,

5BWAZ VIÐURKENNINGARSKJAL Í HÚSI

Jónas Bjarnson, TF3JB hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2020 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150.

Til að geta sótt um 5BWAZ þurfa menn að hafa áður sótt um og fengið, a.m.k. eitt WAZ viðurkenningarskjal. 5BWAZ viðurkenningin þykir með þeim erfiðari sem radíóamatörar geta unnið að.

Miðað við 1. júní 2022 eru eftirfarandi TF leyfishafar handhafar 5BWAZ:

Þorvaldur Stefánsson, TF4M (skjal nr. 1718; 188 svæði).
Óskar Sverrisson, TF3DC (skjal nr. 1964; 165 svæði).
Brynjólfur Jónsson, TF5B (skjal nr. 2053; 160 svæði).
Jónas Bjarnason, TF3JB (skjal nr. 2257; 154 svæði).

Hamingjuóskir til TF3JB.

Stjórn ÍRA.

Til fróðleiks: Vefslóð á glærur frá erindi um viðurkenningar radíóamatöra sem flutt var í Skeljanesi 17.11.2019.

https://drive.google.com/file/d/1xVpo8UxpBLv3_29oyLQ48Z6ePAKmuOO1/view