Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 23. maí 2009 í félagsaðstöðnni við Skeljanes. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt því að gerðar voru ýmsar samþykktir undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen TF3KX fundarstjóri og Yngvi Harðarson TF3Y fundarritari. Alls sóttu 25 manns fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2009-2010: Jónas Bjarnason TF2JB formaður, Guðmundur Löwe TF3GL, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Erling Guðnason TF3EE og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN. Í varastjórn: Jón I. Óskarsson TF1JI og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ. Stjórnin mun skipa með sér verkum innan tíðar.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Konráðsson TF3HK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (til vara). Úr stjórn gengu eftirtaldir: Hrafnkell Eiríksson TF3HR og Ársæll Óskarsson TF3AO; og úr varastjórn: Haraldur Þórðarson TF3HP og Jón Gunnar Harðarson TF3PPN.

Fundargerð mun fljótlega verða birt á heimasíðu félagsins ásamt nánari upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

TF3GL

Í samræmi við lög félagsins boðar stjórn Í.R.A. til aðalfundar 23. maí næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 14.00 og verður haldinn í félagsheimili félagsins í Skeljanesi.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Lög félagsins gera ráð fyrir að lagabreytingatillögur berist fyrir 15. apríl. Ein tillaga barst frá Jónasi Bjarnasyni TF2JB (smellið á hlekkinn til að skoða). (Fann ekki hlekkinn, hann var brotinn á gömlu síðunni – TF3WZ)

Fyrir liggur að töluverðar breytingar verða á stjórn félagsins.
Stjórnarmenn aðrir en formaður eru kosnir til 2ja ára í senn. Nú er kjörtímabil Ársæls Óskarssonar TF3AO og Sveins Braga Sveinssonar TF3SNN að renna út.
TF3AO hefur sinnt hlutverki gjaldkera með miklum sóma lengi en hefur tilkynnt að hann ætli ekki að gefa kost á sér á ný.

Varamenn undanfarið ára hafa verið TF3PPN Jón Gunnar Harðarson og TF3HP Haraldur Þórðarson. Hvorugur þeirra óskar eftir endurkjöri.

TF3SG Guðmundur Sveinsson og TF3GL Guðmundur Löve voru kosnir á síðasta aðalfundi til 2ja ára og sitja því áfram í stjórn.

Sjálfur hef ég sinnt embætti formanns undanfarin 2 ár, þar á undan gegnt ýmsum embættum í stjórn undanfarin ár.
Ég hef eftir þó nokkra umhugsun ákveðið að gefa ekki kost á mér aftur. Ástæðurnar eru persónulegar og fjölskyldulegar. Ég hef ekki haft þann tíma sem ég tel að félagið og embættið verðskuldi og sé ekki fram á að það breytist í bráð.

Hér með er því einnig auglýst eftir fólki sem áhuga hefur á að sinna starfi í þágu félagsins í stjórn þess.

TF3SG

 Comment frá TF3JA

Við Reynisvatn 19. apríl 2009.

Sælir félagar,

Formaður og stjórn hafa boðað til aðalfundar í félaginu 23. maí og vonandi komast sem flestir félagsmenn á fundinn sem gæti orðið tímamótafundur í sögu félagsins. Í gær þar sem ég sat í nokkra klukkutíma með einum ungum áhugasömum félagsmanni við félagsstöðina sagði þessi ungi maður allt í einu “Heyrðu Jón, það er eitt sem mér finnst skrýtið við þetta félag, á síðasta aðalfundi kom fram að meira en helmingur félagsmanna er eldri en 67 ára?” Ég andaði léttar og hugsaði með mér, ég er ennþá í yngri hluta félagsins þrátt fyrir að vera kominn á 64. árið. En svo fór ég að hugsa aðeins lengra sem oft er ekki verra. Þetta sýnir eimmitt í hnotskurn hvaða tækifæri felast í félaginu þar sem hinir eldri og reyndari geta miðlað sinni þekkingu og reynslu til hinna yngri. Og ætti það verkefni ekki að vera efst á framkvæmdalista félagsins? Við gætum látið mikið gott af okkur leiða ef við sameinuðum kraftana beindum þeim í réttan farveg. Stóri kosturinn við radíóamatörinn er að þetta er áhugamál sem hver og einn sinnir af sinni bestu getu og áhuga.

Einn félagsmaður hefur sent inn tillögur til breytinga á samþykktum félagsins og er ekki nema gott eitt um þær að segja þó svo við þurfum ekki öll að vera sammála því sem þar kemur fram. Þessar tillögur fara hér á eftir.

Mér sýnast vera í þessum tillögum þrjú meginmál:

1. Heiðursfélagi og hvernig þeir eru valdir.

2. Hve lengi félagsmaður getur setið í stjórn.

3. Taka upp heitið “samþykktir” í stað “lög” um þennan ramma sem við í sameiningu setjum okkur um ÍRA.

Fyrir mig er auðvelt að afgreiða þriðja lið því það var ákveðið fyrir áratugum síðan að tillögu eins ágæts lögfræðings að nota frekar “samþykktir” en “lög” en ekki veit ég hvenær eða hvers vegna þessu var breytt til baka.

Takmörkun á lengd stjórnarsetu er aftur eitthvað sem í ljósi reynslunnar er ekki þörf fyrir sýnist mér en beinir líka sjónum okkar að því að þeim sem leggja fram tillögur til breytinga á félagssamþykktum ÍRA er uppálagt skv. 26. grein að leggja fram greinargerð með breytingartillögum: “Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.” og því vafasamt hvort aðalfundur eigi að taka þessar tillögur til umræðu hafi greinargerð ekki fylgt með þeim.

Heiðursfélagamálið…ég hef áður sagt frá því að þegar ég sem nýgræðingur í ÍRA, kominn í stjórn tók að mér að fara með heiðurskjal heim til eins ágæts eldri félaga sem hafði sinnt um langt skeið ákveðnu starfi í þágu félagsins og gert það vel, að hann varð ekki glaður en þakkaði fyrir sig og talaði lítið við mig. Nokkrum dögum seinna kom hann til okkar með öll gögnin og kvaðst skilja vel að menn vildu endurnýja hlutverkið. Ég hvorki heyrði né sá þennan ágæta virka amatör eftir það því miður. Síðan þá hef ég verið andvígur útnefningu heiðursfélaga enda fæ ég ekki séð annan ávinning fyrir viðkomandi en að þurfa ekki að greiða árgjald til félagsins. Hvers vegna getum við ekki einfaldlega útnefnt alla sem náð hafa 67 ára aldri og eru enn félagar, heiðursfélaga? Sama á við um þá amatöra sem látnir eru, að mínu mati ættu þeir allir tel ég að vera á skránni yfir “þagnaða lykla”, sem ekki er til hjá félaginu í dag, en ekki á lista yfir heiðursfélaga.

Ég veit að þetta er viðkvæmt mál en það þarf að ræða og finna í sátt og samlyndi einhverja góða lausn. Til að byrja með væri kannski hægt að skilgreina vel hvað þarf til að geta orðið heiðursfélagi ef menn eru ekki sáttir við mína tillögu um 67 árin. Ég tek þó fram að allir þeir sem eru heiðursfélagar í dag eiga það vel skilið að mínu mati, og eflaust einhverjir fleiri.

Að endingu vil ég benda á að fundarmönnum er heimilt að koma með á aðalfundi breytingartillögur við þær greinar samþykktanna sem tillögur hafa verið gerðar um breytingar á fyrir miðjan apríl.
73 de TF3JA

……………………………………………………..

Tillögur til breytinga á félagssamþykktum Í.R.A. á aðalfundi 2009 frá TF2JB.

Sent til félagsins í tölvupósti 14.4.2009

FÉLAGAR

6. gr. Fyrsta setning falli niður. Í stað hennar komi:

Kjör heiðursfélaga. Heimilt er að kjósa heiðursfélaga Í.R.A. Tilnefningar skulu berast til stjórnar sem semur rökstuðning með slíkri tilnefningu og leggur fyrir aðalfund. Stjórn getur hafnað tilnefningu en heimilt er félagsmanni að leggja tillögu sína fyrir aðalfund. Kjör skal vera leynilegt og þarf 2/3 hluta atkvæða til þess að kjör skoðist löglegt.

Í framhaldi komi eldri texti óbreyttur, þ.e. „Honum skal afhent skjal…o.s.frv.”

STJÓRN

9. gr. Önnur málsgrein. Við málsgreinina bætist:

Starfsáætlun nýrrar stjórnar skal birt í fyrsta tbl. CQ TF og/eða fréttabréfi eftir aðalfund.

