Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir í dag, 19. ágúst. Það eru Knarrarósviti (IS-0001) austan við Stokkseyri og Garðskagaviti (IS-0002) á Reykjanesi.
Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja Knarrarósvita á HF og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A um QO-100 gervihnöttinn.
Á sunnudag mun Ari Þórólfur flytja sig um set og virkja Garðskagavita (einnig um QO-100).
Bestu þakkir til þeirra Svans og Ara Þórólfs fyrir fyrir gott framtak.
Stjórn ÍRA.
Myndin er af Svani Hjálmarssyni, TF3AB þegar hann virkjaði TF1IRA frá Knarrarósvita í fyrra (2021). Hér er hann við tækin sem hann setti upp í fortjaldi við hjólhýsi sitt við vitann. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF3AM.Myndin er af Daggeiri Pálssyni TF7DHP og Ari Þórólfur Jóhannessyni TF1A við QO-100 ferðaloftnet Ara þegar hann virkjaði gervitunglið á Akureyri fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: XYL TF1A.
Fundur Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022, fer fram í borginni Turku í Finnlandi dagana 18.-21. ágúst.
Búist var við um 30 YL‘s á fundinn, auk kvenamatöra frá öðrum Evrópulöndum. Íslensku fulltrúarnir eru þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD.
Þátttakendur áforma að virkja kallmerkið OH1SYL dagana 21.-23. ágúst frá Katanpaa eyju, IOTA EU-096. QSL via OH1KIZ.
Með ósk um góðan fund!
Stjórn ÍRA.
Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Arngrímur Jóhannsson, TF5AD verður sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. ágúst.
Hann mun flytja stuttan inngang kl. 20:30 og kynna heimildarmynd sem er í vinnslu fyrir sjónvarp um flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Verkið var flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l. Arngrímur hefur í hyggju að færa ÍRA eintak þegar myndin verður fullkláruð.
Þess má geta að Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY smíðaði tækið sem þýðir morsmerkin sem Arngrímur sendi frá morslykli og birtust á “rúllandi” textaskjá samhliða flutningi verksins.
Þakkir til Arngríms Jóhannssonar, TF5AD og til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS sem hefur verið í sambandi við Arngrím og hafði milligöngu við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY um smíði tækisins sem notað var við flutning verksins.
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 20.-21. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (15. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina.
Hann hlakkar til að sjá sem flesta félaga á staðnum og nefnir, að menn geti komið með eigin tæki og búnað og tengt við rafmagn og loftnet þar á staðnum. Svanur er með GSM númerið 837-9000 ef menn hafa fyrirspurnir.
Bestu þakkir til Svans fyrir gott framtak.
Stjórn ÍRA.
Knarrarósviti er staðsettur sunnan við Stokkseyri. Hann er sá viti sem radíóamatörar hafa oftast virkjað á vita- og vitaskipahelgi hér á landi, eða 19 sinnum frá 1998. Vitinn verður því QRV í 20. skipti þegar kallmerkið TF1IRA verður sett í loftið um helgina. Ljósmyndin var tekin árið 2005 af TF3AO.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar sunnudaginn 14. ágúst.
Mathías sagði, að nú væru 140 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við fjöldi nýrra leyfishafa kvaðst hann vilja benda á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Eftir að samband er haft, megi gera ráð fyrir að fyrstu kortin taki að berast um bureau‘ið 6-18 mánuðum síðar.
Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum – að því gefnu að kort hafi borist daginn áður. En vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag og eru sendingar flokkaðar sama dag.
Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.
Stjórn ÍRA.
Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau í Skeljanesi 14. ágúst. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-13 16:42:442022-08-13 16:46:22HEIMASÍÐA ÍRA ER Í ÓLAGI
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 13. ágúst 2022.
Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Líkur benda til, að DXCC viðurkenning Einars Pálssonar, TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa. Einar virðist hafa verið virkur strax/fljótlega eftir útgáfu leyfisbréfs, en fyrsta reglugerðin um starfsemi radíóamatöra var gefin út af Póst- og símamálastjórninni 7. febrúar 1947. Til marks um virkni Einars, geta heimildir m.a. um að hann hafi tekið þátt í fyrstu CQ World Wide DX keppninni árið 1948 (bæði í tal- og morshlutanum).
Einar Pálsson, TF3EA var handhafi leyfisbréfs nr. 1 á Íslandi, fyrsti formaður ÍRA og fyrsti heiðursfélagi ÍRA.
TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (15): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3VS, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA er stödd í sumarbúðum YOTA í Króatíu.
Í dag (11. ágúst) kl. 16:00 náði hún sambandi við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A þar sem hann var staddur á Akureyri (IPØ5wp) með ferðastöð sína til fjarskipta um Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið.
Ari sagði að hún hafi náð flott í gegn um mikla þyrpingu á bandinu (e. „pile-up“).
Kallmerki Elínar var 9A1ØØQO. Ari Þórólfur sagði að Elín hafi beðið fyrir góðar kveðjur til félaganna heima á Íslandi. Elín ætlar að reyna að vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar.
YOTA sumarbúðirnar í Króatíu verða QRV fram á laugardag. Önnur kallmerki þeirra eru m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/
Stjórn ÍRA.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A á góðri stundu í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.Daggeir Pálsson TF7DHP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin í dag (11. ágúst) við ferðaloftnet TF1A á Akureyri. Ljósmynd: Villa, XYL TF1A.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-11 18:51:252022-08-11 18:54:23QSO VIÐ TF2EQ í KRÓATÍU
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA ferðaðist til Króatíu frá Hollandi á laugardag til að taka þátt í sumarbúðum „Youngsters On The Air“ verkefnisins, en þetta er 10. árið sem efnt er til sumarbúða á vegum YOTA.
Sérstök kallmerki eru virkjuð frá sumarbúðunum; m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/
Elín ætlar að reyna vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar eftir því sem skilyrði leyfa.
U.þ.b. 80 þátttakendur eru í sumarbúum YOTA í Króatíu. Búðunum verður formlega slitið á laugardag, 13. ágúst.
Mynd frá fjarskiptaaðstöðu 9A22YOTA í sumarbúðunum. Yfirleitt eru 3 stöðvar í gangi samtímis. Ljósmynd: YOTA.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-09 15:41:292022-08-09 15:52:09SUMARBÚÐIR YOTA Í 10 ÁR
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-09 11:21:412022-08-09 11:22:11OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. ÁGÚST
Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 13.-14. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.
Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni. Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega.
Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku, Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.
Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 40 metrum þrír og á 20/15/10 metrum tveir. WAE er haldin á vegum landsfélags radíóamatöra í Þýskalandi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-08 18:59:322022-08-08 19:03:04WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á MORSI
VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 20.-21. ágúst. Vefslóð viðburðarins: https://illw.net/index.php/entrants-list-2022
Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir í dag, 19. ágúst. Það eru Knarrarósviti (IS-0001) austan við Stokkseyri og Garðskagaviti (IS-0002) á Reykjanesi.
Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja Knarrarósvita á HF og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A um QO-100 gervihnöttinn.
Á sunnudag mun Ari Þórólfur flytja sig um set og virkja Garðskagavita (einnig um QO-100).
Bestu þakkir til þeirra Svans og Ara Þórólfs fyrir fyrir gott framtak.
Stjórn ÍRA.
FUNDUR SYLRA 2022 Í FINNLANDI
Fundur Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022, fer fram í borginni Turku í Finnlandi dagana 18.-21. ágúst.
Búist var við um 30 YL‘s á fundinn, auk kvenamatöra frá öðrum Evrópulöndum. Íslensku fulltrúarnir eru þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD.
Þátttakendur áforma að virkja kallmerkið OH1SYL dagana 21.-23. ágúst frá Katanpaa eyju, IOTA EU-096. QSL via OH1KIZ.
Með ósk um góðan fund!
Stjórn ÍRA.
ARNGRÍMUR JÓHANNSSON TF5AD Í SKELJANESI
Arngrímur Jóhannsson, TF5AD verður sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. ágúst.
Hann mun flytja stuttan inngang kl. 20:30 og kynna heimildarmynd sem er í vinnslu fyrir sjónvarp um flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Verkið var flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l. Arngrímur hefur í hyggju að færa ÍRA eintak þegar myndin verður fullkláruð.
Þess má geta að Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY smíðaði tækið sem þýðir morsmerkin sem Arngrímur sendi frá morslykli og birtust á “rúllandi” textaskjá samhliða flutningi verksins.
Þakkir til Arngríms Jóhannssonar, TF5AD og til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS sem hefur verið í sambandi við Arngrím og hafði milligöngu við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY um smíði tækisins sem notað var við flutning verksins.
Félagar fjölmennið!
Stjórn ÍRA.
VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 20.-21. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (15. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina.
Hann hlakkar til að sjá sem flesta félaga á staðnum og nefnir, að menn geti komið með eigin tæki og búnað og tengt við rafmagn og loftnet þar á staðnum. Svanur er með GSM númerið 837-9000 ef menn hafa fyrirspurnir.
