,

VHF/UHF LEIKARNIR 2023 ERU BYRJAÐIR

VHF/UHF leikar ÍRA eru um þessa helgi, 30. Júní til 2. júlí. Leikarnir hófust í gær kl. 18.00 og lýkur á morgun, sunnudag 2. júlí kl. 18:00.

Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina.

Leikjavefur: http://leikar.ira.is/2023/
Keppnisreglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/

Vandaðir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningarskjala fyrir QSO fjölda, óháð stigum.

Félagsstöðin TF3IRA verður QRV í dag, laugardag frá kl. 10-16. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti. Það verður heitt á könnunni.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Diamond X-700HN VHF/UHF loftnet TF3IRA á austurhlið hússins í Skeljanesi. Netið er 7.20 metrar á hæð. Það er samsett úr fjórum “stökkuðum” 5/8 loftnetum á VHF; ávinningur er 9.3 dBi. Á UHF er það samsett úr 11 “stökkuðum” 5/8 loftnetum; ávinningur er 13 dBi. Veðurþol er 40 m/sek. óstagað. Myndin var tekin þegar TF3GZ setti netið upp í ágúst 2020.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =