KiwiSDR viðtækið á Bjargtöngum varð QRV í dag, 9. apríl kl. 14. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er enn vetrarríki þar um slóðir. Hin viðtækin þrjú eru öll QRV, en truflanir hjá viðtækið á Raufarhöfn.
Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Það þíðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Greinilegur spennutitringur á tíðnunum. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum.
Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði. Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina.
Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman. Endurvarpar halda áfam að vera með. Endurvarpar koma sem sér band í leikinn. Þetta kryddar leikinn, eykur möguleika handstöðva, örvar notkun endurvarpa og við lærum betur á útbreiðslu þeirra. Gerum þetta með stæl, sýnum hér á facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þáttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er: http://leikar.ira.is/paskar2022
Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa. Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 15. apríl og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 17. apríl.
Hittumst í loftinu…23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar!
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. apríl.
Góð mæting. Hress mannskapur. Mikið rætt um áhugamálið á báðum hæðum. Vel fór út af radíódóti. Margir ætla að taka þátt í Páskaleikunum um næstu helgi.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í svölu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 24 félagar í húsi.
Stjórn ÍRA.
Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Sigmundur Karlsson TF3VE, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID (bak í myndavél) og Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél).Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Benedikt Sveinsson TF3T.Kristján Benediktsson TF3KB, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.Hluti af radíódótinu sem var í boði fyrir félagsmenn að taka með sér heim. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-08 10:15:212022-04-08 10:16:16FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 7. APRÍL
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-06 17:49:172022-04-06 17:55:56GÓÐAR FRÉTTIR – TF1RPB QRV Á NÝ
YOTA keppnin 2021 (3rd. Round) fór fram 30. desember. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjaði TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Hún hafði 187 sambönd. Heildarpunktar voru 25.724.
Alls voru sex keppnisflokkar í boði. Elín keppti í einmenningsflokki á 3 böndum (20-40-80M) og varð í 77. sæti af 368 stöðvum sem sendu inn gögn í þessum flokki.
Þetta var þriðji hluti YOTA keppni ársins 2021. Fyrsti hlutinn fór fram 22. maí, annar 18. júlí og loks 30. desember. TF3YOTA var ekki virkjuð í þeim tveimur fyrri á árinu.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Það eru þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi félagsins og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA sem hafa annast starfræksluna.
Hamingjuóskir með árangurinn!
Stjórn ÍRA.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ tók þátt í 3. hluta YOTA keppninnar 30. desember 2021 frá TF3YOTA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
KiwiSDR viðtækin að Galtastöðum í Flóa og í Perlunni í Reykjavík eru virk. Einnig viðtækið á Raufarhöfn, en truflanir hrjá móttökuna þar. Viðtækin á Bjargtöngum úti. Unnið er að lausn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-06 11:05:402022-04-06 11:08:44FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ
Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru QRV og í góðu lagi:
TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta. TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland. TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.
Radíóvitarnir á 4 og 6 metrum eru ennfremur QRV og í góðu lagi:
TF1VHF (70.057 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF1VHF (50.457 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
Stjórn ÍRA.
Endurvarparnir hafa aðsetur í þessu húsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-06 10:27:422022-04-06 10:30:20ENDURVARPAR Í BLÁFJÖLLUM ENN ÚTI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. mars til 5. apríl.
Alls fengu 20 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT8, RTTY (fjarritun), tali (SSB) og morsi (CW) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 80 og 160 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund útgeislunar og band/bönd:
TF1A FT8 og SSB á 15 og 80 metrum. TF1EIN FT8 á 15 metrum. TF1EM FT8 og SSB á 10, 12, 17, 20, 30 og 160 metrum. TF2LL SSB á 12 og 160 metrum. TF2MSN FT8 og SSB á 10, 15, 80 og 160 metrum. TF3AO RTTY á 20 metrum. TF3DT FT8 á 10 metrum. TF3GZ SSB á 160 metrum. TF3IG SSB á 160 metrum. TF3JB CW á 20 metrum. TF3MH FT8 á 10, 17 og 20 metrum. TF3PPN RTTY á 20 metrum. TF3SG CW á 15 metrum. TF3T SSB á 15 metrum. TF3VE FT8 á 12 og 17 metrum. TF3VP SSB á 80 og 160 metrum. TF3WO SSB á 80 metrum. TF3XO SSB á 20 metrum. TF5B FT8 á 12, 20 og 40 metrum. TF8KY SSB á 15 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
Mathías Hagvaag TF3MH var virkur í vikunni á FT8 á 10, 17 og 20 metrum.Myndin er af fjarskiptaaðstöðu hans í Reykjavík.Ljósmynd: TF3MH.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-05 17:29:372022-04-05 17:55:15VÍSBENDING UM VIRKNI
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-04-05 09:01:472022-04-05 09:01:49OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 7. APRÍL
Úrslit liggja fyrir í CQ World Wide DX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. október í fyrra (2021). Keppnisgögn voru send inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 keppnisflokkum, þar af voru 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Niðurstöður eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins.
Úrslit í hverjum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):