,

VHF/UHF LEIKARNIR Í KVÖLD

Stundin nálgast og byrjar í kvöld 30. júní kl. 18.00!! Spennan magnast!! Þetta verður geggjað!!

Kæru félagar!

Nú styttist í stóru stundina. Frést hefur að menn séu farnir að mæla fjöll, bylgjulengdir og standbylgjur. Öllu er tjaldað til. Háþróaður bylgjuútbreiðsluhugbúnaður er með í spilinu. TF1AM er ekki sáttur við 2. sætið og hefur greinilega í hyggju að taka þetta núna. Og … ætlum við bara að leyfa honum það??? 😲

Mæli með því að vera með. Þetta er góð skemmtun. Endilega hafið bara samband við mig, Óðinn eða einhvern sem hefur verið með ef eitthvað er óljóst.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks og prófa kerfið. Endilega logga QSO til prufu. Engar áhyggjur, allir loggar hreinsast rétt fyrir leik.

Slóðin er …http://leikar.ira.is/2023/
Slóðin á keppnisreglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/

73 de TF8KY umsjónarmaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − 5 =