,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 8. FEBRÚAR

Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Sigurður Harðarson TF3WS, Sergii Matlash US5LB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Andrés Þórarinsson TF1AM.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. febrúar. Sérstakur gestur okkar var í annað sinn var Sergii „Serge“ Matlash, US5LB frá Úkraínu.

Mikið var rætt á báðum hæðum og TF3IRA var QRV á 14 MHz SSB. Umræður voru m.a. um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og aðlögunarrásir. Margir velta einnig fyrir sér kaupum á nýjum HF stöðvum og hafa hagstæð tilboðsverð erlendis þar áhrif. T.d. er nýja Yaesu FT-710 Field stöðin á 159 þúsund krónur þessa dagana, komin hingað til lands.

Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl og er áhugi manna er að setja upp Furuno Model KU-100 gervihnattadisk (sem félaginu var gefinn í haust) strax og vorar. Þá voru margir að vitja QSL korta hjá QSL stofunni en mikið hefur borist af kortum til TF-ÍRA QSL Bureau undanfarið.

Loks barst töluvert magn af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS í hús þetta kvöld. M.a. Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FTC-1525A VHF stöðvar, JVC audio búnaður, Siemens skipatæki (viðtæki), verulegt magn af radíólömpum o.m.fl. Mjög margt eigulegt og fór mikið af dótinu út þá um kvöldið. Þakkir til Sigga fyrir hugulsemina.

Alls mættu 24 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri og 10 stiga frosti í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Heimir Konráðsson TF1EIN, Benedikt Sveinsson TF3T, Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE og fyrir enda borðs (næst myndavél): Mathías Hagvaag TF3MH og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Jón Björnsson TF3PW.
Serge US5LB sýndi okkur sovéska “military” morslykilinn sem hann gaf félaginu í vikunni áður. Lykillinn býður upp á margar stillingar, er ónotaður og gefur góða “tilfinningu” í lyklun.
Kristján Benediktsson TF3KB og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Gunnar skoðar QSL kort Eiðs sem hann var að sækja í hóf sitt hjá QSL stofunni.
Á mynd með Sigurði Harðarsyni TF3WS eru þeir Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Mathías Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu hann við að bera inn dótið ásamt fleirum.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG skoðar í einn af mögum kössum með radíólömpum sem bárust til félagsins þá um kvöldið. Með á mynd er Serge US5LB. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 1 =