Þann 1. maí 2024 hafði Icom selt 100.000 eintök af IC-7300 HF/50 MHz sendi-/móttökustöðinni. Stöðin var fyrst sett á markað fyrir 9 árum, eða í apríl 2016.

Þess má geta að a.m.k. 150 Icom IC-7300 eru í eigu íslenskra radíóamatöra.

Icom Inc. fyrirtækið var stofnað 1954 og heldur því upp á 70 ára afmæli fyrirtækisins í ár, 2024.

Stjórn ÍRA.

Kæru félagar!

Jæja, transistorarnir varla kólnaðir eftir síðbúna Páskaleika þegar við endurtökum leikinn. Gömlu U-VHF leikarnir hafa fengið nýtt nafn. „SUMARLEIKAR 2024“. Nú bindur nafnið okkur ekki við sérstök bönd. Samt sem áður er leikurinn sá sami.

Nýjung!!! Ætlum að prófa að hafa 10m bandið með. 10m verður eitt af böndunum sem í boði eru. Kannski kemur eitthvað fróðlegt út úr tilraunum innanlands á 10m. Kannski geta gömul CB loftnet komið að góðum notum (klippa kannski smá af 😊)

Allir búnir að vera að gera og græja og gera klárt. Nú á að tjalda öllu sem til er, eða bara hlaða handstöðina. Um að gera að skella sér í loftið þetta er bara fjör. Aðal markmiðið er að hafa gaman að. Alls ekki nauðsynlegt að vera með á öllum böndum. Hvert QSO er miklu meira og miklu skemmtilegra en ekkert QSO 😉

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar.

Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn Þór, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 5. júlí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 7. júlí.

Hittumst í loftinu… 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10m

73 de TF8KY (Þetta verður BARA gaman! 😉)

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Myndin sýnir verðlaunagripi síðasta árs (2023).
Glæsileg verðlaunaskjöl eru einnig í boði. Myndin sýnir verðlaunaskjöl síðasta árs (2023).

VENEZUELAN INDEPENDENCE DAY CONTEST
Keppnin fer fram laugardag 6. júlí frá kl. 00:00 til kl. 23.59.
Keppt er á SSB, CW og FT4 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://radioyv.club/independenciadevenezuela.html

NZART MEMORIAL CONTEST
Keppnin stendur yfir á laugardag 6. júlí kl. 08:00-11:00 og á sunnudag 7. júlí frá kl. 08:00-11:00.
Keppt er á SSB og CW á 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.nzart.org.nz/activities/contests/memorial-contest

MARCONI MEMORIAL HF CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 6. júlí kl. 14:00 og og lýkur á sunnudag 7. júlí til kl. 14:00.
Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.arifano.it/contest_marconi.html

ORIGINAL QRP CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 6. júlí kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 7. júlí kl. 15:00.
Keppt er á CW og SSB á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + afl (1W, 5W eða 20W).
http://www.qrpcc.de/contestrules/oqrpr.html

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudag 4. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Töluvert hefur bæst við af margs konar radíódóti. Ljósmynd: TF3JB.

Tilkynning barst í dag, 1. júlí 2024 frá ARRL þess efnis að þjónusta Logbook Of the World mundi hefjast kl. 16:00. Það gekk eftir samanber meðfylgjandi upplýsingar frá ARRL.

Stjórn ÍRA.

CQ World Wide WPX CW keppnin fór fram 25.-26. maí s.l. Keppnisgögn fyrir 3 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log). Lokaniðurstöður liggja nú fyrir frá keppnisnefnd.

FLEIRMENNINGSFLOKKUR, TVEIR SENDAR, ÖLL BÖND, HÁAFL.
TF3W – 9,998,450 heildarpunktar / 3,966 QSO / 1,225 forskeyti / 48.0 klst.
Ops: TF3CW, TF3DC, TF3EO, TF3KX, TF3SG, TF3UA, TF3Y og TF/UT4EK.
(14. sæti yfir Evrópu – 21. sæti yfir heiminn).

EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
TF2MSN – 22,425 heildarpunktar / 121 QSO / 115 forskeyti / 13.7 klst.
(687. sæti yfir Evrópu – 1.262. sæti yfir heiminn).

VIÐMIÐUNARFLOKKUR (e. Check-log).
TF3VS.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://cqwpx.com/results

Ofangreindir átta leyfishafar tóku þátt í CQ World Wide WPX CW keppninni helgina 25.-16. maí s.l. frá félagsstöðinni TF3W í Skeljnaesi.
Þeir sem lögðu á fjallið Búrfell 28. júní: Valdimar Óskar Jónasson TF1LT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmynd: TF1LT.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Valdimar Óskar Jónasson TF1LT lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi eftir hádegið í dag, 28. júní. Verkefni dagsins var að skipta út loftnet við endurvarpa ÍRA, Búra; QRG: 145.700 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz.

Verkefnið gekk vel og eru nú notaðir tveir tvípólar í stað eins áður. Nýja loftnetið var gjöf til félagsins frá dánarbúi TF3JA. Fæðilínan reyndist í lagi sem og annar búnaður við endurvarpann.

Nýju loftnetunum er nú stefnt til að gefa mest merki í áttina til Reykjavíkur, en eldra netið hafði áður gefið best merki í norðaustur. Prófanir sýna, að styrkleiki merkisins frá Búra er betri með nýja loftnetinu, á að giska 15-20%.

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi, Georg og Valdimar Óskari fyrir dýrmætt framlag til að bæta sambandið á endurvarpanum sem bætir fjarskiptaöryggi á 2 metra bandinu. 

Stjórn ÍRA.

Eldra loftnetið. Ljósmynd: TF3GZ.
Nýja loftnetið. Ljósmynd: TF3GZ.
Aðstaðan á fjallinu Búrfelli þar sem endurvarpi ÍRA er staðsettur. Valdimar Óskar TF1LT lagði til þessa glæsilegu fjallabifreið í ferðina. Ljósmynd: TF3GZ.

Af óviðráðanlegum ástæðum frestast útkoma næsta tölublaðs CQ TF, 3. tbl. 2024 um eina viku og kemur blaðið út þann 21. júlí n.k. í stað 14. júlí.

Þar með lengist sá frestur sem félagsmenn hafa til innsendingar efnis og miðast móttaka efnis nú við 14. júlí n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið. Vakin er athygli á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Móttaka efnis er á netfang undirritaðs, saemi@hi.is

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Kæru félagar!

Jæja, transistorarnir varla kólnaðir eftir síðbúna Páskaleika þegar við endurtökum leikinn. Gömlu U-VHF leikarnir hafa fengið nýtt nafn. „SUMARLEIKAR 2024“. Nú bindur nafnið okkur ekki við sérstök bönd. Samt sem áður er leikurinn sá sami.

Nýjung!!! Ætlum að prófa að hafa 10m bandið með. 10m verður eitt af böndunum sem í boði eru. Kannski kemur eitthvað fróðlegt út úr tilraunum innanlands á 10m. Kannski geta gömul CB loftnet komið að góðum notum (klippa kannski smá af 😊)

Allir búnir að vera að gera og græja og gera klárt. Nú á að tjalda öllu sem til er, eða bara hlaða handstöðina. Um að gera að skella sér í loftið þetta er bara fjör. Aðal markmiðið er að hafa gaman að. Alls ekki nauðsynlegt að vera með á öllum böndum. Hvert QSO er miklu meira og miklu skemmtilegra en ekkert QSO 😉

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar.

Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn Þór, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 5. júlí og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 7. júlí.

Hittumst í loftinu… 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvarpar og síðast en ekki síst, 10m

73 de TF8KY (Þetta verður BARA gaman! 😉)

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 27. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Ralf Doerendahl, HB9GKR heimsækir okkur í Skeljanes og flytur erindi í máli og myndum um SOTA (Summits On The Air) virkni, m.a. frá hálendinu við Landmannalaugar og Þórsmörk. Erindi hans hefst kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ralf er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið og hefur m.a. farið í ferðir á fjöll hérlendis með Yngva Harðarsyni, TF3Y. Ljósmynd: TF3JB.