,

FÉLAGSFUNDUR VAR Í SKELJANESI 9. NÓVEMBER

Félagsfundur var haldinn í Skeljanesi 9. nóvember. Á dagskrá var að skýra frá loftnetaframkvæmdum fyrir félagsstöðina TF3IRA í sumar, ræða málefni um endurúthlutun kallmerkja eftir lát leyfishafa og önnur mál.

Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA setti fundinn kl. 20:30 og gerði tillögu um Vilhjálm Í. Sigurjónsson, TF3VS sem fundarstjóra og Sæmund E. Þorsteinsson, TF3UA sem fundarritara. Báðir voru kjörnir með lófaklappi.

TF3VS tók síðan við stjórn fundarins og var TF3JB fyrstur á mælendaskrá og sýndi og fór yfir glærur með upplýsingum um félagsstöðina, annars vegar í ljósi sögunnar en ÍRA hefur rekið TF3IRA í 58 ár. Hins vegar var farið yfir stöðuna í dag og þær miklu framkvæmdir sem fram fóru í sumar með uppsetningu þriggja nýrra loftneta og lagfæringar á því fjórða. Sjá nánar PowerPoint skjal hér: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/IRA-felagsfundur-9.11.2023-1.pdf

TF3JB fór ennfremur yfir glærur með upplýsingum um endurúthlutun kallmerkja. Fram kom m.a. að vinnuregla sem farið er eftir í dag, má rekja til samþykktar aðalfundar 1981 sem er að kallmerkjum látinna félaga verði ekki úthlutað á ný fyrr en að 20 árum liðnum. Fjarskiptastofa gerir ekki athugasemd við þessa vinnureglu. Sjá nánar PowerPoint skjal hér: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/Enduruthlutun-kallmerkja.pdf

Í fundarhléi var dreift var 24 bls. samantekt um loftnetaframkvæmdir sumarsins á prentuðu formi. Um var að ræða samantekt í tveimur hlutum. Sjá PowerPoint skjal hér: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/Loftnet-IRA-sumar-2023-1.pdf

Í umræðum kom fram mikil ánægja með framkvæmdir sumarsins. Ennfremur var rædd hugmynd um aðgang félagsmanna að búnaði stöðvarinnar utan opnunardaga á fimmtudögum og yfir netið. Nokkrar umræður urðu um endurúthlutun kallmerkja sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að halda óbreyttu ástandi, þ.e. vinnureglan verði áfram 20 ár.

Undir liðnum önnur mál tilkynnti formaður, TF3JB um að Benedikt Guðnason, TF3TNT hafi nýlega keypt VHF/UHF endurvarpa og radíóvita TF3ML heitins af dánarbúinu. Ekki urðu umræður um það mál, en vísað var til þess en Benedikt mun mæta í Skeljanes fimmtudaginn 23. nóvember n.k. og kynna hugmyndir sínar um framtíðaruppbyggingu endurvarpakerfisins.

Skemmtilegur endur kvöldsins var að draga út rauðvínsflösku til eignar sem barst sem gjöf frá svissneskum radíóamatörum til félagsins þegar þeir voru á ferð hér á landi í haust. Sá heppni var Jón Svavarsson, TF3JON.

Alls sóttu 32 félagar fundinn, þ.e. 27 á staðnum og 5 sem tóku þátt yfir netið. Sérstakar þakkir til TF3VS fundarstjóra, TF3UA fundarritara og síðast en ekki síst til Hinriks Vilhjálmssonar, TF3VH sem annaðist tæknistjórn yfir netið.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS annaðist fundarstjórn af röggsemi.
TF3JB fór m.a. yfir markmið og lýsingu á verkefnum hvað varðar félagsstöð ÍRA.
TF3JB fór yfir glærur til kynningar á endurúthlutun kallmerkja.
Nokkrar umræður urðu um endurúthlutun kallmerkja. Frá vinstri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA fundarritari, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fundarstjóri og Einar Kjartansson TF3EK.
Kristján Benediktsson TF3KB skýrði m.a. frá fyrirkomulagi mála í Noregi. Frá vinstri: Sveinn Goði Sveinsson TF3TB, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Kristján Benediktsson TF3KB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Hans Konrad Kristjánsson TF3FB.
Í stóra leðursófasettinu fyrir fundinn: Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Ársæll Óskarsson TF3AO og Pier A. Kaspersma TF3PKN.
Mikil ánægja varð þegar ljósmyndari félagsins, Jón Svavarsson TF3JON framvísaði “happdrættismiða” nr. 037 og rauðvínsflaskan góða var hans; Bordeaux Merlot vín (75 cl) frá Château Bois Pertuis í Frakklandi. Á mynd frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA fundarritari, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Jón Svavarsson TF3JON. Þakkir til TF3JON fyrir góðar ljósmyndir. Þessi mynd var reyndar tekin á myndavél hans af TF3VH.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 10 =