WPX RTTY keppnin var haldin helgina 11.-12. febrúar n.k. Keppnisgögnum var skilað inn fyrir 7 TF kallmerki sem kepptu í þremur flokkum:

TF1AM, einm.fl., háafl.
TF3T, einm.fl., háafl.
TF2MSN, einm.fl., lágafl.
TF3AO, einm.fl., lágafl.
TF3VE, einm.fl., lágafl.
TF2CT, einm.fl., QRP afl.
TF3IRA, viðmiðunardagbók (e. check-log).

Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag 17. febrúar.

Skilað var inn gögnum fyrir 8 TF kallmerki í fyrra (2022): TF1AM, TF2CT, TF3MSN, TF3AO, TF3PPN, TF3VE, TF3VS og TF8KY.

Stjórn ÍRA.

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2023 verður haldinn um komandi helgi, 18.-19. febrúar. Keppnin stendur í tvo sólarhringa; hefst á miðnætti á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59.

Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar (nema KH6 og KL7) en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2).

Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er 7 sólarhringar eftir að keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Vefslóð fyrir upplýsingar um keppnina og keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ágæti félagsmaður!

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 19. febrúar 2023.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

Reykjavík 11. febrúar 2023,

f.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

(Fundarboð var formlega sent félagsmönnum og sett á heimasíðu ÍRA og FB síður 27. janúar s.l.).

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 9. febrúar.

Sérstakur gestur okkar var Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var að heimsækja okkur annan fimmtudaginn í röð og tók m.a. nokkur sambönd frá TF3IRA á heimaslóðir á austurströnd Bandaríkjanna.

Umræður voru um tækin, m.a. nýjar stöðvar sem sagt er að séu væntanlegar á markað samkvæmt upplýsingum á netinu. Mikið var líka rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem er nr. 2 á lista Club log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Það fréttist, að a.m.k. TF3SG hafi náð sambandi við leiðangurinn á morsi á 10 MHZ sem er glæsilegur árangur!

Sigurður Harðarson, TF3WS hafði fært í hús fyrir opnun, ýmislegt radíódót sem komið var fyrir í ganginum niðri. Þakkir til Sigga fyrir hlýhug til félagsins.

Alls mættu 16 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í froststilltu veðri í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Mathías Hagvaag TF3MH, Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA skoða búnað TF3IRA sem notaður er til fjarskipta um QO-100 gervitunglið.
Mark N1MXO og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Mark var þakklátur fyrir móttökurnar og sagðist hrifinn af starfsemi félagsins sem væri sambærileg við það besta sem hann þekkti til í Bandaríkjunum.
Mark N1MXO í loftinu frá TF3IRA. Njáll H. Hilmarsson TF3NH fylgist með.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ræddu m.a. loftnet og flutningslínur.
Hluti af radíódótinu sem Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu 9. febrúar. Ljósmyndir: Georg Kulp TF3GZ.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 8. febrúar 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (10.12.2022).

Mathías Hagvaag, TF3MH kemur að þessu sinni inn með uppfærða stöðu og 7. DXCC viðurkenninguna sem er á 10 metrum. Hann hafði fyrir DXCC á 30M, 20M, 17M, 15M, DXCC MIXED og RTTY/DIGITAL

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Vegna fjölda fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á árinu 2023 fyrir radíóamatöra.

Hamvention 2023 verður haldin helgina 19.-21. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://hamvention.org/

HAM RADIO 2023 verður haldin helgina 23.-25. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/

TOKYO HAM FAIR 2023 verður haldið helgina 19.-20. ágúst n.k. á sýningarsvæði Tokyo Big Sight Convention Center í höfuðborginni Tokyo. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-6_ham-fair/Ham%20Fair%202023,%20Tokyo.htm

Til fróðleiks, má sjá upplýsingar um sýningarnar þrjár (CQ TF 4. tbl. 2018); bls. 33.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Til fróðleiks, frásögn frá ferð á sýninguna í Friedrichshafen 2019 (CQ TF 4. tbl. 2019); bls. 35.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2019/09/cqtf_33arg_2019_04tbl.pdf

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins (í einum sal af fjórum) sem hýsir flóamarkaðinn í Friedrichshafen, þar sem leyfishafar alls staðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu.

ÁRÍÐANDI!

ÍRA hafa borist upplýsingar um sjö tíðnir á HF sem hefur verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra, eftir að jarðskjálfti 7,8 að stærð reið yfir suðurhluta Tyrklands s.l. nótt.

Staðfest eru yfir 5000 andlát en óttast er að enn fleiri hafi látist, bæði í Tyrklandi og nágrannaríkinu Sýrlandi.

160 metrar: 1.855 MHz
80 metrar: 3.777 MHz.
40 metrar: 7.092 MHz.
20 metrar: 14.270 MHz.
15 metrar: 21.270 MHz.
17. metrar: 18.155 MHz.
10. metrar: 28.540 MHz.

Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til forgangsfjarskipta á þessum tíðnum (og nærri þeim).

Stjórn ÍRA.

CQ WPX RTTY keppnin verður haldin helgina 11.-12. febrúar n.k.

Þetta er tveggja sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Tíðnisviðin eru 3,5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

QSO punktar: Sambönd við sömu stöð einu sinni á hverju tíðnisviði telja.
Sambönd við stöðvar utan Evrópu gefa 3 punkta á 28, 21 og 14 MHz og 6 punkta á 7 og 3,5 MHz. Sambönd við stöðvar innan Evrópu (aðrar en TF) gefa 2 punkta á 18, 21 og 14 MHz og 4 punkta á 7 og 3,5 MHz. Sambönd við aðrar TF stöðvar gefa 1 punkt á 28, 21 og 14 MHz en 2 punkta á 7 og 3,5 MHz.

Margfaldarar: Fjöldi forskeyta sem haft er samband við.
Hvert forskeyti gildir aðeins einu sinni, burtséð frá bandi eða fjölda sambanda. Sjá nánar í keppnisreglum.

Í keppninni í fyrra (2022) var skilað inn gögnum fyrir 8 TF kallmerki: TF1AM, TF2CT, TF2MSN, TF3AO, TF3PPN, TF3VE, TF3VS og TF8KY.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 9. febrúar frá kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Sending af QSL kortum er væntanleg og mun QSL stjóri vitja kortanna í pósthólf félagsins á miðvikudag og flokka í hólf félagsmanna fyrir fimmtudagskvöld.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.