FÉLAGSFUNDIR

14. gr. Önnur málsgrein. Núverandi setning falli niður. Í hennar stað komi:

Rita skal fundargerð félagsfundar og birta hana í fyrsta tbl. CQ TF og/eða fréttabréfi eftir félagsfund.

15. gr. Núverandi setning falli niður. Í hennar stað komi.

Félagsfundur getur ályktað um mál og skal ákvörðun hans vera leiðbeinandi fyrir stjórn en lögð fyrir aðalfund til staðfestingar.

AÐALFUNDUR

21. gr. Við greinina bætist ný setning:

Stjórnarmenn geta lengst sinnt sama embætti í stjórn í tvö samliggjandi stjórnartímabil.

ANNAÐ

Breyta þarf orðfari þar sem nú er skráð „lög Í.R.A.” í „félagssamþykktir Í.R.A.”

1. Fyrirsögn: „Lög Í.R.A. o.s.frv.” breytist í „Félagssamþykktir Í.R.A. o.s.frv.”.

2. Í 18. gr. Í stað „lagabreytingar” komi „breytingar á félagssamþykktum”.

3. Í 26. gr. Í stað „Félagslögum verður…o.s.frv.” komi „Félagssamþykktum verður…o.s.frv.”

4. Í næstu setningu í sömu grein verði breytt „félagslögum” í „félagssamþykktum”. Annað óbreytt.

5. Í 27. gr. verði beytt þar sem stendur „félagslög” í „félagssamþykktir”.

Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur radíóamatöra – opið hús

TF3JA og TF2WIN, ætla á morgun laugardaginn 18. apríl, að taka þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu radíóamatöra frá stöð félagsins, TF3IRA. Laugardagurinn er jafnframt alþjóðadagur amatöra og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að nota tækifærið og kynna áhugamálið fyrir sem flestum.

Allir félagsmenn og aðrir radíóáhugamenn eru velkomnir til að taka þátt í æfingunni, koma og fylgjast með eða koma og hitta aðra félaga til að rabba.

Allar upplýsingar um æfinguna er að finna hér á heimasíðu félagsins undir heitinu: Neyðarfjarskipti.

Siggi, TF2WIN, ætlar að vera með kynningu á neyðarfjarskiptum klukkan tvö.

ÍRA býður upp á kaffi og meðlæti að lokinni kynningu Sigga.

Í dag hafa radíóamatörar fengið forgangsaðgang 1 og auknar aflheimildir á 40M bandinu. Póst- og fjarskiptastofnunin hefur staðfest að íslenskir leyfishafar hafa nú forgangsaðgang að 7,1 til 7,2 MHz og sömu aflheimildir og gilt hafa á 7,0-7,1 MHz áður, þ.e. 100W fyrir N-leyfishafa og 1KW fyrir-G leyfishafa. Í ljósi þessara breytinga hefur IARU Region 1 kynnt nýtt bandplan (sem samþykkt var á ráðstefnunni í Króatíu í nóvember 2008); sjá nánar eftirfarandi link: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=175&Itemid=127

Þetta er ánægjuleg viðbót enda oft þröngt á 40M bandinu, einkum í alþjóðlegum keppnum, en sér í lagi vegna útvarpsstöðva á 7.100 til 7.200 MHz sem allt til 29. mars 2009 höfðu forgangsaðgang en nú hefur þeim verið gert skylt að flytja sig annað í tíðnisviðinu.

Til hamingju með daginn ágætu amatörar!

TF3HR

Fimmtudagskvöldið 26. mars næstkomandi kl. 20.15 ætlar TF2WIN, Siggi, að halda fyrir
okkur kynningu á því hverning hann sér fyrir sér undirbúning og þáttöku
íslenskra radíóamatöra í neyðarfjarskiptum. Að lokinn framsögu Sigga er hugmyndin að
fleiri félagar IRA kynna sínar hugmyndir og tilraunir með stafræn
fjarskipti.

Fundarstjóri verður TF3JA

Ennfremur verður ferrítlúppa TF3T til sýnis, Sveinn TF3T mun svara áhugasömum um smíðina.

TF3GL

Fyrir hönd íslenskra radíóamatöra hefur stjórn ÍRA sótt um auknar tíðniheimildir á 40m bandinu til samræmis við ákvörðun World Radiocommunications Conference 2003.

