,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 16. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir og er m.a. félagi í Ukrainian Contest Club (UCC). Alex var mjög hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi og sagðist vera ánægður með að hitta svo marga íslenskra leyfishafa.

Mikið var rætt um skilyrðin, bæði á HF og á 4 og 6 metrum. Menn voru einnig áhugasamir um VHF/UHF leikana sem fara fram helgina 1.-3. júlí n.k.  Þá var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nálgast, en hún verður haldin 24.-26. júní. Benedikt Sveinsson, TF3T færði okkur tvö Kathrein VHF húsloftnet sem stoppuðu stutt við.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 4 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Óskar Sverrisson TF3DC og Björgvin Víglundsson TF3BOI í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Benedikt Sveinsson TF3T og Alex Senchurov UT4EK.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y, Benedikt Guðnason TF3TNT og Guðjón Egilsson TF3WO. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =