,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Virkilega vel heppnað erindi hjá Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS í Skeljanesi laugardaginn 18. nóvember.

Hann byrjaði á að kynna, að það væri verulegur munur á að fara í loftið á FT8 og FT4 samanborið við t.d. CW og SSB. Og hélt síðan stutta tölu um forrit Joe Taylor, K1JT (og fleiri) um WSJT-X sem fyrst var kynnt fyrir sex árum og flestir nota.

Hann var tölvutengdur í salnum í Skeljanesi yfir netið við eigin sendi-/móttökustöð heima í Kópavogi (FlexRadio 6600). Þar notar hann JTDX samskiptaforrit og Logger 32 dagbókarforrit. Hann útskýrði að WSJT-X og JTDX forritin væru lík en það síðarnefnda gerði heldur meira.

Vilhjálmur nefndi m.a., að sendingarnar standi alltaf yfir í fastsettan ákveðinn tíma og er fyrirfram ákveðið að miklu leyti hvað fram fer í sendingunni. Afar öflug villuleiðrétting á sér stað í móttöku. Hann fór síðan yfir, lið fyrir lið hvernig forritið er sett upp, þ.e. það sem er mikilvægast og hvað ber að varast.

Hann fór einnig yfir F/H virkni þess (Fox/Hound) sem er í raun mjög einfalt mál þegar hefur verið útskýrt. F/H er aðallega notuð í fjarskiptum við DX-leiðangra eða þegar stöðvar vinna frá sjaldgæfum stöðum. Það snýst um að hlusta og senda á mismunandi tíðnum, sem yfirleitt eru rétt fyrir utan venjubundnar tíðnir samkvæmt bandskipan.

Viðhjálmur brýndi fyrir mönnum að lokum að lesa skýringar með forritunum og benti sérstaklega á bókina „FT8 Operating Guide Weak Signal HF DXing for Technophiles“ eftir Gary Hinson, ZL2IFB.

Þakkir til Vilhjálms fyrir efnismikla, vandaða og skemmtilega framsetningu á þessu áhugaverða efni. Alls voru 11 félagsmenn mættir í Skeljanes þennan ágæta laugardagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS byrjaði stundvíslega kl. 10:30. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Erling Guðnason TF3E, Andrés Þórarinsson TF1AM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Vilhjálmur sýndi m.a. mynd af móttöku á stöðinni heima í Kópavogi á 14 MHz yfir netið.
Öllu mál skiptir að klukkan sé rétt í FT8/FT4 samskiptum. Villi sækir upplýsingar á vefsíðuna „time.is“.
Umræður héldu áfram eftir lok erindisins. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Jónas Bjarnason TF3JB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Og áfram var rætt um FT8 og FT4. Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Óskar Sverrisson TF3DC, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmyndir: TF3DC og TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 3 =