,

LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER Í SKELJANENSI

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi á laugardag 18. nóvember kl. 10:30 með erindið: „FT8/FT4 og F/H útskýrt; farið í loftið frá TF3IRA“.

Þegar Joe Taylor K1JT, kynnti frumútgáfuna af FT8 „mótuninni“ í júní 2017 hitti hún strax í mark. Radíóamatörar sem höfðu mest notað JT65 (af stafrænum tengundum útgeislunar) til þess tíma skiptu yfir í FT8, enda möguleikinn að hafa sambönd allt að 27 dB niður fyrir suðgólfið (e. noise floor). Á þeim 6 árum sem síðan eru liðin hefur K1JT (ásamt samstarfsmönnum) þróað forritið og útgáfur þess, auk þess sem FT4 bættist við sem sérstaklega er hugsuð fyrir keppnir.

FT8 og FT4 eru þó í raun ekki mótunaraðferðir sem slíkar, heldur samskiptareglur undir MFSK mótun.

Sendingarnar standa alltaf yfir í fastsettan ákveðinn tíma og er fyrirfram ákveðið að miklu leyti hvað fram fer í sendingunni. Afar öflug villuleiðrétting á sér stað í móttökunni. Hver sendilota á FT4 er t.d. aðeins 6 sekúndur og því 2,5x hraðvirkari en FT8.

Eftir erindi Vilhjálms verðuir farið í loftið frá TF3IRA á FT8 og FT4 tegundum útgeislunar. Nýjum leyfishöfum er sérstaklega bent á þennan viðburð. Kaffiveitingar í fundarhléi.

Verið velkomin í Skejanes!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =