Stundin nálgast og byrjar í kvöld 30. júní kl. 18.00!! Spennan magnast!! Þetta verður geggjað!!

Kæru félagar!

Nú styttist í stóru stundina. Frést hefur að menn séu farnir að mæla fjöll, bylgjulengdir og standbylgjur. Öllu er tjaldað til. Háþróaður bylgjuútbreiðsluhugbúnaður er með í spilinu. TF1AM er ekki sáttur við 2. sætið og hefur greinilega í hyggju að taka þetta núna. Og … ætlum við bara að leyfa honum það??? 😲

Mæli með því að vera með. Þetta er góð skemmtun. Endilega hafið bara samband við mig, Óðinn eða einhvern sem hefur verið með ef eitthvað er óljóst.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks og prófa kerfið. Endilega logga QSO til prufu. Engar áhyggjur, allir loggar hreinsast rétt fyrir leik.

Slóðin er …http://leikar.ira.is/2023/
Slóðin á keppnisreglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/

73 de TF8KY umsjónarmaður.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF, 3. tbl. 2023 í dag, 29. 6. 2023.

Glöggir félagar taka hugsanlega eftir því að útgáfudagurinn víkur frá áður auglýstum degi, en lögð var áhersla á að flýta útgáfu blaðsins vegna VHF/UHF leikanna sem eru viku fyrr en áður að þessu sinni.

Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.

Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2023-3

73 – TF3UA, ritstjóri CQ TF.

Kæru félagar!

VHF-UHF-leikahelgin er að renna upp. Þetta verður G E G G J A Ð !! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“.

Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði.

Upptekin(n)? Öll þátttaka bætir leikinn, stök QSO eru betri en engin QSO. Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir radíóamatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir.

Eins og venjulega verður “on-line” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóð á leikjavefinn auglýst síðar. Þar verður einnig að finna nánari leiðbeiningar.

Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 30. júní og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 2. júlí.

73 de TF8KY.

Á myndinni má sjá verðlaunagripi og viðurkenningar sem veittar voru í VHF/UHF leikunum í fyrra (2022).

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júní kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA á annarri hæð verður opið ásamt QSL herbergi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka innkomin kort. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar.

Ath. nokkuð hefur bæst við af radíódóti – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.  

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til félagsins fyrir 3. september n.k. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Sjá meðfylgjandi vefslóðir á skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir með námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).

Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins: ira@ira.is

Reykjavík 22. júní 2023,

Stjórn ÍRA.

Skipulag námskeiðs: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð verður opið ásamt QSL herbergi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kort í hólfin.

Enn hefur bæst við af radíódóti, m.a. tölvuhlutir, VHF stöðvar (Kenwood, Kraco, Yaesu o.fl.), fjarskiptahátalarar (Yaesu og Kris og fl.), standar fyrir heyrnartól o.m.fl.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

6 METRAR.
Nú þegar 4 metra og 6 metra böndin eru byrjuð að opnast er bent á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli í 50 MHz tíðnisviðinu þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Ánægjulegt er, að gildistími er jafn langur og á síðasta ári (2022) eða út septembermánuð.

4 METRAR.
Leyfishöfum sem áhuga hafa á að stunda fjarskipti í 70 MHz tíðnisviðinu er bent á að sérheimild [2023-2024] til notkunar á 70.000-70.250 MHz hefur verið í gildi frá 1. janúar s.l. Leyfishafar þurfa að senda beiðni um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh(hjá) fjarskiptastofa.is  Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2023 og 2024.

RADÍÓVITAR.
Bent er á að radíóvitarnir TF1VHF eru virkir á 50.457 MHz og 70.057 MHz. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í Reykjavík.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-18. júní 2023.

Alls fengu 15 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 15, 17, 20, 40 og 60 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/   Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                      FT8 á 10 metrum.
TF1EIN                  FT8 á 17 metrum.
TF2MSN               FT4 og FT8 á 17, 20 og 40 metrum.
TF3AO                  RTTY á 20 metrum.
TF3DC                   CW á 17 metrum.
TF3JB                    FT4 á 17 metrum.
TF3PO                   RTTY á 20 metrum.
TF3VE                   FT4 og FT8 á 6, 15, 17 og 60 metrum.      
TF3VG                   FT8 á 6 metrum.
TF1VHF                CW á 6 metrum.
TF3VS                    FT8 á 10 og 15 metrum.
TF4ZQ                   FT8 og SSB á 6 og 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 17 metrum.
TF8KW                  SSB Á 20 metrum.
TF8KY                    SSB á 20 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN var virkur í DX vikuna 11.-18. júní. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 17. júní þegar hópur góðra félaga mætti upp á Akranes í loftnetavinnu á Grenigrundina. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson TF3T, Pier Kaspersma TF3PKN, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN og Gísli Guðnason. Ljósmynd: Helga XYL TF2MSN.

ALL ASIAN DX morskeppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. 24:00. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm

SMIRK keppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. 24:00. Keppnin fer fram á tali (SSB) og morsi (CW) á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T)+4 stafa reitur (e. grid square).
http://smirk.info/contest.html

PAJAJARAN keppnin stendur yfir laugardaginn 17. júní frá kl. 00:00 til 23:59. Keppnin fer fram á tali (SSB) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS+raðnúmer.
https://pbdx-contest.id/

IARU REGION 1 50 MHz keppnin stendur yfir laugardaginn 17. júní frá kl. 14:00 til sunnudags 18. júní kl. 14:00. Keppnin fer fram á tali (SSB) og morsi (CW) á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T)+QSO númer+6 stafa reitur (e. grid square).
https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf

STEW PERRY TOPBAND CHALLANGE keppnin stendur yfir laugardag 17. júní frá kl. 15:00 til sunnudags 18. júní kl. 15:00. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160 metrum.
Skilaboð RST+4 stafa reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heathkit SB-102 var vinsæl 100W HF stöð meðal leyfishafa sem tóku þátt í keppnum á árabilinu 1970-1975 (og lengur), einnig hér á landi. Stöðin vinnur á 80-10 metrum, SSB og CW. Útgangslampar eru 6146. Ljósmynd: SM5DFI.


Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júní frá kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nokkuð hefur borist af radíódóti (sbr. ljósmyndir). Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.