,

ALL ASIAN CW DX KEPPNIN 2021

63. All Asian DX keppnin – morshluti, verður haldinn helgina 18.-19. júní.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RST+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 25 ára eru skilaboðin: 59925 o.s.frv.

Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem haft er sambönd við á meginlandi Asíu (alls 44 einingar; sami listi er notaður til viðmiðunar og er í CQ WPX keppnum).

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð:

https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2022AA_rule.htm

JARL, landsfélag radíóamatöra í Japan stendur fyrir keppninni.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Sýnishornið af viðurkenningu í keppninni er fengið að láni frá PD1DX.