Benedikt Sveinsson, TF3T

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 12. apríl n.k. Þá kemur Benedikt Sveinsson, TF3CY í Skeljanes og nefnist erindi hans: QRO kvöld; heimasmíði
RF magnara og notkun þeirra.

Benedikt mun m.a. hafa til sýnis heimasmíðaðan QRO RF magnara og fjalla almennt um QRO afl bæði í HF og VHF tíðnisviðunum.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30 og hvetur stjórn Í.R.A. félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 5. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur verður fimmtudaginn 12. apríl. Þann dag verður í boði erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY, um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar).

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.

Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra.

Fyrir hönd stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar í Skeljanesi 30. mars.

Í.R.A. bauð upp á sérstakt kynningarkvöld þann 30. mars í félagsaðstöðunni í Skeljanesi vegna fyrirhugaðs prófs til amatörleyfis sem haldið verður þann 28. apríl n.k. án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu félagsins nýlega.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar félagsins annaðist kynninguna. Hann lagði fram og kynnti nýja samantekt nefndarinnar fyrir þá sem áhuga hafa á að sitja próf til amatörleyfis: Námsefni og próf fyrir radíóamatöra. Í framhaldi fór Vilhjálmur yfir og kynnti prófkröfur samkvæmt gildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra. Þá kynnti hann eftirfarandi námsgögn sem lágu frammi á fundinum:
______________________________

(1) Passport to Amateur Radio (J. Lawrence, GW3JGA);
(2) Amatörpróf í raffræði og raftækni, 1. útgáfa. (Prófnefnd Í.R.A.);
(3) Samantekt á námsefni fyrir radíóamatörpróf í reglum og viðskiptum (Prófnefnd Í.R.A.);
(4) Námsefni úr reglugerð um raforkuvirki fyrir radíóamatöra (Prófnefnd Í.R.A.); og
(5) Truflanir frá sendum (Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX).

Auk tilgreindra þátta úr ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra (J. Devoldere, ON4UN og M. Demeuleneere, ON4WW) í þýðingu Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS;
_______________________________

Fram kom m.a., að Póst- og fjarskiptastofnun hefur staðfest að prófið verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi laugardaginn 28. apríl n.k. kl. 10 árdegis. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Þess má geta, að flest það efni sem vísað er til hér að ofan má finna á nýju vefsvæði prófnefndar Í.R.A. á  heimasíðu félagsins á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir vel heppnaðan viðburð í Skeljanesi og óskar væntanlegum próftökum góðs gengis þann 28. apríl n.k.

Frá kynningarfundi vegna prófs til amatörleyfis í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 30. mars.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA fjallaði um þróun APRS ferilvöktunar hér á landi og aukna möguleika.

APRS mál voru efst á baugi á vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi fimmtudaginn 29. mars. Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, fluttu vel heppnuð erindi. Þau skiptust eftirfarandi:

TF3JA: Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum í neyðarfjarskiptum. N1ZRN/TF: “APRS Tracker and Telemetry” (APRS ferilvöktun og hæfni til fjarmælinga). TF2SUT: APRS og árangursrík not þess við sendingar frá TF3CCP úr loftbelg HR nýlega.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jóni Þóroddi, Joseph og Samúel Þór fyrir vel heppnuð og áhugaverð erindi og Gísla G. Ófeigssyni, TF3G, fyrir myndatökuna. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindin.

Joseph Timothy Foley N1ZRN/TF fjallaði um hæfni APRS ferilvöktunar til fjarmælinga.

Samúel Þór Guðjónsson TF2SUT fjallaði um APRS sendingarnar frá TF3CCP úr loftbelg þann 17. mars s.l.

Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.


Alls skráðu sig 15 manns í fyrirhugað próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu Í.R.A. nýlega. Stjórn félagsins hefur nú borist jákvæð umsögn prófnefndar félagsins hvað varðar prófhald laugardaginn 28. apríl. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Í.R.A. hefur, í framhaldi, farið þess formlega á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að prófið verði haldið þann dag.

Félagið býður hér með upp á sérstakt kynningarkvöld föstudaginn 30. mars kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. Sagt verður frá fyrirkomulagi prófs og hvert námsefnið er. Fjölrituð eintök verða á boðstólum. Nýirpróftakar eru sérstaklega hvattir til að koma. Fyrirspurnum má beina á ira hjá ira.is

Félagsheimili ÍRA

TF3JA, Jón Þóroddur Jónsson

N1ZRN, Joseph

TF2SUT, Samúel Þór

 

 

 

 

 

 

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 29. mars kl. 20:30.

Erindið verður þrískipt og í flutningi þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúels Þórs Guðjónssonar, TF2SUT. (Joseph mun flytja sinn hluta á ensku).

1. Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum í neyðarfjarskiptum
2. “APRS tracker and telemetry” (Ferilvöktun og hæfni til fjarmælinga)
3. APRS og árangursrík not þess við sendingar frá TF3CCP úr loftbelg HR nýlega


Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar eru í boði félagsins.

Vinna við aprílhefti CQ TF hefst eftir helgina, en á sunnudag, 25. marz, er frestur til að skila efni í blaðið eða hafa samband við ritstjóra um efni sem kann að vera á leiðinni.

Allt efni um amatör radíó er vel þegið, s.s. frásagnir, greinar, myndir eða einfaldlega ábendingar um efni sem væri áhugavert.

73 – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF
Netfang: cqtf@ira.is GSM 825-8130

Í tengslum við 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin verður í Reykjavík dagana 22.-24. mars n.k. ætla nokkrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík að senda upp „geimskip” hangandi neðan í loftbelg. Eitthvað skemmtilegt verður í loftbelgnum en það sem snýr að radíóamatörum er að þeir hafa áhuga á að nota APRS til að ferilvakta flugið.

Ein tilraunauppsending fór nýlega fram og var “SPOT” notað til að ferilvakta belginn. Í það skiptið fór belgurinn í boga yfir Ísland og endaði í hafinu miðja vegu milli Færeyja og Íslands. Það sem kom á óvart var að SPOT sendi engar upplýsingar á miðkafla leiðarinnar, engin skýring hefur enn fengist á því en einhverjum datt í hug að hugsanlega væri ferilvöktunin ekki höfð virk í SPOT-
kerfinu eftir vissa hæð og ofar, af öryggisástæðum.

Meginverkefni okkar radíóamatöra er í raun að tryggja að núverandi APRS kerfi verði virkt og fram kom hugmynd um að nýta loftnetið sem ætlað fyrir samskipti við gervihnetti í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fyrir APRS á meðan á fluginu stendur. Undirritaður gerir ráð fyrir að sjá um að tengja TF3RPG við loftnetið og áætlar að tengja lágsuðsmagnara við stöðina til að auka næmni hennar. Væntanlega verða fleiri úr APRS hópnum í Skeljanesi þegar flugið fer fram og verður opið fyrir alla félagsmenn að koma og fylgjast með. TF3ARI er með áætlanir á prjónunum um að keyra austur fyrir fjall og vera með stafapétur/I-gátt í bíl og auka þannig enn frekar möguleika þess að ferilvöktunin takist vel.

Loftbelgurinn fer mjög hratt upp og nær líkast til um 30-35 km hæð og þess vegna verulegar líkur á að bæði TF3RPG og TF8TTY nái sendingum hans megnið af flugtímanum.

HR hópurinn ætlar ekki að láta loftbelginn fljúga mjög lengi kannski í um það bil tvo tíma og þá eru líkur á að hann fari um 300 km frá upphafsstað, í hvaða átt er kannski ekki alveg vitað núna en líkur á að hann fari svipaða leið og í fyrsta tilraunafluginu.

Verkefnið er spennandi og upplagt tækifæri fyrir sem flesta sem áhuga hafa á APRS að fylgjast með og jafnvel setja upp eigin búnað, stafpétra eða I-gáttir, til dæmis væri virkilega áhugavert að sjá hvort Akureyri gæti náð einhverjum hluta leiðarinnar.

(Samantekt: Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA).

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning DVD-heimildarmyndar frá DX-leiðangrinum T32C til Austur-Kiribati í Kyrrahafi fimmtudaginn 22. mars kl. 20:30.

Leiðangurinn var QRV dagana 27. september til 24. október s.l. og náðust alls 213.169 QSO sem er mesti fjöldi sambanda sem náðst hefur í einum leiðangri hingað til. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina sem er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem gaf félaginu mynddiskinn og eru honum færðar bestu þakkir.

Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30 í Skeljanesi. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.