,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 11. NÓVEMBER.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Alls þreyttu 13 próf í raffræði og tækni og 12 próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.

Upphaflega var 31 þátttakandi skráður í námskeið ÍRA í haust. Af þeim mættu 26 til kennslu. Þar af skráðu 18 sig til prófs og 13 mættu á prófstað eða 50%.

Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til allra sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2023 mögulegt.

Stjórn ÍRA.

Kennslustofa M121 í Háskólanum í Reykjavík kl. 10:00 í morgun (laugardag). TF3KX bauð nemendur velkomna ásamt TF3VS og síðan var prófblöðum dreift. Mynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 1 =