komið vel út, en megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda.
Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í gær, laugardag á 40, 60, 80 og 160 metrum. Góð sambönd náðust m.a. við Kristján TF4WD á Sauðárkróki, Andrés TF1AM í Þingvallasveit, Einar TF3EK á Svalbarðseyri, Ólaf Örn TF1OL fyrir utan Stykkishólm – auk margra góðra samanda við aðra leyfishafa sem voru staddir nær.
Loftnetið okkar á 160 metrum kom vel út. Það var notað á 160, 60 og 80M en Hustler 5-BTV stangarnetið á 40M. Ekkert CW samband var haft frá Skeljanesi að þessu sinni.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins voru notaðar í TF útileikunum. Jónas Bjarnason TF3JB við hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptabergi félagsins í Skeljanesi.Erling Guðnason TF3E vð hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi.Meðal félagsmanna sem litu við í Skeljanesi í gær (laugardag): Erling Guðnason TF3E, Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF3JB nr. 1, 3 og 4. TF3KB nr. 2.
TF útileikarnir byrja í dag, laugardag 30. júlí – á hádegi. Leikarnir standa í tvo sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag.
Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma. Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-07-30 10:07:222022-07-30 10:10:39TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. júlí fyrir félagsmenn og gesti.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Mikið var rætt um tæki og búnað, m.a. nýju K4D stöðina frá Elecraft, en hugsanlega er eintak á leiðinni til landsins á næstu vikum. Einnig var rætt um stóru heimastöðvarnar frá FlexRadio, Icom, Kenwood og Yaesu. Menn voru ennfremur áhugasamir um TF útileikana sem byrja á hádegi á morgun, laugardag.
Smári Hreinsson, TF8SM færði félaginu töluvert magn af radíódóti sem verður til afhendingar frá og með næsta opnunarkvöldi.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildri léttrigningu í vesturbænum í Reykjavík. Alls 24 félagar og 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.
Mathías Hagvaag TF3MH, Vilhelm Sigurðsson TF3AWS, Smári Hreinsson TF8SM, Benedikt Sveinsson TF3T, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Sigurður Óskar Óskarsson TF3WIN.Síðar um kvöldið. Frá vinstri: Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 og Benedikt Sveinsson TF3T (standandi). Við borðið: Mathías Hagvaag TF3MH, Valtýr Einarsson TF3VG, Jón E. Guðmunsson TF8KW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.Smári TF8SM færði félaginu töluvert af radíódóti sem átti eftir að raða þegar myndin var tekin. Frá vinstri: Jón E. Guðmundsson TF8KW og Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-07-29 12:24:542022-07-29 12:31:30FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. JÚLÍ
TF útileikarnir byrja á hádegi á laugardag, standa í 2 sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag. Vakin er athygli á uppfærðum keppnisreglum samanber fyrri tilkynningar.
Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma.
Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.
Stjórn ÍRA.
Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 við innganginn í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-07-28 14:41:092022-07-28 14:44:01TF3IRA VERÐUR QRV Í ÚTILEIKUNUM
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka innkomin kort.
Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr fundarsal.Radíó- og tölvudót sem barst nýlega. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-07-26 14:15:082022-07-26 14:17:16OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMMTUDAG 28. JÚLÍ
TF útileikarnir 2022 fara fram um verslunarmannahelgina, 30. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Sjá reglurnar neðar.
Heimilt er að hafa sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Fjarskiptastofa hefur fallist á beiðni ÍRA þess efnis, að veita leyfishöfum tímabundna heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum – án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Uppfærðar reglur útileikanna. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólar-hringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda,
1. Almennt
TF útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
2. Bönd
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að Fjarskiptastofa hefur heimilað þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum 2022.
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi.
4. Upplýsingar
Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótarstig fæst ef einnig er skiptist á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc (sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ). RS(T) táknar læsileika, styrk og tóngæði merkis (tóngæði eru aðeins notuð á morsi). Afl er frá sendi í wöttum.
5. Stig
Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.
Einn margfaldari, sem fer eftir fjölda reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.
Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefnum. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is
Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.
7. Annað
Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.
(Reglur voru uppfærðar 24.7.2022).
Myndin er af verðlaunum og viðurkenningum í fjarskiptaviðburðum ÍRA. Í TF útileikunum er veittur glæsilegur verðlaunaplatti á viðargrunni í 1. verðlaun og skrautrituð viðurkenningaskjöl fyrir fyrstu 5 sætin. Ljósmynd: TF3JB.
Heimasíða félagsins kemur ekki alltaf inn þegar notað „IRA.IS“. Sundum nægir að smella á „RELOAD“ þegar það kemur upp, en stundum þarf að slá inn „WWW.IRA.IS“ – þá kemur síðan upp með smá töf.
„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF.
Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt, burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.
1. hluti fór fram 21. maí s.l.
2. hluti fer fram laugardaginn 23. júlí kl. 10:00 til 21:59.
3. hluti fer fram 30. desember n.k.
Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.
ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022
25. Vita- og vitaskipahelgin fer fram eftir tvær vikur – helgina 20.-21. ágúst.
307 skráningar frá 40 þjóðlöndum höfðu borist inn á heimasíðu viðburðarins 7. ágúst.
Enginn íslenskur viti hefur enn verið skráður, en í fyrra (2021) virkjaði Svanur Hjálmarsson, TF3AB kallmerkið TF1IRA frá Knarrarósvita (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Vefslóð á heimasíðu viðburðarins: https://illw.net/index.php/entrants-list-2022
Stjórn ÍRA.
VÍSBENDING UM VIRKNI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. júlí til 5. ágúst 2022.
Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 15, 17, 20 og 80 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:
TF1EIN FT8 á 6 metrum.
TF1EM FT8 á 6, 17 og 40 metrum.
TF1OL/P FT8 á 15, 17 og 20 metrum.
TF1VHF/B CW á 6 metrum.
TF2CT FT8 á 17 metrum.
TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 6, 17 og 20 metrum.
TF3D CW á 15, 20, 40 og 80 metrum.
TF3JB CW á 6, 15, 17, 20 og 30 metrum.
TF3MH FT8 á 10 metrum.
TF3PPN FT8 á 20 metrum.
TF3SG CW á 6 og 17 metrum.
TF3VE FT4 og SSB á 20 og 80 metrum.
TF3VS FT4 og FT8 á 17, 20 og 40 metrum.
TF4M CW á 30 metrum.
TF5B FT8 á 17 og 20 metrum.
TF7DHP SSB á 80 metrum.
TF8KY SSB á 6 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS FIMMMTUDAGINN 4. ÁGÚST
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 4. ágúst. Húsið opnar kl. 20:00. Kaffiveitingar.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi.
Töluvert hefur borist af nýju radíódóti.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
TF ÚTILEIKUNUM LOKIÐ
TF útileikunum 2022 lauk á hádegi í gær, mánudag 1. ágúst. Viðburðurinn gekk með ágætum í þokkalega góðum skilyrðum.
Yfir 20 TF kallmerki voru í loftinu um allt land á 160, 60, 80 og 40 metrum. Reglur voru uppfærðar fyrir leikana í ár og fólst meginbreytingin í því að stytta tímabilið úr 3 í 2 sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Menn eru sammála um að breytingin hafi komið vel út.
Vefslóð á heimasíðu fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Þar má slá inn upplýsingar úr dagbókum. Gögnum má einnig skila á eyðublaði á vefnum (sbr. fyrri pósta) og skila í tölvupósti á ira@ira.is Gögn þurfa að berast fyrir miðnætti 8. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir gott utanumhald og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Stjórn ÍRA.
ÚTILEIKARNIR HÁLFNAÐIR
TF útileikarnir eru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudag. Virkni hefur verið góð og skilyrði ágæt um allt land. Leikunum lýkur á morgun (mánudag) á hádegi.
Uppfærðar reglur hafa komið vel út, en megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda.
Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í gær, laugardag á 40, 60, 80 og 160 metrum. Góð sambönd náðust m.a. við Kristján TF4WD á Sauðárkróki, Andrés TF1AM í Þingvallasveit, Einar TF3EK á Svalbarðseyri, Ólaf Örn TF1OL fyrir utan Stykkishólm – auk margra góðra samanda við aðra leyfishafa sem voru staddir nær.
Loftnetið okkar á 160 metrum kom vel út. Það var notað á 160, 60 og 80M en Hustler 5-BTV stangarnetið á 40M. Ekkert CW samband var haft frá Skeljanesi að þessu sinni.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA
TF útileikarnir byrja í dag, laugardag 30. júlí – á hádegi. Leikarnir standa í tvo sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag.
Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma. Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.
Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi TF3EK um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Slóðin á innsláttarforrit er https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Dagbókareyðublað á Word-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.docx
Dagbókareyðublað á PDF-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.pdf
Sýnishorn af útfylltri keppnisdagbók: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-synishorn.pdf
Þetta er úr dagbók TF3IRA frá 2020, til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. júlí fyrir félagsmenn og gesti.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Mikið var rætt um tæki og búnað, m.a. nýju K4D stöðina frá Elecraft, en hugsanlega er eintak á leiðinni til landsins á næstu vikum. Einnig var rætt um stóru heimastöðvarnar frá FlexRadio, Icom, Kenwood og Yaesu. Menn voru ennfremur áhugasamir um TF útileikana sem byrja á hádegi á morgun, laugardag.
Smári Hreinsson, TF8SM færði félaginu töluvert magn af radíódóti sem verður til afhendingar frá og með næsta opnunarkvöldi.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildri léttrigningu í vesturbænum í Reykjavík. Alls 24 félagar og 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.
TF3IRA VERÐUR QRV Í ÚTILEIKUNUM
TF útileikarnir byrja á hádegi á laugardag, standa í 2 sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag. Vakin er athygli á uppfærðum keppnisreglum samanber fyrri tilkynningar.
Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma.
Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMMTUDAG 28. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka innkomin kort.
Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022
TF útileikarnir 2022 fara fram um verslunarmannahelgina, 30. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Sjá reglurnar neðar.
Heimilt er að hafa sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Fjarskiptastofa hefur fallist á beiðni ÍRA þess efnis, að veita leyfishöfum tímabundna heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum – án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Dagbókareyðublöð
Vefslóð á dagbókareyðublað á Word-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.docx
Vefslóð á dagbókareyðublað á PDF-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.pdf
Sýnishorn af útfylltri keppnisdagbók: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-synishorn.pdf
Þetta er úr dagbók TF3IRA frá 2020, til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
(ATH. UPPFÆRÐAR UPPLÝSINGAR 25.7.2022).
————–
TF ÚTILEKAR, REGLUR 2022
Uppfærðar reglur útileikanna. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólar-hringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda,
1. Almennt
TF útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
2. Bönd
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að Fjarskiptastofa hefur heimilað þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum 2022.
3. Þátttökutímabil
17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi.
4. Upplýsingar
Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótarstig fæst ef einnig er skiptist á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc (sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ). RS(T) táknar læsileika, styrk og tóngæði merkis (tóngæði eru aðeins notuð á morsi). Afl er frá sendi í wöttum.
5. Stig
Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.
Einn margfaldari, sem fer eftir fjölda reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.
6. Loggar
Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, RS(T) sent, afl sent, QSO móttekið, QTH, RS(T) móttekið og afl móttekið.
Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefnum. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is
Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.
7. Annað
Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.
(Reglur voru uppfærðar 24.7.2022).
HEIMASÍÐA ÍRA
Heimasíða félagsins kemur ekki alltaf inn þegar notað „IRA.IS“. Sundum nægir að smella á „RELOAD“ þegar það kemur upp, en stundum þarf að slá inn „WWW.IRA.IS“ – þá kemur síðan upp með smá töf.
Vefstjóri félagsins vinnur að lausn.
Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Stjórn ÍRA.
YOTA KEPPNIN 2022 – 2. HLUTI
„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF.
Markmiðið stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt, burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.
1. hluti fór fram 21. maí s.l.
2. hluti fer fram laugardaginn 23. júlí kl. 10:00 til 21:59.
3. hluti fer fram 30. desember n.k.
Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA.
Stjórn ÍRA.
https://www.ham-yota.com/contest/