,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2023

Kæru félagar!

VHF-UHF-leikahelgin er að renna upp. Þetta verður G E G G J A Ð !! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“.

Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði.

Upptekin(n)? Öll þátttaka bætir leikinn, stök QSO eru betri en engin QSO. Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir radíóamatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir.

Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóð á leikjavefinn auglýst síðar. Þar verður einnig að finna nánari leiðbeiningar.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 30. júní og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 2. júlí.

73 de TF8KY.

Á myndinni má sjá verðlaunagripi og viðurkenningar sem veittar voru í VHF/UHF leikunum í fyrra (2022).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + seven =