,

ERINDI UM NÝJAR HF STÖÐVAR Á MARKAÐI

Jónas Bjarnson, TF3JB mætti í Skeljanesi fimmtudag 16. nóvember með erindið: „Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2023“. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/15.11.Kaup-a-nyrri-HF-amatorstod-HAUSTid-2023.pdf 

Erindið byggir á uppfærðri grein um sama efni sem birtist í 3. tölublaði CQ TF og kom út 29. júní s.l. og skiptist eftirfarandi:

  • Markaður í þróun – ný viðhorf.
    Nýjar stöðvar, forsendur samantektar greinar í CQ TF.
    Markaðurinn í dag; greining.
    Hvað er framundan á markaði fyrir HF stöðvar?
    Önnur atriði og niðurstaða.

Gefið var yfirlit yfir markaðinn, en alls eru 23 mismunandi framleiðendur sem bjóða 57 gerðir HF stöðva í nóvember 2023. Inni í þeirri tölu er 8 kínverskir framleiðendur. Fimm framleiðendur eru með 50% heildarframboðs. Það eru Apache labs, Elecraft, FlexRAdio, Icom og Yaesu.

Farið var m.a. yfir ódýrustu HF stöðina á markaði, sem er QRPver Minion Mini og kostar 75 þúsund  krónur komin til Íslands. Þetta er 5W stöð sem þekur 160-10 metra böndin á CW, SSB og stafrænum tegundum útgeislunar. Ódýrasta 100W stöðin er Yaesu FT-891 sem kostar 122 þúsund krónur komin til Íslands. Hún þekur 160-10 metra böndin, auk 6 metrana á CW, SSB, AM, FM og stafrænum tegundum útgeislunar. Dýrasta HF stöðin er Hilberling PTA-8000A sem kostar 2.251.000 krónur komin til landsins. Hún er búin 200W sendi fyrir 160-6 metra, en 100W sendi á 4 metrum og 2 metrum. Stöðinni fylgir aflgjafi, Hilberling HN-8000. Stöð og aflgjafi eru fáanleg í fimm litum.

Fyrirspurnir voru afgreiddar jafnóðum og voru líflegar umræður fram undir kl. 22. Erlendur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Łukasz Dubiel, SP9JAR frá borginni Wielicki í Suður-Póllandi. Hann var mjög hrifinn af aðstöðu félagsins og sérstaklega af TF-ÍRA QSL Bureau’inu og fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð.

Sérstakar þakkir til Jónasar Bjarnasonar, TF3JB fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Alls mættu 27 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Erindið hófst stundvíslega kl. 20:30.
Mynd úr sal. Fremst: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Yngvi Harðarson TF3Y, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sæmundur E. Óskarsson TF3UA, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T (standandi), Georg Kulp TF3GZ, Eiður K. Magnússon TF1EM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Maghías Hagvaag TF3MH, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR, Einar Kjartansson TF3EK, Óskar Sverrisson TF3DC og Jónas Bjarnason TF3JB (standandi).
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Benedikt Sveinsson TF3T, Óskar Sverrisson TF3DC og Yngvi Harðarson TF3Y.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Kristján Benediktsson TF3KB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Greppur Torfason TF7ZF, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jónas I. Ragnarsson TF3JIR og Sveinn Goði Sveinsson TF3FG.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Łukasz Dubiel SP9JAR og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmyndir: TF3GZ, TF3JB og TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 14 =