Bestu þakkir til Svans fyrir gott framtak.
Stjórn ÍRA.
UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar sunnudaginn 14. ágúst.
Mathías sagði, að nú væru 140 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við fjöldi nýrra leyfishafa kvaðst hann vilja benda á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Eftir að samband er haft, megi gera ráð fyrir að fyrstu kortin taki að berast um bureau‘ið 6-18 mánuðum síðar.
Mathías nefndi, að félagsmenn geti gengið að því sem vísu þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að ný kort bíði á staðnum – að því gefnu að kort hafi borist daginn áður. En vitjað er um kortasendingar erlendis frá í pósthóf ÍRA sérhvern miðvikudag og eru sendingar flokkaðar sama dag.
Þakkir til Mathíasar fyrir vel unnin störf.
Stjórn ÍRA.
HEIMASÍÐA ÍRA ER Í ÓLAGI
Heimasíða ÍRA hefur verið í ólagi að undanförnu. Ölvir Sveinsson, TF3WZ vefstjóri félagsins vinnur að lausn.
Þegar „www.ira.is“ er slegið inn kemur gjarnan það svar sem sést á meðfylgjandi mynd.
Til að opna síðuna þarf að ýta á „Reload“ eða F5 eða slá inn http://www.ira.is
Þess er vænst að viðgerð takist fljótlega.
Stjórn ÍRA.
DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 13. ágúst 2022.
Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Líkur benda til, að DXCC viðurkenning Einars Pálssonar, TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa. Einar virðist hafa verið virkur strax/fljótlega eftir útgáfu leyfisbréfs, en fyrsta reglugerðin um starfsemi radíóamatöra var gefin út af Póst- og símamálastjórninni 7. febrúar 1947. Til marks um virkni Einars, geta heimildir m.a. um að hann hafi tekið þátt í fyrstu CQ World Wide DX keppninni árið 1948 (bæði í tal- og morshlutanum).
Einar Pálsson, TF3EA var handhafi leyfisbréfs nr. 1 á Íslandi, fyrsti formaður ÍRA og fyrsti heiðursfélagi ÍRA.
TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (15): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3VS, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.
Stjórn ÍRA.
QSO VIÐ TF2EQ í KRÓATÍU
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA er stödd í sumarbúðum YOTA í Króatíu.
Í dag (11. ágúst) kl. 16:00 náði hún sambandi við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A þar sem hann var staddur á Akureyri (IPØ5wp) með ferðastöð sína til fjarskipta um Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið.
Ari sagði að hún hafi náð flott í gegn um mikla þyrpingu á bandinu (e. „pile-up“).
Kallmerki Elínar var 9A1ØØQO. Ari Þórólfur sagði að Elín hafi beðið fyrir góðar kveðjur til félaganna heima á Íslandi. Elín ætlar að reyna að vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar.
YOTA sumarbúðirnar í Króatíu verða QRV fram á laugardag. Önnur kallmerki þeirra eru m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/
Stjórn ÍRA.
AFMÆLISFAGNAÐI FRESTAÐ
Á fundi í stjórn ÍRA í gær (9. ágúst) var samþykkt að fresta áður auglýstu boði í tilefni 75 ára afmælis félagsins sem vera átti næstkomandi sunnudag.
Ný dagsetning fyrir afmælisfagnaðinn er sunnudagurinn 28. ágúst.
Nánar verður skýrt frá viðburðinum þegar nær dregur.
Stjórn ÍRA.
SUMARBÚÐIR YOTA Í 10 ÁR
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA ferðaðist til Króatíu frá Hollandi á laugardag til að taka þátt í sumarbúðum „Youngsters On The Air“ verkefnisins, en þetta er 10. árið sem efnt er til sumarbúða á vegum YOTA.
Sérstök kallmerki eru virkjuð frá sumarbúðunum; m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/
Elín ætlar að reyna vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar eftir því sem skilyrði leyfa.
U.þ.b. 80 þátttakendur eru í sumarbúum YOTA í Króatíu. Búðunum verður formlega slitið á laugardag, 13. ágúst.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. ÁGÚST
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 11. ágúst. Kaffiveitingar.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á MORSI
Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 13.-14. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.
Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni. Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega.
Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku, Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.
Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 40 metrum þrír og á 20/15/10 metrum tveir. WAE er haldin á vegum landsfélags radíóamatöra í Þýskalandi.
Vefslóð á keppnisreglur: https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/wae-rules/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.