Svar hefur borist frá P&F þess efnis að frá 29. mars 2009 verði radíóamatörum sem operera undir íslenskum reglum heimil notkun á tíðnisviðinu 7100-7200 kHz með sömu skilmálum og í dag eru í gildi á 7000-7100 kHz, þ.e. forgangsflokki 1 og hámarksafli G-leyfishafa 1000 W, svo:

Tíðnisvið

Forgangsflokkur

N-leyfi

G-leyfi

Bandbreidd

7000 – 7200 KHz 1 100 1000 6 KHz

Standa vonir til að þetta verði íslenskum amatörum lyftistöng, þar sem 40m bandið er gott DX-band héðan af norðurhjara. Í þessu sambandi er mikilvægt að fara eftir nýja bandplaninu frá IARU Region 1 (en bandplanið í heild sinni má nálgast hér):

IARU Region 1 – 40m bandplan

Frequency
(kHz)

Bandwidth
(kHz)

Usage

7000 – 7025 200 CW, contest preferred
7025 – 7040 200 CW, 7030 kHz – QRP Centre of Activity
7040 – 7047 500 Narrow band modes – digimodes
7047 – 7050 500 Narrow band modes – digimodes,
automatically controlled data stations (unattended)
7050 – 7053 2700 All modes – digimodes, automatically controlled data stations (unattended)*
7053 – 7060 2700 All modes – digimodes
7060 – 7100 2700 All modes, SSB contest preferred
7070 kHz – Digital Voice Centre of Activity
7090 kHz – SSB QRP Centre of Activity
7100 – 7130 2700 All modes, 7110 kHz – Region 1 Emergency Centre of Activity
7130 – 7200 2700 All modes, SSB contest preferred, 7165 kHz – Image Centre of Activity
7175 – 7200 2700 All modes, priority for intercontinental operation
Definitions
  • All modes CW, SSB and those modes listed as Centres of Activity, plus AM (Consideration should be given to adjacent channel users).
  • Image modes Any analogue or digital image modes within the appropriate bandwidth, for example SSTV and FAX.
  • Narrow band modes All modes using up to 500 Hz bandwidth, including CW, RTTY, PSK etc.
  • Digimodes Any digital mode used within the appropriate bandwidth, for example RTTY, PSK, MT63 etc.
  • *Lowest dial setting for LSB Voice mode: 7053 kHz
Notes
  • Amplitude modulation (AM) may be used in the telephony sub-bands providing consideration is given to adjacent channel users. (NRRL Davos 05).
  • CW QSOs are accepted across all bands, except within beacon segments. (Recommendation DV05_C4_Rec_13)
  • The term “automatically controlled data stations” includes Store and Forward stations.
  • The frequencies in the bandplan are understood as “transmitted frequencies” (not those of the suppressed carrier!)

TF3GL

Dótadagur / Flóamarkaður

Það verður fjör á sunnudag á flóamarkaði í félagsheimili IRA og hefst kl. 10.00., og eins og segir fyrstir koma fyrstir fá, gamlar talstöðvar fyrir lítið, rásir og hvað eina sem hugurinn girnist.  Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og kökur.

Ég hvet alla til að taka virkan þátt og mæta og mæta einnig með sitt eigið dót og bjóða.  Nóg er plássið.

TF3SG

Fundargerðir Í.R.A. eru nú aðgengilegar á vefnum mánuði eftir viðkomandi fund. Þær má finna á síðunni Fundargerðir.

Eftir sem áður eru fundargerðir gerðar opinberar í félagsblaðinu CQ TF.

TF3GL

Nú um helgina 7.-8. mars ætla félagar í 4×4 í ferð að miðju Íslands. Með í för verður Dagur Bragason TF3DB sem ætlar að vera á 3,633MHz eins og lesa má nánar um á spjall.ira.is.

Í.R.A. ætlar að gera tilraun með að gera kleyft að hlusta á 3,633MHz frá vef félagsins. Viðtæki hefur verið tengt við tölvu sem streymir hljóðinu út á netið.

Áhugsamir ættu að opna Vefradíó síðuna.

Þetta er til gamans og tilraunar gert um þessa helgi. Vonandi verða skilyrðin til innanlandsfjarskipta á 80M góð svo áhugsasamir geti vel heyrt frá þessari spennandi ferð þeirra 4×4 manna.

TF3GL

(Margir linkar í þessarri frétt, allir meira og minna óvirkir – TF3WZ)

Stefnt er að flóamarkaði 15. mars n.k.  Nánar verður sagt frá og jafnvel greint frá einstökum hlutum sem boðnir verða.  Nokkrir hafa þegar boðað komu með mikið dót.

TF3GL