,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY mætti í Skeljanes 17. nóvember með erindið „Fjarhlustun á HF með Airspy+DiscoverySDR“.

Keli hefur haft verulegar truflanir í viðtöku merkja heima í Vogum, einkum á lægri böndunum. Í baráttu við truflanirnar, gerði hann tilraunir með margskonar vírloftnet, lárétt, lóðrétt, há og lág. Að auki rammaloftnet, m.a. RAØSMS (WellGood loop), „Wideband Active Loop“ með formagnara frá LZ1AQ og heimasmíðuð rammaloftnet (e. active loops), auk þess að prófa QRM Eliminator frá WiMO.

Sumar tilraunir skiluðu árangri. Til dæmis voru mörg dæmi þess að rammanetin gerðu ólesanleg merki vel læsileg. Mest hjálp var af þeim á merkjum á stökkbylgju (e. sky wave) innanlands. QRM Eliminator tækið náði stundum að að bæta S/N hlutfallið verulega, en ekki voru gerðar tilraunir með uppsetningu á sérstöku „truflanaloftneti“ (e. auxiliary antenna). Niðurstaðan af þessum tilraunum varð sú, að e.t.v. væri best að færa móttökuna á annan stað.

Það gekk eftir þegar Keli fékk aðstöðu fyrir Airspy+DiscoverySDR viðtæki (0.5-31 MHz, auk 60-260 MHz) í húsnæði við Elliðavatn. Þar prófaði hann ýmis vírloftnet og beina (e. router). Þar til á þessu ári (2022) virkaði það fyrirkomulag þokkalega þar sem það gerði honum kleift að hafa mörg QSO. Fyrirkomulag var þó ekki gallalaust í fyrstu m.a. vegna seinkunar (e. latency), auk þess sem móttaka átti til að frjósa.

Fyrirkomulagið var endurskoðað í sumar og þegar búið var að fella út feril merkisins í gegnum skýið (e. tunnelling) og breytt var um hugbúnað í SDR++ („cross-platform and open source SDR software“) náðist mikið betri stöðugleiki (hvarf út uppsöfnuð seinkun), þ.e. einfaldlega er smellt á „connect“ og viðtaka hefst.

Erindið var vel unnið og afar fróðlegt. Það var byggt upp á skyggnusýningu (glærum) þar sem inn á milli sýnt myndskeið með hljóðskrám sem var afar áhugavert. Þegar Keli byrjaði erindið leyfði hann okkur að sjá og heyra merki á viðtækinu heima í Vogum á 40 metrum. Móttakan var hreint út sagt ólæsileg. Þannig að hann hefur fundið lausn truflununum og getur nú verið QRV á böndunum innanlands og í DX þegar honum hentar. Keli sagði að lokum það hafi verið verst hvað tilraunirnar hafi tekið mikinn tíma frá því að vera í loftinu en niðurstaðan væri mjög ásættanleg.

Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir vandað, vel samsett, skemmtilegt og afar fróðlegt erindi. Skyggnur og hljóðskrár verða settar á heimasíðu ÍRA. Alls mættu 33 félagar og 1 gestur á erindið í Skeljanesi þetta milda vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY byrjar flutning erindi sínu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 17. nóvember.
Ein af mörgum skyggnum Kela. Á myndinni má sjá góðan árangur á viðtöku merkja á 40 metra bandinu yfir netið. Með skyggnunni fylgdi hljóðskrá.
Óskar Sverrisson TF3DC, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Georg Kulp TF3GZ.
Fremst á mynd: Yngvi Harðarson TF3Y og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Fjær: Benedikt Sveinsson TF3T, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Kristján Benediktsson TF3KB og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Sigmundur Karlsson TF3VE.
Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK sýndi félagsmönnum nýja “magnetíska lúppu” frá Looper Systems af gerðinni “MLA-T PRO V.4 New Version” fyrir 160, 80, 60 og 40 metrana.
Fremst: Sigmundur Karlsson TF3VE, Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK. Fjær: Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Benedikt setti loftnetsgreininn á loftnetið til prufu. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + two =