Þrjú af fjórum viðtækjum yfir netið voru úti í morgun (12. febrúar). Ástæður eru ýmsar fyrir bilunum, en unnið er að því að koma þeim aftur í samband.

Nýja KiwiSDR viðtækið að Galtastöðum í Flóa er í góðu lagi. Vefslóð: http://floi.utvarp.com/

Stjórn ÍRA.

NÝ FRÉTT 13.2.2022. Viðtækið á Raufarhöfn komst í lag síðdegis í dag, sunnudag. Þakkir til Rögnvaldar og Georgs fyrir gott verk!

Loftnet eins og það sem KiwiSDR viðtækið að Galtastöðum í Flóa notar.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. febrúar. Þetta var annað opnunarkvöldið á nýju ári 2022, en hafa þurfti aðstöðuna lokaða allan janúarmánuð vegna farldursins.

Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar.

Sérstakur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Helge-Jörgen Lammers, DC3SHL. Hann er búsettur í borginni Roth í Þýskalandi (ekki langt frá Nürnberg).

Alls mættu 17 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í ágætu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 10. febrúar. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Haukur Konráðsson TF3HK og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Helge-Jörgen DC3SHL í Skeljanesi 10. febrúar. Ljósmynd: Jón Björnsson TF3PW.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00.

Í ljósi nýlegrar tilslökunar stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Samkomuregluger%c3%b0%20fr%c3%a1%2029.%20jan%c3%baar%202022%20undirritu%c3%b0.pdf

CQ WPX RTTY keppnin verður haldin helgina 12.-13. febrúar n.k.

Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Tíðnisviðin eru 3,5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

QSO punktar:

Sambönd við sömu stöð einu sinni á hverju tíðnisviði telja.

  • Sambönd við stöðvar utan Evrópu gefa 3 punkta á 28, 21 og 14 MHz og 6 punkta á 7 og 3,5 MHz.
  • Sambönd við stöðvar innan Evrópu (aðrar en TF) gefa 2 punkta á 18, 21 og 14 MHz og 4 punkta á 7 og 3,5 MHz.
  • Sambönd við aðrar TF stöðvar gefa 1 punkt á 28, 21, and 14 MHz en 2 punkta á 7 og 3,5 MHz.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

CQ World Wide 160 metra keppnin á morsi fór fram helgina 28.-30. janúar s.l. Nokkur TF kallmerki voru meðal þátttakenda.

Fjarskiptadagbók var send inn fyrir TF1AM sem keppti í einmenningsflokki, háafli, aðstoð.

Nær 3000 leyfishafar sendu inn keppnisgögn, en frestur til að senda gögn til keppnisnefndar rann út á miðnætti s.l. föstudag. Niðurstöður verða birtar í CQ tímaritinu í desember n.k.

SSB hluti keppninnar fer fram helgina 25.-27. febrúar n.k.

https://www.cq160.com/

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 22.-28. janúar s.l.

Alls fengu 16 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), RTTY og tali (SSB) á 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og  160 metrum, auk QO-100 gervitunglsins.

Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund útgeislunar og band/bönd:

TF1A                     FT8 á 30 metrum.
TF1EIN                 FT8 á 60 metrum.
TF2CT                  FT4 á 20 metrum.
TF2MSN              FT8 á 160 metrum.
TF3AO                  RTTY á 20 metrum.
TF3JB                   FT8 á 15, 20 og 30 metrum.
TF3LB                   CW um QO-100 gervitunglið.
TF3MH                 FT8 á 15 metrum.
TF3PPN                RTTY á 20 metrum.
TF3SG                  CW á 40 og 80 metrum.
TF3T                     SSB á 20, 40 og 80 metrum.
TF3VE                  FT8 á 17 og 30 metrum.
TF3VG                  FT8 á 60 metrum.
TF3XO                  SSB á 20 metrum.
TF5B                     FT8 á 17 og 40 metrum.
TF8KY                   SSB á 20 og 40 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A var virkur á tímabilinu á FT8 á 30 metrum. Myndin er af glæsilegri fjarskiptaaðstöðu Ara í Reykjavík. Ljósmynd: TF1A.

Niðurstöður liggja fyrir í Scandinavian Activity keppninni  2021 – SSB hluta sem fram fór 9.-10. október s.l.

TF3T – einm.fl. – 20 metrar – háafl – 209.856 punktar.  1. sæti.
TF3AO – einm.fl. – 20 metrar – háafl – 4.212 punktar.  18. sæti.
TF2MSN – einm.fl. – öll bönd – lágafl – 12.972 punktar. 27. sæti.
TF8KY – einm.fl. – öll bönd – háafl – 27.180 punktar 51. sæti.

Hamingjuóskir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. febrúar frá kl. 20:00.

Í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir til 24. febrúar n.k., hafa verið gerðar tilslakanir. Almennar fjöldatakmarkanir miðast nú við 50 manns og er ekki skylt að nota andlitsgrímur þar sem hægt er að viðhafa a.m.k. eins metra nándarreglu.

Í ljósi þessa verður grímunotkun valkvæð, þ.e. ekki er gerð krafa um slíkt þann 3. febrúar. Í annan stað, verða kaffiveitingar teknar upp á ný.

Almennt séð er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Samkomuregluger%c3%b0%20fr%c3%a1%2029.%20jan%c3%baar%202022%20undirritu%c3%b0.pdf

.

.

Síðdegis Í dag, 29. janúar, var KiwiSDR viðtækið [sem var í Vík í Mýrdal] flutt og sett upp að Galtastöðum í Flóahreppi. Viðtækið hefur afnot af tveimur T-loftnetum sem eru strengd á milli sex 15 metra hárra tréstaura þar á staðnum.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn samtímis.

Georg Kulp, TF3GZ lánar viðtækið, Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lánar beini og veitti tæknilega aðstoð og Jóhann Einarsson, TF1TJN útvegaði aðstöðu og setti tækið upp á staðnum.

Slóðin er:  http://floi.utvarp.com/

Þakkir til Ara, Georgs og Jóhanns fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

T-lofnetin sem eru tengd við KiwiSDR viðtækið eru strengd efst á milli sex 15 metra hárra tréstaura.

KiwiSDR viðtækin í Bláfjöllum og Vík í Mýrdal hafa verið teknir niður. Viðtækið sem var í Vík verður sett upp á næstunni á nýjum stað fyrir austan fjall.

Georg Kulp, TF3GZ fór í Bláfjöll í dag (29. janúar) og sótti KiwiSDR viðtækið. Að sögn Georgs er leitað að nýrri staðsetningu. Í sömu ferð var stafrænn D-STAR endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML tengdur á ný og í framhaldi uppfærður af Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF1A með aðstoð Terry M. Stader, KA8SCP.

Endurvarpinn TF3RPI hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu frá því sem áður var. Tækið styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá Icom. Tíðni: 439.950 MHz (QRG inn -5 MHz).

KiwiSDR viðtækin á Bjargtöngum og á Raufarhöfn sem ná yfir tíðnisviðið fra 10 kHz til 30 MHz eru í góðu lagi, auk Airspy R2 SDR vitækisins í Perlunni í Reykjavík sem þekur tíðnisviðið 24-1800 MHz.

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com/
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com/
Perlan Reykjavík: http://perlan.utvarp.com/

Þakkir til þeirra Ara, Georgs og Terry‘s.

Stjórn ÍRA.

Vetrarríki í Bláfjöllum 29. janúar 2022. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Mynd af tækjaskápnum fyrir TF3RPI í stöðvarhúsinu í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.